Fleiri flugvélar lentu á Akureyri en á Keflavíkurflugvelli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 21:01 Það hefur sjaldan verið eins tómlegt á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegum hefur fækkað enn frekar undanfarnar vikur. Nú ráfa nokkrir tugir og kannski í mestu örfá hundruð farþega um flugstöðina á meðan það voru þúsundir og jafnvel upp í tugþúsundir manna á ferð á hverjum degi. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Isavia er heildarfjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll í þessum mánuði tæplega 6.200 manns. Það er um þrjú prósent af farþegafjöldanum á sama tíma fyrir ári þegar um 220 þúsund manns höfðu farið um völlinn. Breytingin hefur skiljanlega haft mikil áhrif á rekstraraðila í Leifsstöð en þar er aðeins einn veitingastaður opinn og nokkrar verslanir. Lítið hefur verið um komufarþega á Keflavíkurflugvelli síðustu daga. Stöð 2/Hafsteinn Komufarþegum hefur fækkað gríðarlega en til að mynda lenti ein flugvél á Keflavíkurflugvelli í dag en fjórar á Akureyrarflugvelli. Frá 11. til 17. febrúar komu um ellefu hundruð manns til landsins. Langfæstir komu á fimmtudeginum 11. febrúar eða 70 manns en flestir síðasta laugardag eða um 300 manns. Alls lentu flugvélar 27 sinnum á vellinum á tímabilinu en á Akureyrarflugvelli lentu flugvélar 31 sinni á sama tíma. Óljóst hvort hertar aðgerðir dragi enn frekar úr fjölda farþega Aðeins einn af átta veitingastöðum á Keflavíkurflugvelli er nú opinn en frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi í mars á síðasta ári hafa flestir veitingastaðir þar verið meira og minna lokaðir. Þá eru fimm af níu verslunum á vellinum opnar. Erfitt er að spá fyrir um hvort hertar aðgerðir á landamærum muni draga enn frekar úr fjölda farþega næstu vikur. Sóttvarnarlæknir sagði til að mynda á upplýsingafundi almannavarna í dag að þrátt fyrir hertar aðgerðir þá væru þær vægari en víða annars staðar. „Þannig að ekki er hægt að segja með sanni að Ísland sé með hörðustu aðgerðir á landamærum í Evrópu nema síður sé. Ef eitthvað er þá held ég að aðgerðir hér séu með þeim vægari í Evrópu,” sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag. Lokað í nærri heilt ár Optical Studio hefur rekið gleraugnaverslun í Leifsstöð í 22 ár en sú verslun hefur verið lokuð í að verða heilt ár. „Við lokuðum um miðjan mars og opnuðum í nokkra daga með haustinu en það er búið að vera lokað síðan,“ segir Kjartan Bragi Kristjánsson, eigandi Optical Studio. Hann segir að verslunin hafi orðið fyrir töluverðu tekjufalli og að segja hafi þurft starfsfólki en á móti komi að sala hafi aukist í verslunum Optical Studio á höfuðborgarsvæðinu. „Um 80 til 90 þúsund manns eru núna heima sem hefðu annars verið í útlöndum og það fólk hefur svo sannarlega komið til okkar, þannig að útlitið er ekki eins slæmt og það fyrst leit út. Við getum bara vel við unað miðað við aðstæður en við höfum misst alla erlenda ferðamenn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Verslun Reykjanesbær Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir „Erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að aukið eftirlit með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli hafi meðal leitt til þess að fjölmargir panti leigubíl niður í bæ í Keflavík þangað sem ættingjar sækja þá. 18. febrúar 2021 12:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Isavia er heildarfjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll í þessum mánuði tæplega 6.200 manns. Það er um þrjú prósent af farþegafjöldanum á sama tíma fyrir ári þegar um 220 þúsund manns höfðu farið um völlinn. Breytingin hefur skiljanlega haft mikil áhrif á rekstraraðila í Leifsstöð en þar er aðeins einn veitingastaður opinn og nokkrar verslanir. Lítið hefur verið um komufarþega á Keflavíkurflugvelli síðustu daga. Stöð 2/Hafsteinn Komufarþegum hefur fækkað gríðarlega en til að mynda lenti ein flugvél á Keflavíkurflugvelli í dag en fjórar á Akureyrarflugvelli. Frá 11. til 17. febrúar komu um ellefu hundruð manns til landsins. Langfæstir komu á fimmtudeginum 11. febrúar eða 70 manns en flestir síðasta laugardag eða um 300 manns. Alls lentu flugvélar 27 sinnum á vellinum á tímabilinu en á Akureyrarflugvelli lentu flugvélar 31 sinni á sama tíma. Óljóst hvort hertar aðgerðir dragi enn frekar úr fjölda farþega Aðeins einn af átta veitingastöðum á Keflavíkurflugvelli er nú opinn en frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi í mars á síðasta ári hafa flestir veitingastaðir þar verið meira og minna lokaðir. Þá eru fimm af níu verslunum á vellinum opnar. Erfitt er að spá fyrir um hvort hertar aðgerðir á landamærum muni draga enn frekar úr fjölda farþega næstu vikur. Sóttvarnarlæknir sagði til að mynda á upplýsingafundi almannavarna í dag að þrátt fyrir hertar aðgerðir þá væru þær vægari en víða annars staðar. „Þannig að ekki er hægt að segja með sanni að Ísland sé með hörðustu aðgerðir á landamærum í Evrópu nema síður sé. Ef eitthvað er þá held ég að aðgerðir hér séu með þeim vægari í Evrópu,” sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag. Lokað í nærri heilt ár Optical Studio hefur rekið gleraugnaverslun í Leifsstöð í 22 ár en sú verslun hefur verið lokuð í að verða heilt ár. „Við lokuðum um miðjan mars og opnuðum í nokkra daga með haustinu en það er búið að vera lokað síðan,“ segir Kjartan Bragi Kristjánsson, eigandi Optical Studio. Hann segir að verslunin hafi orðið fyrir töluverðu tekjufalli og að segja hafi þurft starfsfólki en á móti komi að sala hafi aukist í verslunum Optical Studio á höfuðborgarsvæðinu. „Um 80 til 90 þúsund manns eru núna heima sem hefðu annars verið í útlöndum og það fólk hefur svo sannarlega komið til okkar, þannig að útlitið er ekki eins slæmt og það fyrst leit út. Við getum bara vel við unað miðað við aðstæður en við höfum misst alla erlenda ferðamenn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Verslun Reykjanesbær Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir „Erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að aukið eftirlit með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli hafi meðal leitt til þess að fjölmargir panti leigubíl niður í bæ í Keflavík þangað sem ættingjar sækja þá. 18. febrúar 2021 12:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
„Erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að aukið eftirlit með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli hafi meðal leitt til þess að fjölmargir panti leigubíl niður í bæ í Keflavík þangað sem ættingjar sækja þá. 18. febrúar 2021 12:17