Hvað ert þú að gera ? Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 15. febrúar 2021 16:02 „Nú drekk ég morgunkaffibollann í vinnunni“ sagði kona mér ánægð eftir að hennar atvinnuleit endaði með atvinnutækifæri. Því miður erum við öll ekki það lánsöm, það er átakanleg staðreynd að hér á landi eru nú ríflega tuttugu þúsund vinnufúsir einstaklingar sem ekki fá tækifæri til að láta til sín taka á vinnumarkaði. Af þeim búa ríflega áttaþúsund í Reykjavík en atvinnuleysi í borginni hefur ríflega tvöfaldast á einu ári. Á sama tíma hefur þeim fjölgað verulega sem eru atvinnulaus og án bótaréttar og þurfa því að reiða sig á fjárhagsaðstoð borgarinnar til framfærslu. Í báðum þessum hópum er stór hluti fólk með erlent ríkisfang og stór hluti ungt fólk. Það er erfitt að vera utan vinnumarkaðar og það getur verið skaðlegt heilsu og líðan fólks, álag á fjölskyldur og samfélagið allt ef ástandið varir í lengri tíma. Borgarstjórn hefur því samþykkt samhljóða að koma á fót atvinnu- og virknimiðlun sem mun halda utan um þær aðgerðir sem ráðist verður í til að mæta stöðu á vinnumarkaði næstu tvö árin. Í fyrsta áfanga verða sköpuð tvöhundruð störf, annarsvegar hundrað og fimmtíu störf og stuðningur fyrir einstaklinga sem eru án atvinnu og með bótarétt, og hins vegar 50 störf fyrir vinnufæra einstaklinga sem eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum og fá fjárhagsaðstoð til framfærslu. Með skilvirkri atvinnu- og virknimiðlun er hægt að minnka flækjustig, einfalda utanumhald og gefa fólki fleiri tækifæri sem getur skipt sköpum í þessum erfiðu aðstæðum. Unnið verður með þriðja geiranum, ríkisstofnunum og fyrirtækjum í borginni. Við erum á sama tíma að auka möguleika fólks til virkni eða bata, því hjá sumum okkar er atvinna ekki næsta skref. Í síðustu viku ákváðum við að rýmka viðmið um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir tekjulágt fólk á vinnumarkaði og á næstu vikum munum við leggja fyrir nýjar reglur um fjárhagsaðstoð þar sem stóra fréttin verður trygging á þjónustu fyrir börn þeirra sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu. Ein algengasta spurningin þegar fólk hittist er „hvað ert þú að gera?“ það skiptir máli að skapa öllum tækifæri til að svara þeirri spurningu með gleði. Það skiptir líka máli að Reykvíkingar finni það að við erum öll í sama liði, þó þessir erfiðu tímar snerti okkur vissulega með mismunandi hætti. Það er hlutverk stjórnvalda að jafna stöðu fólks og vinna gegn þeim ójöfnuði sem þessi ójafnaðarkreppa skapar. Það verkefni tekjur Samfylkingin alvarlega. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Samfylkingin Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
„Nú drekk ég morgunkaffibollann í vinnunni“ sagði kona mér ánægð eftir að hennar atvinnuleit endaði með atvinnutækifæri. Því miður erum við öll ekki það lánsöm, það er átakanleg staðreynd að hér á landi eru nú ríflega tuttugu þúsund vinnufúsir einstaklingar sem ekki fá tækifæri til að láta til sín taka á vinnumarkaði. Af þeim búa ríflega áttaþúsund í Reykjavík en atvinnuleysi í borginni hefur ríflega tvöfaldast á einu ári. Á sama tíma hefur þeim fjölgað verulega sem eru atvinnulaus og án bótaréttar og þurfa því að reiða sig á fjárhagsaðstoð borgarinnar til framfærslu. Í báðum þessum hópum er stór hluti fólk með erlent ríkisfang og stór hluti ungt fólk. Það er erfitt að vera utan vinnumarkaðar og það getur verið skaðlegt heilsu og líðan fólks, álag á fjölskyldur og samfélagið allt ef ástandið varir í lengri tíma. Borgarstjórn hefur því samþykkt samhljóða að koma á fót atvinnu- og virknimiðlun sem mun halda utan um þær aðgerðir sem ráðist verður í til að mæta stöðu á vinnumarkaði næstu tvö árin. Í fyrsta áfanga verða sköpuð tvöhundruð störf, annarsvegar hundrað og fimmtíu störf og stuðningur fyrir einstaklinga sem eru án atvinnu og með bótarétt, og hins vegar 50 störf fyrir vinnufæra einstaklinga sem eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum og fá fjárhagsaðstoð til framfærslu. Með skilvirkri atvinnu- og virknimiðlun er hægt að minnka flækjustig, einfalda utanumhald og gefa fólki fleiri tækifæri sem getur skipt sköpum í þessum erfiðu aðstæðum. Unnið verður með þriðja geiranum, ríkisstofnunum og fyrirtækjum í borginni. Við erum á sama tíma að auka möguleika fólks til virkni eða bata, því hjá sumum okkar er atvinna ekki næsta skref. Í síðustu viku ákváðum við að rýmka viðmið um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir tekjulágt fólk á vinnumarkaði og á næstu vikum munum við leggja fyrir nýjar reglur um fjárhagsaðstoð þar sem stóra fréttin verður trygging á þjónustu fyrir börn þeirra sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu. Ein algengasta spurningin þegar fólk hittist er „hvað ert þú að gera?“ það skiptir máli að skapa öllum tækifæri til að svara þeirri spurningu með gleði. Það skiptir líka máli að Reykvíkingar finni það að við erum öll í sama liði, þó þessir erfiðu tímar snerti okkur vissulega með mismunandi hætti. Það er hlutverk stjórnvalda að jafna stöðu fólks og vinna gegn þeim ójöfnuði sem þessi ójafnaðarkreppa skapar. Það verkefni tekjur Samfylkingin alvarlega. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar