Lögmæti framboðs Orra dregið í efa Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2021 14:01 Orri Hlöðversson, formaður Breiðabliks í viðtali. vísir/skjáskot Samkvæmt minnisblaði lögfræðings er framboð Orra Hlöðverssonar til formanns Íslensks toppfótbolta ólöglegt. Miðað við það virðist formannsstóllinn blasa við eina mótframbjóðanda Orra, Geir Þorsteinssyni, en ekki eru öll kurl komin til grafar. Íslenskur toppfótbolti eru hagsmunasamtök knattspyrnufélaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna á Íslandi. Samtökin halda aðalfund á morgun þar sem Víkingurinn Haraldur Haraldsson lætur af embætti formanns eftir fjögurra ára starf. Formaður ÍTF situr jafnframt í stjórn Knattspyrnusambands Íslands. Útlit var fyrir að Geir og Orri, sem hefur lengi starfað fyrir Breiðablik og er jafnframt forstjóri Frumherja hf., myndu berjast um þau 27 atkvæði sem í boði eru á morgun. Fyrst þarf þó að fá botn í mál sem veldur titringi í knattspyrnuhreyfingunni. Einn viðmælenda Vísis orðaði það þannig að yrði Orri kjörinn formaður á morgun væru forsendur fyrir áframhaldandi starfi samtakanna brostnar. Samkvæmt sáttmála aðildarfélaga ÍTF má í mesta lagi einn fulltrúi frá hverju félagi sitja í stjórn samtakanna hverju sinni. Hvert aðildarfélag getur boðið fram einn fulltrúa í stjórn og stjórnarmenn eru kjörnir til tveggja ára í senn. Auk formanns sitja sex í stjórn og er Helgi Aðalsteinsson úr Breiðabliki einn þeirra, eftir að hafa verið kosinn í fyrra, og ætti hann því að sitja eitt ár í viðbót hið minnsta. Málið tekið fyrir á aðalfundi á morgun Orri er formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks og getur því ekki setið í stjórn á sama tíma og Helgi. Miðað við minnisblað eins lögfræðings, sem stjórn ÍTF kallaði eftir og Vísir hefur undir höndum, myndi ekki heldur ganga upp að Orri byði sig fram með fyrirvara um að Helgi myndi víkja sæti, eins og Blikar hafa lagt upp með. Er í minnisblaðinu til að mynda bent á að í því fælist ósanngirni fyrir önnur félög sem fyrir eigi fulltrúa í stjórn, sem skilji reglurnar þannig að það hafi engan tilgang að bjóða fram annan fulltrúa félagsins í stjórn eða til formanns. Það er hins vegar mat Orra og Haraldar, fráfarandi formanns ÍTF, að málið sé ekki svo einfalt. Haraldur segir við Vísi að niðurstaðan úr samræðum og minnispunktum frá lögfræðingum sé sú að taka verði málið fyrir á aðalfundinum á morgun og fá úr því skorið hvað sé rétt að gera. Það sé aðalfundurinn sem fari með æðsta vald samtakanna, eins og fram kemur í 5. grein samþykkta og sáttmála aðildarfélaga ÍTF. Úr samþykktum og sáttamála aðildarfélaga ÍTF. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Íslenskur toppfótbolti eru hagsmunasamtök knattspyrnufélaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna á Íslandi. Samtökin halda aðalfund á morgun þar sem Víkingurinn Haraldur Haraldsson lætur af embætti formanns eftir fjögurra ára starf. Formaður ÍTF situr jafnframt í stjórn Knattspyrnusambands Íslands. Útlit var fyrir að Geir og Orri, sem hefur lengi starfað fyrir Breiðablik og er jafnframt forstjóri Frumherja hf., myndu berjast um þau 27 atkvæði sem í boði eru á morgun. Fyrst þarf þó að fá botn í mál sem veldur titringi í knattspyrnuhreyfingunni. Einn viðmælenda Vísis orðaði það þannig að yrði Orri kjörinn formaður á morgun væru forsendur fyrir áframhaldandi starfi samtakanna brostnar. Samkvæmt sáttmála aðildarfélaga ÍTF má í mesta lagi einn fulltrúi frá hverju félagi sitja í stjórn samtakanna hverju sinni. Hvert aðildarfélag getur boðið fram einn fulltrúa í stjórn og stjórnarmenn eru kjörnir til tveggja ára í senn. Auk formanns sitja sex í stjórn og er Helgi Aðalsteinsson úr Breiðabliki einn þeirra, eftir að hafa verið kosinn í fyrra, og ætti hann því að sitja eitt ár í viðbót hið minnsta. Málið tekið fyrir á aðalfundi á morgun Orri er formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks og getur því ekki setið í stjórn á sama tíma og Helgi. Miðað við minnisblað eins lögfræðings, sem stjórn ÍTF kallaði eftir og Vísir hefur undir höndum, myndi ekki heldur ganga upp að Orri byði sig fram með fyrirvara um að Helgi myndi víkja sæti, eins og Blikar hafa lagt upp með. Er í minnisblaðinu til að mynda bent á að í því fælist ósanngirni fyrir önnur félög sem fyrir eigi fulltrúa í stjórn, sem skilji reglurnar þannig að það hafi engan tilgang að bjóða fram annan fulltrúa félagsins í stjórn eða til formanns. Það er hins vegar mat Orra og Haraldar, fráfarandi formanns ÍTF, að málið sé ekki svo einfalt. Haraldur segir við Vísi að niðurstaðan úr samræðum og minnispunktum frá lögfræðingum sé sú að taka verði málið fyrir á aðalfundinum á morgun og fá úr því skorið hvað sé rétt að gera. Það sé aðalfundurinn sem fari með æðsta vald samtakanna, eins og fram kemur í 5. grein samþykkta og sáttmála aðildarfélaga ÍTF. Úr samþykktum og sáttamála aðildarfélaga ÍTF.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira