Fylkismenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik. Arnór Borg Guðjohnsen skoraði á elleftu mínútu og varnarmaðurinn Orri Sveinn Stefánsson tvöfaldaði forystuna fyrir hlé.
Óskar Borgþórsson kom Fylki í 3-0 í upphafi síðari hálfleiks en Eyþórarnir í liði ÍBV; Eyþór Orri Ómarsson og Eyþór Daði Kjartansson löguðu stöðuna fyrir leikslok. Lokatölur 3-2.
Þetta var fyrsti leikur beggja liða í Lengjubikarnum en úrslit og markaskorarar eru fengnir frá Fótbolti.net.