Utah vann uppgjör bestu liða vesturs og austurs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. febrúar 2021 08:02 Jordan Clarkson héldu engin bönd gegn Philadelphia 76ers. getty/Alex Goodlett Utah Jazz vann Philadelphia 76ers, 134-123, í uppgjöri toppliða Vestur- og Austurdeildarinnar í NBA í nótt. Þetta var áttundi sigur Utah í röð og nítjándi sigur liðsins í síðustu tuttugu leikjum. Jordan Clarkson skoraði fjörutíu stig af bekknum fyrir Utah sem hefur verið heitasta lið NBA-deildarinnar undanfarnar vikur. Donovan Mitchell skoraði 24 stig og Joe Ingles tuttugu. 40 PTS, 8 3PM for @JordanClarksons 1st UTA player w/ 8 3s off the benchJordan Clarkson leads the @utahjazz to their 19th win in 20 games! pic.twitter.com/If51imbBsx— NBA (@NBA) February 16, 2021 Ben Simmons setti persónulegt met með því að skora 42 stig fyrir Philadelphia sem er enn á toppi Austurdeildarinnar þrátt fyrir þrjú töp í röð. Simmons tók einnig níu fráköst og gaf tólf stoðsendingar í leiknum. Joel Embiid lék ekki með Philadelphia í nótt vegna meiðsla. Career-high 4 2 for @BenSimmons25! pic.twitter.com/kLOi1f5REL— NBA (@NBA) February 16, 2021 Kyrie Irving skoraði fjörutíu stig þegar Brooklyn Nets sigraði Sacramento Kings, 125-136. Hann hitti úr níu af ellefu þriggja stiga skotum sínum. Alls setti Brooklyn niður 27 þrista í leiknum sem er félagsmet. 40 points on 22 shots 9 threes on 11 attempts@KyrieIrving couldn't miss in the BKN win. pic.twitter.com/aQoLiyVNeF— NBA (@NBA) February 16, 2021 James Harden var með myndarlega þrefalda tvennu fyrir Brooklyn: 29 stig, þrettán fráköst og fjórtán stoðsendingar. Hassan Whiteside skoraði 26 stig og tók sextán fráköst fyrir Sacramento. Stephen Curry var með 36 stig í sigri Golden State Warriors á Cleveland Cavaliers, 129-98. Curry hitti úr sjö af ellefu þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Golden State er í áttunda sæti Vesturdeildarinnar eftir að hafa verið slakasta lið hennar á síðasta tímabili þegar Curry var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. That Draymond-Steph connection. @Money23Green: 16 assists@StephenCurry30: 36 points pic.twitter.com/yyiyh6BStr— NBA (@NBA) February 16, 2021 Los Angeles Clippers vann fjórða leikinn í röð er liðið bar sigurorð af Miami Heat, 125-118, á heimavelli. Paul George og Kawhi Leonard léku ekki með Clippers í nótt. Marcus Morris skoraði 32 stig fyrir heimamenn og Ivica Zubac var með 22 stig og átta fráköst af bekknum. Jimmy Butler skoraði þrjátíu stig fyrir Miami, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Úrslitin í nótt Utah 134-123 Philadelphia Sacramento 125-136 Brooklyn Golden State 129-98 Cleveland LA Clippers 125-118 Miami Indiana 112-120 Chicago Washington 131-119 Houston NY Knicks 123-112 Atlanta NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
Jordan Clarkson skoraði fjörutíu stig af bekknum fyrir Utah sem hefur verið heitasta lið NBA-deildarinnar undanfarnar vikur. Donovan Mitchell skoraði 24 stig og Joe Ingles tuttugu. 40 PTS, 8 3PM for @JordanClarksons 1st UTA player w/ 8 3s off the benchJordan Clarkson leads the @utahjazz to their 19th win in 20 games! pic.twitter.com/If51imbBsx— NBA (@NBA) February 16, 2021 Ben Simmons setti persónulegt met með því að skora 42 stig fyrir Philadelphia sem er enn á toppi Austurdeildarinnar þrátt fyrir þrjú töp í röð. Simmons tók einnig níu fráköst og gaf tólf stoðsendingar í leiknum. Joel Embiid lék ekki með Philadelphia í nótt vegna meiðsla. Career-high 4 2 for @BenSimmons25! pic.twitter.com/kLOi1f5REL— NBA (@NBA) February 16, 2021 Kyrie Irving skoraði fjörutíu stig þegar Brooklyn Nets sigraði Sacramento Kings, 125-136. Hann hitti úr níu af ellefu þriggja stiga skotum sínum. Alls setti Brooklyn niður 27 þrista í leiknum sem er félagsmet. 40 points on 22 shots 9 threes on 11 attempts@KyrieIrving couldn't miss in the BKN win. pic.twitter.com/aQoLiyVNeF— NBA (@NBA) February 16, 2021 James Harden var með myndarlega þrefalda tvennu fyrir Brooklyn: 29 stig, þrettán fráköst og fjórtán stoðsendingar. Hassan Whiteside skoraði 26 stig og tók sextán fráköst fyrir Sacramento. Stephen Curry var með 36 stig í sigri Golden State Warriors á Cleveland Cavaliers, 129-98. Curry hitti úr sjö af ellefu þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Golden State er í áttunda sæti Vesturdeildarinnar eftir að hafa verið slakasta lið hennar á síðasta tímabili þegar Curry var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. That Draymond-Steph connection. @Money23Green: 16 assists@StephenCurry30: 36 points pic.twitter.com/yyiyh6BStr— NBA (@NBA) February 16, 2021 Los Angeles Clippers vann fjórða leikinn í röð er liðið bar sigurorð af Miami Heat, 125-118, á heimavelli. Paul George og Kawhi Leonard léku ekki með Clippers í nótt. Marcus Morris skoraði 32 stig fyrir heimamenn og Ivica Zubac var með 22 stig og átta fráköst af bekknum. Jimmy Butler skoraði þrjátíu stig fyrir Miami, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Úrslitin í nótt Utah 134-123 Philadelphia Sacramento 125-136 Brooklyn Golden State 129-98 Cleveland LA Clippers 125-118 Miami Indiana 112-120 Chicago Washington 131-119 Houston NY Knicks 123-112 Atlanta NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Utah 134-123 Philadelphia Sacramento 125-136 Brooklyn Golden State 129-98 Cleveland LA Clippers 125-118 Miami Indiana 112-120 Chicago Washington 131-119 Houston NY Knicks 123-112 Atlanta
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira