Gunnar Steinn hættir hjá Ribe-Esbjerg og fer til Þýskalands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2021 15:40 Gunnar Steinn Jónsson í leik með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi 2017. Getty/ Jean Catuffe Íslenski handboltamaðurinn Gunnar Steinn Jónsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir danska félagið Ribe-Esbjerg HH en félagið staðfestir brottför hans á heimasíðu sinni. Gunnar Steinn var með samning fram á sumar en danska félagið segir í fréttinni að Ribe-Esbjerg HH hafi losað hann undan samning svo hann gæti skrifað undir hjá félagi í þýsku Bundesligunni. Gunnar Steinn óskaði því sjálfur eftir því að fá að fara frá danska liðinu en hann hafði fundið sér nýtt félag og það í bestu deild Evrópu. Í fréttinni á heimasíðu Ribe-Esbjerg HH kemur ekki fram um hvaða þýska félag sé að ræða. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá er hann búinn að gera samning við þýska liðið FRISCH AUF! Göppingen. Hjá Göppingen spilar íslenski landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason en Janus Daði skipti þangað frá danska félaginu Aalborg Håndbold í sumar. Janus Daði er að glíma við meiðsli sem urðu þess valdandi að hann gat ekki klárað HM með íslenska landsliðinu. Gunnar Steinn spilar sömu stöðu og Janus Daði en þeir eru báðir leikstjórnendur. Gunnar Steinn er 33 ára gamall og hefur einnig spilað í Svíþjóð og í Frakklandi á sínum atvinnumannferli. Gunnar Steinn á líka að baki tvö tímabil með þýska liðinu VfL Gummersbach. „Ég sagði bless við Ribe-Esbjerg með kökk í hálsinum. Þetta eru liðsfélagar og vinir mínir og svo allt þetta góða fólk sem vinnur hjá félaginu,“ er meðal annars haft eftir Gunnari Steini í fréttinni á heimasíðu danska félagsins. „Ég og fjölskyldan höfum átti frábæran tíma í Esbjerg og börnin hafa fundið sig vel í skóla, leikskóla og í íþróttunum. Í síðustu viku fékk ég að vita að ég væri ekki inn í framtíðarplönum Ribe-Esbjerg. Á sama tíma fékk ég tilboð um að klára tímabilið í þýsku Bundesligunni. Þetta var erfið ákvörðun en ég held að hún sé rétt,“ sagði Gunnar Steinn. Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
Gunnar Steinn var með samning fram á sumar en danska félagið segir í fréttinni að Ribe-Esbjerg HH hafi losað hann undan samning svo hann gæti skrifað undir hjá félagi í þýsku Bundesligunni. Gunnar Steinn óskaði því sjálfur eftir því að fá að fara frá danska liðinu en hann hafði fundið sér nýtt félag og það í bestu deild Evrópu. Í fréttinni á heimasíðu Ribe-Esbjerg HH kemur ekki fram um hvaða þýska félag sé að ræða. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá er hann búinn að gera samning við þýska liðið FRISCH AUF! Göppingen. Hjá Göppingen spilar íslenski landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason en Janus Daði skipti þangað frá danska félaginu Aalborg Håndbold í sumar. Janus Daði er að glíma við meiðsli sem urðu þess valdandi að hann gat ekki klárað HM með íslenska landsliðinu. Gunnar Steinn spilar sömu stöðu og Janus Daði en þeir eru báðir leikstjórnendur. Gunnar Steinn er 33 ára gamall og hefur einnig spilað í Svíþjóð og í Frakklandi á sínum atvinnumannferli. Gunnar Steinn á líka að baki tvö tímabil með þýska liðinu VfL Gummersbach. „Ég sagði bless við Ribe-Esbjerg með kökk í hálsinum. Þetta eru liðsfélagar og vinir mínir og svo allt þetta góða fólk sem vinnur hjá félaginu,“ er meðal annars haft eftir Gunnari Steini í fréttinni á heimasíðu danska félagsins. „Ég og fjölskyldan höfum átti frábæran tíma í Esbjerg og börnin hafa fundið sig vel í skóla, leikskóla og í íþróttunum. Í síðustu viku fékk ég að vita að ég væri ekki inn í framtíðarplönum Ribe-Esbjerg. Á sama tíma fékk ég tilboð um að klára tímabilið í þýsku Bundesligunni. Þetta var erfið ákvörðun en ég held að hún sé rétt,“ sagði Gunnar Steinn.
Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira