„Hann stóð sig bara betur í smalamennskunni“ Jakob Bjarnar skrifar 17. febrúar 2021 12:16 Mikla athygli vekur að Bjarkey, sem hefur verið einn helsti foringi flokksins á þessu kjörtímabili, laut í lægra haldi fyrir Óla í forvalinu. Hún segist ekki hafa orðið þess vör að Steingrímur J. Sigfússon hafi hlutast til um valið. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segist enn vera að velta því fyrir sér hvort hún þiggur annað sæti á lista Vinstri grænna fyrir næstu Alþingiskosningar á Norðurlandi eystra. „Það hefur í sjálfu sér ekkert breyst frá því í gær. Ekki í sjálfu sér. Niðurstaðan lá fyrir þá og ég er að vinna í því, átta mig á því hvað ég vil gera,“ segir Bjarkey í samtali við Vísi. Hún segir að það komi í ljós fljótlega hvað verður. Það kom mörgum áhugamanninum um stjórnmál á óvart að Bjarkey, sem er þingflokksformaður Vinstri grænna og þannig einn helsti foringi flokksins á þessu kjörtímabili, skyldi hafa tapað í forvali flokksins fyrir Óla Halldórssyni, sem er varaþingmaður flokksins og sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi. Bjarkey hefur verið afar holl forystunni og eindreginn stuðningsmaður hins umdeilda ríkisstjórnarsamstarfs með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. Segist ekki hafa orðið vör við afskipti Steingríms Óvarlegt er þó að ætla að þessi niðurstaða sé til marks um klofning innan VG eða að þetta sé til marks um mikla óánægju Vinstri grænna fyrir austan með ríkisstjórnarsamstarfið. Þetta snýst meira um arfleifð stofnanda flokksins 1999, Steingríms J. Sigfússonar, sem hefur verið foringi flokksins í þessu kjördæmi allar götur. Óli tilheyrir stórri ætt á Húsavík sem hefur ávallt stutt Steingrím með ráðum og dáð. Steingrímur gaf það út, eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði ekki fram í komandi kosningum, að hann ætlaði ekki að hafa afskipti af pólitíkinni; eins og menn segja. En Bjarkey segist aðspurð ekki hafa orðið annars vör en að Steingrímur hafi haldið sig til hlés. „Ég hef ekki orðið vör við neitt annað. Og hef ekki ástæðu til að ætla annað en að það sé hárrétt,“ segir hún spurð um hvort Steingrímur hafi staðið við þau orð sín. Niðurstaðan kom Bjarkey á óvart Bjarkey segir, þegar staða hennar er nefnd; þingflokksformaður og í innsta hring, að niðurstaðan hafi komið sér á óvart. Og verið vonbrigði. „Þetta snýst um smalamennsku og hann stóð sig betur í því.“ Má þá segja að þú hafir sofið á verðinum gagnvart smalanum? „Forvöl og prófkjör snúast gjarnan um eitthvað svoleiðis og þetta er ekkert öðruvísi en önnur slík. En þetta er niðurstaðan sem ég er að glíma við, snýst ekkert endilega um hvað þú hefur gert heldur þetta að þú smalar einhverjum … reynir að fá fólk til liðs við hreyfinguna eins og gengur og gerist.“ Bjarkey segist eiga eftir að heyra í sínu baklandi, sínu fólki og kortleggja stöðuna. Hún segir að það muni verða fljótlega. Spurð hvort hún sé búin að ræða við Katrínu Jakobsdóttur formann, sem hún hefur verið afar handgengin, segir Bjarkey: „Ég er auðvitað búin að tala við mitt nánasta fólk.“ Ætlar að taka sæti á lista Uppfært 13:35 Bjarkey tilkynnti nú rétt í þessu, á Facebooksíðu sinni, að hún ætli að þiggja 2. sæti á lista. Þar segir hún: „Ég neita því ekki að niðurstaða forvalsins var sannarlega óvænt. Um leið og ég þakka öllum þeim sem studdu mig til forystu vil ég tilkynna að ég hyggst taka annað sætið á listanum. Ég óska Óla Halldórssyni til hamingju með fyrsta sætið og öllum hinum sem hlutu kosningu og hlakka til að vinna með þeim og öllum okkar góðu félögum í Norðausturkjördæmi.“ Ég neita því ekki að niðurstaða forvalsins var sannarlega óvænt. Um leið og ég þakka öllum þeim sem studdu mig til...Posted by Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir on Miðvikudagur, 17. febrúar 2021 Norðausturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Tengdar fréttir Tólf gefa kost á sér í forvali VG í Norðausturkjördæmi Alls hafa tólf manns gefið kost á sér í forvali Vinstri grænna um fimm efstu sætin á lista flokksins fyrir þingkosningar næsta haust. Forvalið verður rafrænt og haldið 13. til 15. febrúar næstkomandi. 26. janúar 2021 09:58 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
