Fylgist með Íslendingum velja draumaeignina í nýjum þáttum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 16:31 Hugrún Halldórsdóttir ætlar að hjálpa nokkrum pörum og einstaklingum að finna draumaheimilið. Vísir/vilhelm „Það eru margir sem hafa áhuga á fasteignum og vilja sjá inn til fólks, það sést til dæmis á áhuganum á fasteignaauglýsingum,“ segir Hugrún Halldórsdóttir fjölmiðlakona. Í gærkvöldi fór Hugrún af stað með nýja þætti á Stöð 2 sem kallast Draumaheimilið. Þátturinn er alls ekki aðeins fyrir fólk í kaup- eða söluhugleiðingum, Hugrún lofar skemmtilegum þætti með flottum innblæstri, hugmyndum og góðum ráðum. Draumaheimilið er sjónvarpsþáttur þar sem fylgst er með Íslendingum í fasteignahugleiðingum taka eina af stærstu ákvörðunum lífsins, hvaða eign skal kaupa. „Eins og sést í þáttunum þá skiptir máli hvernig fólk stillir upp, það gjörbreytir stundum íbúðinni allri að sjá hana án húsgagna eða þegar það er búið að skipta húsgögnunum út.“ Þakklát fyrir að vera byrjuð aftur Fjölmiðlamaðurinn og leikstjórinn Benedikt Valsson hefur veg og vanda að framleiðslunni fyrir hönd Skot Productions en framleiddir verða sex þættir. „Þetta hefur verið unnið á svolítið löngu tímabili út af Covid,“ útskýrir Hugrún, en hugmyndin kom fyrst upp síðasta sumar. Þau eru nú að ljúka við tökur og fer fyrsti þáttur í loftið miðvikudaginn 17. janúar. „Hópurinn sem vinnur að þessu er svo skemmtilegur að við höfum eiginlega bara verið hlæjandi frá morgni til kvölds,“ segir Hugrún um tökurnar. Þetta er hennar fyrsta stóra verkefni eftir eins og hálfs árs veikindaleyfi og hefur hún nýtt þennan tíma til að vinna í heilsunni. Tíu árum of sein „Ég hefði eiginlega bara átt að fæðast árið 1800 og vinna í sveitastörfum, fyrir tíma tölvu og kyrrsetu. Þá væri ég góð.“ Verkir gerðu það að verkum að Hugrún þurfti að taka sér hlé frá vinnu. Hún segir að það sé ekki alveg búið að finna út úr því hvað er að hrjá hana, en hún veit að brjósklos er hluti af vandamálinu þar sem það sást á myndum. „Eins og svo ótrúlega margir þá hefði ég átt að fara í veikindaleyfi fyrir svona tíu árum og þá hefði það tekið styttri tíma. En ég ákvað að halda áfram að vinna við tölvu, sem ég bara má ekki gera. Þess vegna hefur þetta tekið svo langan tíma.“ Hugrún hefur síðustu ár starfað sem fjölmiðlafulltrúi, við almannatengsl og svo einnig í fréttamennsku og dagskrárgerð, meðal annars á Stöð 2. „Ég hélt að stressið í fjölmiðlum væri að ýta undir þetta, það er auðvitað einhver veikleiki þarna en ég get haldið þessu í skefjum ef ég er á hreyfingu. Ég fékk þá góðu hugmynd að fara bara í skrifstofustarf, níu til fimm, því það væri svo rólegt.“ Frá tökum á þáttunum Draumaheimilið. Benedikt Valsson sér um leikstjórn.Páll Pálsson Pacman um Kópavog Þetta gerði illt verra og var tölvuvinnan henni erfið. Tökurnar fyrir Draumaheimilið henta henni vel þar sem hún er á flakki á milli staða og að tala við fólk, en ekki föst fyrir framan tölvuskjá. Hreyfing er stór hluti af daglegu lífi Hugrúnar og hleypur hún mikið. Til þess að halda fjölbreytni í hlaupunum ákvað hún að hlaupa allar götur í vesturbæ Kópavogs, þar sem hún ólst upp. „Hausinn verður svo fljótt þreyttur þegar maður er að fara ákveðna leið þannig að ég fór í það verkefni að hlaupa allar götur og göngustíga og er að klára það. Þetta er mjög skemmtilegt því þá verður heilinn ekki þreyttur þegar maður kemur á einhvern punkt af því að hann veit hvað það er mikið eftir, þetta er eins og að vera í Pacman.