„Þá braut hann flösku á höfðinu á mér og barði mig aftur og aftur” Stefán Árni Pálsson skrifar 18. febrúar 2021 14:30 Sara rak á sínum tíma tískufataverslunina Nakta Apann. Sara María Júlíusdóttir fatahönnuður og lífsstílsráðgjafi starfaði lengi sem fatahönnuður og rak meðal annars Nakta Apann og seldi síðar fiskleður á alþjóðamarkað frá Sauðárkróki. Sara er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Á síðustu árum hefur hún tekið alveg nýja beygju í lífinu eftir ferð til Mið-Ameríku og vinnur nú að því að kaupa hótel í Guatemala. Það var líkamsárás í miðbænum sem Sara segir að hafi verið vendipunktur í að breyta lífi sínu Sara var í röð fyrir utan veitingastað með vinkonu sinni, þegar upp kom orðaskak milli vinkonunnar og tveggja ungra manna. „Annar þeirra var orðinn rosalega reiður við vinkonu mína og þegar hún sagði honum að hann mætti kalla sig ljótu nafni einu sinni enn réðist hann á hana og ég reyndi að ná honum af henni. Þá braut hann flösku á höfðinu á mér og barði mig aftur og aftur með henni. Ég var öll skorin eftir þetta og það þurfti að sauma mörg spor og höndin sem ég vinn með var það illa farin að ég gat ekki notað hana. Ég man að ég vaknaði daginn eftir árásina og hugsaði svo sterkt: „Hvað ertu að gera við líf þitt”. Það er oft talað um að fólk sem sé ekki að hlusta á hvað lífið er að reyna að segja því þurfti harkalega vakningu og það var svo sannarlega tilfellið í mínu tilviki. Ég trúi því að ég hefði ekki lent í þessu slysi ef ég hefði ekki verið svona veik af meðvirkni og hlustað betur á hvað lífið var að reyna að segja mér. Ég ákvað þennan dag að taka út hveiti, sykur, áfengi og fréttamiðla. Sykurinn og hveitið hélt í 2 ár, en áfengið og fréttamiðlarnir hafa haldist úti síðan þá.” Svakalega meðvirk Sara segir í þættinum frá tímabilinu þegar hún var í rekstri í miðbænum og segist á þeim tíma mögulega hafa verið einhvers konar Íslandsmeistari í meðvirkni. „Ég bjó á Laugaveginum á þessum tíma og stundaði það að keyra niður Laugaveginn og leita að útlendingum sem vantaði gistingu. Svo bauð ég þeim að gista hjá mér svo þau þyrftu ekki að borga fyrir hótelherbergi, svo var ég með samviskubit yfir því að vera inni á þeim, þó að ég væri inni á mínu eigin heimili. Þetta er náttúrulega rosalega langt leidd meðvirkni. Þetta var magnað tímabil og mikil gerjun í alls konar hlutum og mikil listsköpun í rýmum víða um bæinn. En ég var svo svakalega meðvirk að það hlaut á endanum að koma niður á rekstrinum. Nakti Apinn var lifandi og flæðandi sköpunarrými og ofsalega skemmtilegt tímabil. Ég vildi búa til þannig rými fyrir mig og aðra og margt í því var mjög flott, en ég var með svo mikinn ótta og skömm gagnvart peningum að það gat ekki endað vel að vera í rekstri. Ég var alin upp við að fólk sem ætti peninga væri vont, en fátæka fólkið væri auðmjúkt og gott og það var lifandi í mér á þessum tíma. Ég gat í raun varla tekið á móti peningum og ég var svo geðsjúk af meðvirkni að það var vandræðalegt. Ef það kom fólk í búðina og sýndi áhuga á einhverju bauð ég strax mikinn afslátt án þess að neinn hefði beðið um það. Svo fékk ég fólk til að sjá um peningamálin fyrir mig og lenti trekk í trekk í því að það fólk stal svo af mér og ég var alltaf jafn hissa og vorkenndi mér, en sé núna að þetta var það sem ég kallaði til mín. Ég var eiginlega bara með skilti á enninu sem sagði, vantar þig pening? Komdu að vinna fyrir mig. Þú getur stungið undan! Ég á ekki eftir að þora að segja neitt.” Sara segist ekki hafa þorað inn á heimabankann í tvö ár. „Það var manneskja að sjá um það og ég var svo óttaslegin við að skoða stöðuna að ég bara þorði ekki inn á heimabankann. Svo endaði það bara með gjaldþroti, sem var rosalega erfitt og ég endaði hjá umboðsmanni skuldara í mörg ár. Núna er ég búin að laga þetta samband mitt við peninga og þá hefur þetta allt saman gjörbreyst.” Hún segist líka hafa keyrt sig eins og maskínu á þessum árum, sem gat ekki endað vel. „Það var bara harkan sex og þeir hæfustu lifa af. Ég var með íbúð á efri hæðinni fyrir ofan búðina og ég var með rúm inni í vinnustofu og börnin sofnuðu oft þar af því að ég var yfirleitt að vinna til 3 á næturnar. Ég vildi vinna eins mikið og hratt og ég gat, drakk rosalega mikið kaffi og vildi bara ná sem mestu út úr vélinni. Með því að borða sem minnst og drekka mikið kaffi gat ég keyrt mig áfram, en ég sé það núna hvað ég var svakalega gróf og harkaleg við sjálfa mig. Ég var ekki í neinni tengingu við þarfirnar mínar á þessum tíma og sé það rosalega skýrt núna. Hvort sem það er hvíld, næring, að vera séð og heyrð fyrir það sem ég er. Ég var bara þar að mér fannst ég alveg getað sofið úti á götu ef þess þyrfti. Vildi bara keyra þetta allt saman