Viggó Kristjánsson var að venju allt í öllu í liði Stuttgart í kvöld er liðið heimsóttti Goppingen en liðið var ekki alveg á sömu blaðsíðu. Það fór svo að Goppingen vann leikinn með tíu marka mun, 27-17.
Viggó skoraði sjö af 17 mörkum Stuttgart í kvöld. Elvar Ásgeirsson komst ekki á blað hjá Stuttgart og Gunnar Steinn Jónsson komst heldur ekki á blað hjá Goppingen.
Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað er Melsungen vann Leipzig með þriggja marka mun, lokatölur 31-28.
Goppingen er í 6. sæti með 21 stig, Melsungen er í 10. sæti með 17 stig og Stuttgart er í 11. sæti, einnig með 17 stig.