“ Eftir að hafa verið í fasteignaleit núna með þátttakendum þáttanna og fyrir sjálfa sig, kemst Hugrún ekki hjá því að skoða húsin sem hún hleypur framhjá. Fólk ætti því ekki að láta sér bregða við að sjá Hugrúnu horfa inn um gluggana. Hugrún Halldórsdóttir stundar jóga til að halda líkamanum í lagi, oft í margar klukkustundir á dag. Hreyfing hjálpar henni að halda verkjunum í skefjum.Vísir/Vilhelm Hvaða eign hentar best? „Ég er smá gluggagægir á hlaupum,“ segir Hugrún og hlær. „Maður sér venjulega bara ytra byrði hússins svo það getur verið mikill „vá-faktor“ að kíkja inn eins og í þessum þáttum.“ Í hverjum þætti af hjálpar Hugrún pari eða einstaklingi að reyna að finna sitt draumaheimili. Fylgst er með kaupendum velja á milli þriggja eigna og vega og meta hvaða eign hentar best. Það eru margar ákvarðanir sem fylgja fasteignakaupum auk verðs og staðsetningar; skólahverfi, íþróttafélag nánd við miðbæ auk ástands eignarinnar svo eitthvað sé nefnt. Auk þess að fylgjast með þessum stóra áfanga í lífi fólks munu áhorfendur fá góð ráð frá iðnaðarmönnum og öðrum fagaðilum. Á meðal þeirra sem koma fram í þáttunum eru Simmi smiður, Hera Björk, Venni Páer og fleiri. Hér fyrir neðan má sjá stiklu fyrir þættina Draumaheimilið. Klippa: Draumaheimilið - Stikla Tíska og hönnun Hús og heimili Bíó og sjónvarp Draumaheimilið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Í gærkvöldi fór Hugrún af stað með nýja þætti á Stöð 2 sem kallast Draumaheimilið. Þátturinn er alls ekki aðeins fyrir fólk í kaup- eða söluhugleiðingum, Hugrún lofar skemmtilegum þætti með flottum innblæstri, hugmyndum og góðum ráðum. Draumaheimilið er sjónvarpsþáttur þar sem fylgst er með Íslendingum í fasteignahugleiðingum taka eina af stærstu ákvörðunum lífsins, hvaða eign skal kaupa. „Eins og sést í þáttunum þá skiptir máli hvernig fólk stillir upp, það gjörbreytir stundum íbúðinni allri að sjá hana án húsgagna eða þegar það er búið að skipta húsgögnunum út.“ Þakklát fyrir að vera byrjuð aftur Fjölmiðlamaðurinn og leikstjórinn Benedikt Valsson hefur veg og vanda að framleiðslunni fyrir hönd Skot Productions en framleiddir verða sex þættir. „Þetta hefur verið unnið á svolítið löngu tímabili út af Covid,“ útskýrir Hugrún, en hugmyndin kom fyrst upp síðasta sumar. Þau eru nú að ljúka við tökur og fer fyrsti þáttur í loftið miðvikudaginn 17. janúar. „Hópurinn sem vinnur að þessu er svo skemmtilegur að við höfum eiginlega bara verið hlæjandi frá morgni til kvölds,“ segir Hugrún um tökurnar. Þetta er hennar fyrsta stóra verkefni eftir eins og hálfs árs veikindaleyfi og hefur hún nýtt þennan tíma til að vinna í heilsunni. Tíu árum of sein „Ég hefði eiginlega bara átt að fæðast árið 1800 og vinna í sveitastörfum, fyrir tíma tölvu og kyrrsetu. Þá væri ég góð.