„Það hefur í sjálfu sér ekkert breyst frá því í gær. Ekki í sjálfu sér. Niðurstaðan lá fyrir þá og ég er að vinna í því, átta mig á því hvað ég vil gera,“ segir Bjarkey í samtali við Vísi. Hún segir að það komi í ljós fljótlega hvað verður. Það kom mörgum áhugamanninum um stjórnmál á óvart að Bjarkey, sem er þingflokksformaður Vinstri grænna og þannig einn helsti foringi flokksins á þessu kjörtímabili, skyldi hafa tapað í forvali flokksins fyrir Óla Halldórssyni, sem er varaþingmaður flokksins og sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi. Bjarkey hefur verið afar holl forystunni og eindreginn stuðningsmaður hins umdeilda ríkisstjórnarsamstarfs með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. Segist ekki hafa orðið vör við afskipti Steingríms Óvarlegt er þó að ætla að þessi niðurstaða sé til marks um klofning innan VG eða að þetta sé til marks um mikla óánægju Vinstri grænna fyrir austan með ríkisstjórnarsamstarfið. Þetta snýst meira um arfleifð stofnanda flokksins 1999, Steingríms J. Sigfússonar, sem hefur verið foringi flokksins í þessu kjördæmi allar götur. Óli tilheyrir stórri ætt á Húsavík sem hefur ávallt stutt Steingrím með ráðum og dáð. Steingrímur gaf það út, eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði ekki fram í komandi kosningum, að hann ætlaði ekki að hafa afskipti af pólitíkinni; eins og menn segja. En Bjarkey segist aðspurð ekki hafa orðið annars vör en að Steingrímur hafi haldið sig til hlés. „Ég hef ekki orðið vör við neitt annað. Og hef ekki ástæðu til að ætla annað en að það sé hárrétt,“ segir hún spurð um hvort Steingrímur hafi staðið við þau orð sín. Niðurstaðan kom Bjarkey á óvart Bjarkey segir, þegar staða hennar er nefnd; þingflokksformaður og í innsta hring, að niðurstaðan hafi komið sér á óvart. Og verið vonbrigði. „Þetta snýst um smalamennsku og hann stóð sig betur í því.“ Má þá segja að þú hafir sofið á verðinum gagnvart smalanum? „Forvöl og prófkjör snúast gjarnan um eitthvað svoleiðis og þetta er ekkert öðruvísi en önnur slík. En þetta er niðurstaðan sem ég er að glíma við, snýst ekkert endilega um hvað þú hefur gert heldur þetta að þú smalar einhverjum … reynir að fá fólk til liðs við hreyfinguna eins og gengur og gerist.“ Bjarkey segist eiga eftir að heyra í sínu baklandi, sínu fólki og kortleggja stöðuna. Hún segir að það muni verða fljótlega. Spurð hvort hún sé búin að ræða við Katrínu Jakobsdóttur formann, sem hún hefur verið afar handgengin, segir Bjarkey: „Ég er auðvitað búin að tala við mitt nánasta fólk.“ Ætlar að taka sæti á lista Uppfært 13:35 Bjarkey tilkynnti nú rétt í þessu, á Facebooksíðu sinni, að hún ætli að þiggja 2. sæti á lista. Þar segir hún: „Ég neita því ekki að niðurstaða forvalsins var sannarlega óvænt. Um leið og ég þakka öllum þeim sem studdu mig til forystu vil ég tilkynna að ég hyggst taka annað sætið á listanum. Ég óska Óla Halldórssyni til hamingju með fyrsta sætið og öllum hinum sem hlutu kosningu og hlakka til að vinna með þeim og öllum okkar góðu félögum í Norðausturkjördæmi.“ Ég neita því ekki að niðurstaða forvalsins var sannarlega óvænt. Um leið og ég þakka öllum þeim sem studdu mig til...Posted by Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir on Miðvikudagur, 17. febrúar 2021
Norðausturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Tengdar fréttir Tólf gefa kost á sér í forvali VG í Norðausturkjördæmi Alls hafa tólf manns gefið kost á sér í forvali Vinstri grænna um fimm efstu sætin á lista flokksins fyrir þingkosningar næsta haust. Forvalið verður rafrænt og haldið 13. til 15. febrúar næstkomandi. 26. janúar 2021 09:58 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Tólf gefa kost á sér í forvali VG í Norðausturkjördæmi Alls hafa tólf manns gefið kost á sér í forvali Vinstri grænna um fimm efstu sætin á lista flokksins fyrir þingkosningar næsta haust. Forvalið verður rafrænt og haldið 13. til 15. febrúar næstkomandi. 26. janúar 2021 09:58