Perserverance lent á Mars Sylvía Hall skrifar 18. febrúar 2021 21:20 Tölvuteikning af Perserverance á yfirborði Mars. Vélmennið hefur nú lent á plánetunni. AP/NASA Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni. „Lending er staðfest! Perseverance hefur lent heilt á húfi á yfirborði Mars,“ sagði Swati Mohan eftir lendinguna, en hún hafði yfirumsjón með ferð vélmennisins til Mars. Mikil fagnaðarlæti brutust út í stjórnstöð NASA í Pasadena í Kaliforníu-ríki en það hafði tekið tæplega tólf mínútur fyrir merki frá vélmenninu að berast til jarðar. Næstu tvö árin mun vélmennið safna jarðvegssýnum og leita að mögulegum vísbendingum um líf sem gæti hafa verið á plánetunni. Vísindamenn telja líklegt að ef líf hafi verið á Mars, þá hafi það verið fyrir þremur til fjórum milljörðum ára síðan þegar vatn rann enn á plánetunni. Bestu sýnin mun vélmennið undirbúa fyrir flutning aftur til jarðarinnar á næstu árum. Tövluteikning af lendingu Perseverance.Vísir/NASA Þróaðasta vélmenni sem hefur lent á Mars Perseverance, eða Percy eins og vélmennið er oft kallað, er stærsta og þróaðasta vélmenni sem NASA hefur sent til Mars en jafnframt það níunda sem lendir þar. Því var skotið á loft þann 30. júlí á síðasta ári. Með í för er annað vélmenni, Ingenuity, sem er lítil þyrla sem reynt verður að fljúga um Mars. Ekki er vitað hvort það takist, en þyrlan er tæp tvö kíló og með fjóra 1,2 metra langa spaða sem snúast um 2.400 sinnum á mínútu, eða átta sinnum hraðar en hefðbundnir þyrluspaðar. Takist að fjúga Ingenuity, myndi það opna á möguleikann á því að senda frekari fljúgandi vélmenni til Mars í framtíðinni og jafnvel þyrlur sem hægt væri að nota til að ferja búnað frá einum lendingarstað til annars. Geimurinn Mars Bandaríkin Vísindi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
„Lending er staðfest! Perseverance hefur lent heilt á húfi á yfirborði Mars,“ sagði Swati Mohan eftir lendinguna, en hún hafði yfirumsjón með ferð vélmennisins til Mars. Mikil fagnaðarlæti brutust út í stjórnstöð NASA í Pasadena í Kaliforníu-ríki en það hafði tekið tæplega tólf mínútur fyrir merki frá vélmenninu að berast til jarðar. Næstu tvö árin mun vélmennið safna jarðvegssýnum og leita að mögulegum vísbendingum um líf sem gæti hafa verið á plánetunni. Vísindamenn telja líklegt að ef líf hafi verið á Mars, þá hafi það verið fyrir þremur til fjórum milljörðum ára síðan þegar vatn rann enn á plánetunni. Bestu sýnin mun vélmennið undirbúa fyrir flutning aftur til jarðarinnar á næstu árum. Tövluteikning af lendingu Perseverance.Vísir/NASA Þróaðasta vélmenni sem hefur lent á Mars Perseverance, eða Percy eins og vélmennið er oft kallað, er stærsta og þróaðasta vélmenni sem NASA hefur sent til Mars en jafnframt það níunda sem lendir þar. Því var skotið á loft þann 30. júlí á síðasta ári. Með í för er annað vélmenni, Ingenuity, sem er lítil þyrla sem reynt verður að fljúga um Mars. Ekki er vitað hvort það takist, en þyrlan er tæp tvö kíló og með fjóra 1,2 metra langa spaða sem snúast um 2.400 sinnum á mínútu, eða átta sinnum hraðar en hefðbundnir þyrluspaðar. Takist að fjúga Ingenuity, myndi það opna á möguleikann á því að senda frekari fljúgandi vélmenni til Mars í framtíðinni og jafnvel þyrlur sem hægt væri að nota til að ferja búnað frá einum lendingarstað til annars.
Geimurinn Mars Bandaríkin Vísindi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira