Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2021 17:01 Mjög kalt hefur verið í Texas og víðar. AP/LM Otero Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. Milljónir eru án rafmagns og hita og minnst tuttugu hafa dáið. Þar á meðal ein fjölskylda sem bjó í nágrenni Houston í Texas. Þau köfnuðu vegna koltvísýringseitrunar frá bíl í bílskúr þeirra. Þau voru að hlýja sér í bílnum. Önnur fjölskylda kafnaði frá eldi sem þau höfðu kveikt í eldstæði á heimili þeirra. Fjölmargir hafa þurft að fara á sjúkrahús vegna koltvísýringseitrunar þar sem fólk hefur ítrekað kveikt elda á heimilum sínum. Bara í Harrissýslu, þar sem Houston er, hafa rúmlega 300 þurft á sjúkrahús. Þetta kuldakast er til komið vegna heimskautalægðarinnar svokölluðu, sem heldur sig iðulega á heimskautasvæðinu, eins og nafnið gefur til kynna. Lægð þessi hefur nú verið að færa sig sunnar á bóginn og haldið sig þar lengur en gengur og gerist. Vísindamenn segja það afleiðingu veðurfarsbreytinga og að mögulega muni kuldaköstum sem þessum fara fjölgandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni spá veðurfræðingar því að lægðin færist norðaustur annað kvöld. Undirbúningur vegna þessa stendur nú yfir allt frá Baltimore til Boston. Íhaldsmenn í Texas og víðar um Bandaríkin hafa bent fingrum sínum á umhverfisvæna orkugjafa eins og vind- og sólarorku og rafmagnsleysið sé þeim orkugjöfum að kenna. Það er í grunninn ekki rétt. Eins og bent er á í grein AP og í grein Washington Post um þessar ásakanir út í umhverfisvæna orkugjafa, þá er það rétt að ráðamenn í Texas hafi auki vægi þeirra í raforkukerfi ríkisins. Allt frá tíu til 25 prósent rafmagns Texas er nú tilkomið vegna vindorku. Orkustofnun Texas, ERCOT, gaf það út í gær að um rafmagnskerfi ríkisins væri um 46 þúsund megtavöttum undir hámarksframleiðslu og var það vegna kuldakastsins. Þar af vantaði um 30 þúsund MV upp á hjá orkuverum sem reiða á kol, gas og kjarnorku og um sextán þúsund MV hjá vindorkuverum. Í grein Houston Chronicle segir segir að rafmagnskerfi Texas sé vel undirbúið fyrir hitabylgjur, þegar notkun hækkar verulega. Það sama megi ekki segja um kuldaköst. Framleiðsla ríkisins á olíu hafi dregist saman um tvær milljónir tunna á dag og framleiðsla á náttúrugasi um sjö rúmfet á dag. Ekki hafi því reynst mögulegt að keyra orkuver á fullum afköstum. Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Minnst ellefu látnir vegna aftakaveðurs Minnst ellefu hafa látist í suðurríkjum Bandaríkjanna vegna kulda og snjókomu. Þrír létust og tíu slösuðust eftir að hvirfilbylur reið yfir í Norður-Karólínu í morgun. Björgunaraðgerðir eru enn í gangi. 16. febrúar 2021 18:22 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Milljónir eru án rafmagns og hita og minnst tuttugu hafa dáið. Þar á meðal ein fjölskylda sem bjó í nágrenni Houston í Texas. Þau köfnuðu vegna koltvísýringseitrunar frá bíl í bílskúr þeirra. Þau voru að hlýja sér í bílnum. Önnur fjölskylda kafnaði frá eldi sem þau höfðu kveikt í eldstæði á heimili þeirra. Fjölmargir hafa þurft að fara á sjúkrahús vegna koltvísýringseitrunar þar sem fólk hefur ítrekað kveikt elda á heimilum sínum. Bara í Harrissýslu, þar sem Houston er, hafa rúmlega 300 þurft á sjúkrahús. Þetta kuldakast er til komið vegna heimskautalægðarinnar svokölluðu, sem heldur sig iðulega á heimskautasvæðinu, eins og nafnið gefur til kynna. Lægð þessi hefur nú verið að færa sig sunnar á bóginn og haldið sig þar lengur en gengur og gerist. Vísindamenn segja það afleiðingu veðurfarsbreytinga og að mögulega muni kuldaköstum sem þessum fara fjölgandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni spá veðurfræðingar því að lægðin færist norðaustur annað kvöld. Undirbúningur vegna þessa stendur nú yfir allt frá Baltimore til Boston. Íhaldsmenn í Texas og víðar um Bandaríkin hafa bent fingrum sínum á umhverfisvæna orkugjafa eins og vind- og sólarorku og rafmagnsleysið sé þeim orkugjöfum að kenna. Það er í grunninn ekki rétt. Eins og bent er á í grein AP og í grein Washington Post um þessar ásakanir út í umhverfisvæna orkugjafa, þá er það rétt að ráðamenn í Texas hafi auki vægi þeirra í raforkukerfi ríkisins. Allt frá tíu til 25 prósent rafmagns Texas er nú tilkomið vegna vindorku. Orkustofnun Texas, ERCOT, gaf það út í gær að um rafmagnskerfi ríkisins væri um 46 þúsund megtavöttum undir hámarksframleiðslu og var það vegna kuldakastsins. Þar af vantaði um 30 þúsund MV upp á hjá orkuverum sem reiða á kol, gas og kjarnorku og um sextán þúsund MV hjá vindorkuverum. Í grein Houston Chronicle segir segir að rafmagnskerfi Texas sé vel undirbúið fyrir hitabylgjur, þegar notkun hækkar verulega. Það sama megi ekki segja um kuldaköst. Framleiðsla ríkisins á olíu hafi dregist saman um tvær milljónir tunna á dag og framleiðsla á náttúrugasi um sjö rúmfet á dag. Ekki hafi því reynst mögulegt að keyra orkuver á fullum afköstum.
Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Minnst ellefu látnir vegna aftakaveðurs Minnst ellefu hafa látist í suðurríkjum Bandaríkjanna vegna kulda og snjókomu. Þrír létust og tíu slösuðust eftir að hvirfilbylur reið yfir í Norður-Karólínu í morgun. Björgunaraðgerðir eru enn í gangi. 16. febrúar 2021 18:22 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55
Minnst ellefu látnir vegna aftakaveðurs Minnst ellefu hafa látist í suðurríkjum Bandaríkjanna vegna kulda og snjókomu. Þrír létust og tíu slösuðust eftir að hvirfilbylur reið yfir í Norður-Karólínu í morgun. Björgunaraðgerðir eru enn í gangi. 16. febrúar 2021 18:22