“ Verkir gerðu það að verkum að Hugrún þurfti að taka sér hlé frá vinnu. Hún segir að það sé ekki alveg búið að finna út úr því hvað er að hrjá hana, en hún veit að brjósklos er hluti af vandamálinu þar sem það sást á myndum. „Eins og svo ótrúlega margir þá hefði ég átt að fara í veikindaleyfi fyrir svona tíu árum og þá hefði það tekið styttri tíma. En ég ákvað að halda áfram að vinna við tölvu, sem ég bara má ekki gera. Þess vegna hefur þetta tekið svo langan tíma.“ Hugrún hefur síðustu ár starfað sem fjölmiðlafulltrúi, við almannatengsl og svo einnig í fréttamennsku og dagskrárgerð, meðal annars á Stöð 2. „Ég hélt að stressið í fjölmiðlum væri að ýta undir þetta, það er auðvitað einhver veikleiki þarna en ég get haldið þessu í skefjum ef ég er á hreyfingu. Ég fékk þá góðu hugmynd að fara bara í skrifstofustarf, níu til fimm, því það væri svo rólegt.“ Frá tökum á þáttunum Draumaheimilið. Benedikt Valsson sér um leikstjórn.Páll Pálsson Pacman um Kópavog Þetta gerði illt verra og var tölvuvinnan henni erfið. Tökurnar fyrir Draumaheimilið henta henni vel þar sem hún er á flakki á milli staða og að tala við fólk, en ekki föst fyrir framan tölvuskjá. Hreyfing er stór hluti af daglegu lífi Hugrúnar og hleypur hún mikið. Til þess að halda fjölbreytni í hlaupunum ákvað hún að hlaupa allar götur í vesturbæ Kópavogs, þar sem hún ólst upp. „Hausinn verður svo fljótt þreyttur þegar maður er að fara ákveðna leið þannig að ég fór í það verkefni að hlaupa allar götur og göngustíga og er að klára það. Þetta er mjög skemmtilegt því þá verður heilinn ekki þreyttur þegar maður kemur á einhvern punkt af því að hann veit hvað það er mikið eftir, þetta er eins og að vera í Pacman.“ Eftir að hafa verið í fasteignaleit núna með þátttakendum þáttanna og fyrir sjálfa sig, kemst Hugrún ekki hjá því að skoða húsin sem hún hleypur framhjá. Fólk ætti því ekki að láta sér bregða við að sjá Hugrúnu horfa inn um gluggana. Hugrún Halldórsdóttir stundar jóga til að halda líkamanum í lagi, oft í margar klukkustundir á dag. Hreyfing hjálpar henni að halda verkjunum í skefjum.Vísir/Vilhelm Hvaða eign hentar best? „Ég er smá gluggagægir á hlaupum,“ segir Hugrún og hlær. „Maður sér venjulega bara ytra byrði hússins svo það getur verið mikill „vá-faktor“ að kíkja inn eins og í þessum þáttum.“ Í hverjum þætti af hjálpar Hugrún pari eða einstaklingi að reyna að finna sitt draumaheimili. Fylgst er með kaupendum velja á milli þriggja eigna og vega og meta hvaða eign hentar best. Það eru margar ákvarðanir sem fylgja fasteignakaupum auk verðs og staðsetningar; skólahverfi, íþróttafélag nánd við miðbæ auk ástands eignarinnar svo eitthvað sé nefnt. Auk þess að fylgjast með þessum stóra áfanga í lífi fólks munu áhorfendur fá góð ráð frá iðnaðarmönnum og öðrum fagaðilum. Á meðal þeirra sem koma fram í þáttunum eru Simmi smiður, Hera Björk, Venni Páer og fleiri. Hér fyrir neðan má sjá stiklu fyrir þættina Draumaheimilið. Klippa: Draumaheimilið - Stikla
Tíska og hönnun Hús og heimili Bíó og sjónvarp Draumaheimilið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira