Fjöldi á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis margfaldast Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 13:46 Þjónusta átröskunarteymis Landspítala var flutt í göngudeildarhúsnæði geðþjónustunnar á Kleppi árið 2019. vísir/Vilhelm Fjöldi einstaklinga á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis Landspítalans hefur sjöfaldast á fjórum árum. Samkvæmt svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata bíða nú 84 meðferðar en árið 2016 voru tólf á biðlista. Bíðtíminn hefur einnig margfaldast. Nú bíður fólk að meðaltali í átján til tuttugu mánuði eftir þjónustu en fyrir fjórum árum var biðtíminn að meðaltali tveir til fjórir mánuðir. Í svarinu kemur jafnframt fram að stöðugildum hafi fækkað á deildinni og er það ein af ástæðum þess að biðtíminn hefur lengst. Ástæður þess að biðtíminn hefur lengst eru sagðar margþættar. Vísað er í aukna spurn eftir þjónustunni og húsnæðisvanda eftir að mygla kom upp í húsnæði teymisins á Landspítala áður en starfsemin var flutt á Klepp. Í svari Svandísar Svavarsdóttur kemur fram að húsnæðismál teyma á geðsviði Landspítala, sem búið hafa við ófullnægjandi húsakost, séu til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu.vísir/Vilhelm Í svarinu kemur fram að á síðastliðnum fimm árum hafi alls 490 einstaklingar fengið þjónustu á dag- og göngudeild átröskunar á Landspítala. Meiri hlutinn voru konur, eða alls 430, en sextíu karlar. Á hverju ári hefur teymið sinnt á bilinu 150 til 200 einstaklingum sem eru allt frá átján ára til yfir sjötugs. Flestir voru á aldrinum 20 til 29 ára, eða 394 einstaklingar. Átröskunarteymi barna- og unglingageðdeildar, sem fellur undir kvenna- og barnaþjónustu Landspítala, sinnir börnum upp að nítján ára aldri og eru í þessari tölfræði. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Samkvæmt svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata bíða nú 84 meðferðar en árið 2016 voru tólf á biðlista. Bíðtíminn hefur einnig margfaldast. Nú bíður fólk að meðaltali í átján til tuttugu mánuði eftir þjónustu en fyrir fjórum árum var biðtíminn að meðaltali tveir til fjórir mánuðir. Í svarinu kemur jafnframt fram að stöðugildum hafi fækkað á deildinni og er það ein af ástæðum þess að biðtíminn hefur lengst. Ástæður þess að biðtíminn hefur lengst eru sagðar margþættar. Vísað er í aukna spurn eftir þjónustunni og húsnæðisvanda eftir að mygla kom upp í húsnæði teymisins á Landspítala áður en starfsemin var flutt á Klepp. Í svari Svandísar Svavarsdóttur kemur fram að húsnæðismál teyma á geðsviði Landspítala, sem búið hafa við ófullnægjandi húsakost, séu til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu.vísir/Vilhelm Í svarinu kemur fram að á síðastliðnum fimm árum hafi alls 490 einstaklingar fengið þjónustu á dag- og göngudeild átröskunar á Landspítala. Meiri hlutinn voru konur, eða alls 430, en sextíu karlar. Á hverju ári hefur teymið sinnt á bilinu 150 til 200 einstaklingum sem eru allt frá átján ára til yfir sjötugs. Flestir voru á aldrinum 20 til 29 ára, eða 394 einstaklingar. Átröskunarteymi barna- og unglingageðdeildar, sem fellur undir kvenna- og barnaþjónustu Landspítala, sinnir börnum upp að nítján ára aldri og eru í þessari tölfræði.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira