Ætla að lenda á Mars í kvöld Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. febrúar 2021 14:01 Hér má sjá Þrautseigju á Mars. Eða öllu heldur tölvuteikningu af jeppanum enda er hann ekki kominn niður á plánetuna. AP/NASA Þrautseigja, nýjasti Mars-jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, á að lenda á Mars stuttu fyrir klukkan níu í kvöld. Hálft ár er frá því jeppanum var skotið á loft. Lendingin er erfiðasti áfangi ferðarinnar. Jeppinn þarf að hægja allsvakalega á sér, en þegar hann fer sem hraðast fer hann um tuttugu þúsund kílómetra á klukkustund. Á þeim hraða gæti maður keyrt frá Reykjavík til Akureyrar á rúmri mínútu. Þrautseigja, eða Perserverance á ensku, á að komast inn í lofthjúp rauðu plánetunnar klukkan 20.48. Sjö mínútum síðar er áætluð lending í Jezero-gígnum. Hvað finnur jeppinn? Það sem er einna áhugaverðast við lendinguna er annars vegar hversu miklum búnaði jeppinn er útbúinn og hins vegar það hvar hann lendir. Þetta er þróaðasta tækið sem NASA hefur sent á Mars. Jeppinn er útbúinn fjölda myndavéla, borvéla og hljóðnema. Þessi tæki munu öll nýtast vel við að skila upplýsingum aftur heim til jarðar. Og það er nóg af áhugaverðum upplýsingum sem gætu fundist í Jezero-gígnum. Gervihnattarmyndir benda til þess að þar hafi áður verið stærðarinnar stöðuvatn. Eins og blaðamaður breska ríkisútvarpsins orðar það þá getur það vel verið að þar sem vatn var í miklu magni hafi líf verið líka. Þrautseigja mun því skoða jarðveginn í von um að finna ummerki um fornar örverur. Erfitt verkefni Breska ríkisútvarpið hafði eftir Matt Wallace, einum af stjórnendum verkefnisins, að lendingar á Mars séu eitt það allra erfiðasta sem geimvísindamenn fengist við. „Næstum helmingur allra lendinga á Mars hefur mistekist. Þannig það verður ansi strembið að komast niður á plánetuna á öruggan hátt.“ NASA hefur náð átta sinnum að lenda á rauðu plánetunni. Mars Vísindi Geimurinn Tækni Bandaríkin Tengdar fréttir Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Lendingin er erfiðasti áfangi ferðarinnar. Jeppinn þarf að hægja allsvakalega á sér, en þegar hann fer sem hraðast fer hann um tuttugu þúsund kílómetra á klukkustund. Á þeim hraða gæti maður keyrt frá Reykjavík til Akureyrar á rúmri mínútu. Þrautseigja, eða Perserverance á ensku, á að komast inn í lofthjúp rauðu plánetunnar klukkan 20.48. Sjö mínútum síðar er áætluð lending í Jezero-gígnum. Hvað finnur jeppinn? Það sem er einna áhugaverðast við lendinguna er annars vegar hversu miklum búnaði jeppinn er útbúinn og hins vegar það hvar hann lendir. Þetta er þróaðasta tækið sem NASA hefur sent á Mars. Jeppinn er útbúinn fjölda myndavéla, borvéla og hljóðnema. Þessi tæki munu öll nýtast vel við að skila upplýsingum aftur heim til jarðar. Og það er nóg af áhugaverðum upplýsingum sem gætu fundist í Jezero-gígnum. Gervihnattarmyndir benda til þess að þar hafi áður verið stærðarinnar stöðuvatn. Eins og blaðamaður breska ríkisútvarpsins orðar það þá getur það vel verið að þar sem vatn var í miklu magni hafi líf verið líka. Þrautseigja mun því skoða jarðveginn í von um að finna ummerki um fornar örverur. Erfitt verkefni Breska ríkisútvarpið hafði eftir Matt Wallace, einum af stjórnendum verkefnisins, að lendingar á Mars séu eitt það allra erfiðasta sem geimvísindamenn fengist við. „Næstum helmingur allra lendinga á Mars hefur mistekist. Þannig það verður ansi strembið að komast niður á plánetuna á öruggan hátt.“ NASA hefur náð átta sinnum að lenda á rauðu plánetunni.
Mars Vísindi Geimurinn Tækni Bandaríkin Tengdar fréttir Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02
Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31