áfram.” Í þættinum ræða Sölvi og Sara um magnaða vegferð Söru, notkun ofskynjunarlyfja í meðferðartilgangi, meðvirkni, leiðir til að sigrast á ótta og margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Á síðustu árum hefur hún tekið alveg nýja beygju í lífinu eftir ferð til Mið-Ameríku og vinnur nú að því að kaupa hótel í Guatemala. Það var líkamsárás í miðbænum sem Sara segir að hafi verið vendipunktur í að breyta lífi sínu Sara var í röð fyrir utan veitingastað með vinkonu sinni, þegar upp kom orðaskak milli vinkonunnar og tveggja ungra manna. „Annar þeirra var orðinn rosalega reiður við vinkonu mína og þegar hún sagði honum að hann mætti kalla sig ljótu nafni einu sinni enn réðist hann á hana og ég reyndi að ná honum af henni. Þá braut hann flösku á höfðinu á mér og barði mig aftur og aftur með henni. Ég var öll skorin eftir þetta og það þurfti að sauma mörg spor og höndin sem ég vinn með var það illa farin að ég gat ekki notað hana. Ég man að ég vaknaði daginn eftir árásina og hugsaði svo sterkt: „Hvað ertu að gera við líf þitt”. Það er oft talað um að fólk sem sé ekki að hlusta á hvað lífið er að reyna að segja því þurfti harkalega vakningu og það var svo sannarlega tilfellið í mínu tilviki. Ég trúi því að ég hefði ekki lent í þessu slysi ef ég hefði ekki verið svona veik af meðvirkni og hlustað betur á hvað lífið var að reyna að segja mér. Ég ákvað þennan dag að taka út hveiti, sykur, áfengi og fréttamiðla. Sykurinn og hveitið hélt í 2 ár, en áfengið og fréttamiðlarnir hafa haldist úti síðan þá.” Svakalega meðvirk Sara segir í þættinum frá tímabilinu þegar hún var í rekstri í miðbænum og segist á þeim tíma mögulega hafa verið einhvers konar Íslandsmeistari í meðvirkni. „Ég bjó á Laugaveginum á þessum tíma og stundaði það að keyra niður Laugaveginn og leita að útlendingum sem vantaði gistingu. Svo bauð ég þeim að gista hjá mér svo þau þyrftu ekki að borga fyrir hótelherbergi, svo var ég með samviskubit yfir því að vera inni á þeim, þó að ég væri inni á mínu eigin heimili. Þetta er náttúrulega rosalega langt leidd meðvirkni. Þetta var magnað tímabil og mikil gerjun í alls konar hlutum og mikil listsköpun í rýmum víða um bæinn. En ég var svo svakalega meðvirk að það hlaut á endanum að koma niður á rekstrinum. Nakti Apinn var lifandi og flæðandi sköpunarrými og ofsalega skemmtilegt tímabil. Ég vildi búa til þannig rými fyrir mig og aðra og margt í því var mjög flott, en ég var með svo mikinn ótta og skömm gagnvart peningum að það gat ekki endað vel að vera í rekstri. Ég var alin upp við að fólk sem ætti peninga væri vont, en fátæka fólkið væri auðmjúkt og gott og það var lifandi í mér á þessum tíma. Ég gat í raun varla tekið á móti peningum og ég var svo geðsjúk af meðvirkni að það var vandræðalegt. Ef það kom fólk í búðina og sýndi áhuga á einhverju bauð ég strax mikinn afslátt án þess að neinn hefði beðið um það. Svo fékk ég fólk til að sjá um peningamálin fyrir mig og lenti trekk í trekk í því að það fólk stal svo af mér og ég var alltaf jafn hissa og vorkenndi mér, en sé núna að þetta var það sem ég kallaði til mín. Ég var eiginlega bara með skilti á enninu sem sagði, vantar þig pening? Komdu að vinna fyrir mig. Þú getur stungið undan! Ég á ekki eftir að þora að segja neitt.” Sara segist ekki hafa þorað inn á heimabankann í tvö ár. „Það var manneskja að sjá um það og ég var svo óttaslegin við að skoða stöðuna að ég bara þorði ekki inn á heimabankann. Svo endaði það bara með gjaldþroti, sem var rosalega erfitt og ég endaði hjá umboðsmanni skuldara í mörg ár. Núna er ég búin að laga þetta samband mitt við peninga og þá hefur þetta allt saman gjörbreyst.” Hún segist líka hafa keyrt sig eins og maskínu á þessum árum, sem gat ekki endað vel. „Það var bara harkan sex og þeir hæfustu lifa af. Ég var með íbúð á efri hæðinni fyrir ofan búðina og ég var með rúm inni í vinnustofu og börnin sofnuðu oft þar af því að ég var yfirleitt að vinna til 3 á næturnar. Ég vildi vinna eins mikið og hratt og ég gat, drakk rosalega mikið kaffi og vildi bara ná sem mestu út úr vélinni. Með því að borða sem minnst og drekka mikið kaffi gat ég keyrt mig áfram, en ég sé það núna hvað ég var svakalega gróf og harkaleg við sjálfa mig. Ég var ekki í neinni tengingu við þarfirnar mínar á þessum tíma og sé það rosalega skýrt núna. Hvort sem það er hvíld, næring, að vera séð og heyrð fyrir það sem ég er. Ég var bara þar að mér fannst ég alveg getað sofið úti á götu ef þess þyrfti. Vildi bara keyra þetta allt saman áfram.” Í þættinum ræða Sölvi og Sara um magnaða vegferð Söru, notkun ofskynjunarlyfja í meðferðartilgangi, meðvirkni, leiðir til að sigrast á ótta og margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira