NBA dagsins: Antetokounmpo segir engan heimsendi að tapa fjórum leikjum í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2021 14:30 Giannis Antetokounmpo fer ekki á taugum þótt illa gangi hjá Milwaukee Bucks um þessar mundir. getty/Christian Petersen Þrátt fyrir að Milwaukee Bucks hafi tapað fjórum leikjum í fyrsta sinn í tvö ár segir leikmaður liðsins, Giannis Antetokounmpo, enga ástæðu til að örvænta. Milwaukee tapaði fyrir Toronto Raptors á heimavelli í nótt, 113-124. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2019 sem Milwaukee tapar fjórum leikjum í röð. Liðið tapaði þá síðustu fjórum leikjunum í úrslitum Austurdeildarinnar fyrir Toronto eftir að hafa unnið fyrstu tvo leikina í einvíginu. Antetokounmpo segist eðlilega vera pirraður eftir slæmu gengi Milwaukee en segist ekki hafa stórar áhyggjur. Milwaukee fær tækifæri til að svara fyrir sig strax á morgun þegar liðið mætir Toronto aftur. „Við höfum tapað fjórum leikjum í röð en erum ekki á heimleið. Þetta er ekki úrslitakeppnin. En auðvitað er þetta svekkjandi. Við viljum vinna, sérstaklega svona stóra leiki,“ sagði Antetokounmpo. „Við verðum að líta á björtu hliðarnar. Við fáum annað tækifæri á morgun. Við þurfum að bæta okkur og þetta er enginn heimsendir.“ Antetokounmpo átti sjálfur mjög góðan leik í nótt; skoraði 34 stig, tók tíu fráköst, gaf átta stoðsendingar, stal boltanum fimm sinnum og varði tvö skot. Eins og svo oft áður í vetur átti Milwaukee í vandræðum í 4. leikhluta í nótt. Antetokounmpo og félagar hafa tapað öllum níu leikjum sínum þar sem þeir hafa verið undir fyrir 4. leikhlutann. Toronto vann síðustu fimm mínútur leiksins í nótt, 12-4. Fred VanVleet skoraði 33 stig fyrir Toronto sem er að koma til eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Pascal Siakam skoraði 23 stig og tók þrettán fráköst. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Milwaukee og Toronto, Phoenix Suns og Brooklyn Nets, Boston Celtics og Denver Nuggets auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 17. febrúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Harden leiddi sögulega endurkomu Brooklyn í fjarveru hinna stjarnanna Brooklyn Nets stöðvaði sex leikja sigurgöngu Phoenix Suns þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn vann fjögurra stiga sigur, 124-128. 17. febrúar 2021 07:31 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Sjá meira
Milwaukee tapaði fyrir Toronto Raptors á heimavelli í nótt, 113-124. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2019 sem Milwaukee tapar fjórum leikjum í röð. Liðið tapaði þá síðustu fjórum leikjunum í úrslitum Austurdeildarinnar fyrir Toronto eftir að hafa unnið fyrstu tvo leikina í einvíginu. Antetokounmpo segist eðlilega vera pirraður eftir slæmu gengi Milwaukee en segist ekki hafa stórar áhyggjur. Milwaukee fær tækifæri til að svara fyrir sig strax á morgun þegar liðið mætir Toronto aftur. „Við höfum tapað fjórum leikjum í röð en erum ekki á heimleið. Þetta er ekki úrslitakeppnin. En auðvitað er þetta svekkjandi. Við viljum vinna, sérstaklega svona stóra leiki,“ sagði Antetokounmpo. „Við verðum að líta á björtu hliðarnar. Við fáum annað tækifæri á morgun. Við þurfum að bæta okkur og þetta er enginn heimsendir.“ Antetokounmpo átti sjálfur mjög góðan leik í nótt; skoraði 34 stig, tók tíu fráköst, gaf átta stoðsendingar, stal boltanum fimm sinnum og varði tvö skot. Eins og svo oft áður í vetur átti Milwaukee í vandræðum í 4. leikhluta í nótt. Antetokounmpo og félagar hafa tapað öllum níu leikjum sínum þar sem þeir hafa verið undir fyrir 4. leikhlutann. Toronto vann síðustu fimm mínútur leiksins í nótt, 12-4. Fred VanVleet skoraði 33 stig fyrir Toronto sem er að koma til eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Pascal Siakam skoraði 23 stig og tók þrettán fráköst. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Milwaukee og Toronto, Phoenix Suns og Brooklyn Nets, Boston Celtics og Denver Nuggets auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 17. febrúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Harden leiddi sögulega endurkomu Brooklyn í fjarveru hinna stjarnanna Brooklyn Nets stöðvaði sex leikja sigurgöngu Phoenix Suns þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn vann fjögurra stiga sigur, 124-128. 17. febrúar 2021 07:31 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Sjá meira
Harden leiddi sögulega endurkomu Brooklyn í fjarveru hinna stjarnanna Brooklyn Nets stöðvaði sex leikja sigurgöngu Phoenix Suns þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn vann fjögurra stiga sigur, 124-128. 17. febrúar 2021 07:31