„Óaðfinnanlegt svar“ eftir áfallið fyrir norðan Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2021 21:52 Arnar Daði Arnarsson hefur gert flotta hluti með lið Gróttu hingað til. vísir/hulda margrét „Sjitt, þetta er svo mikill léttir,“ segir Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, og röddin er við það að bresta. Það er engum vafa undirorpið hve mikla þýðingu það hefur fyrir hann og hans menn að hafa unnið Fram í kvöld. Grótta er nýliði í Olís-deildinni og hinn 28 ára gamli Arnar Daði að þreyta frumraun sína sem þjálfari í efstu deild. Liðið tapaði fyrir hinum nýliðunum, Þór, í algjörum lykilleik á Akureyri á sunnudaginn en svaraði því með 30-27 sigri á Fram í kvöld, sem kom liðinu á ný í þriggja stiga fjarlægð frá Þór í fallbaráttunni. Fyrir fólk sem kann að lifa sig inn í íþróttir er því ekki að undra að það hafi glatt þjálfarann unga mikið að sjá frammistöðu sinna manna í kvöld, eftir að hann gagnrýndi lið sitt umbúðalaust eftir tapið á Akureyri. Geðshræringin var mikil: „Maður lifir og deyr fyrir þetta sport. Þó að það sé ekkert að því að tapa einum leik á móti Þór þá var þetta mikið áfall fyrir okkur, ég get alveg viðurkennt það. En hvernig strákarnir svöruðu þessu og hafa svarað mörgum orustum í vetur… þetta er ólýsanlegt,“ segir Arnar Daði. Skulduðum Stebba þennan sigur „Þetta er búin að vera erfið vika, en svarið hjá strákunum var óaðfinnanlegt. Þó að við fáum á okkur 27 mörk þá var varnarleikurinn frábær – Stebbi (Stefán Huldar Stefánsson) með 22 varin skot í markinu. Miðað við hans frammistöðu í vetur þá skulduðum við honum þennan sigur. Við áttum svör við nánast öllu sóknarlega, nema þá helst undir lokin þegar menn urðu eitthvað stressaðir. Við hljótum að læra af því. Við höfum verið í spennutrylli leik eftir leik í vetur, og loksins unnum við þá baráttu,“ segir Arnar Daði. Staðan var 15-10, Fram í vil, eftir tuttugu mínútna leik en það sló Gróttu ekki út af laginu. „Nei, sem betur fer ekki. Það hefði auðvitað alveg getað gerst. Við fórum í 7 á 6 í sóknarleiknum sem gekk fullkomlega upp. Við vorum búnir að æfa það mikið núna. Þó að við höfum notað 7 á 6 talsvert í leikjum þá höfum við ekki lagt mikið upp með það á æfingum, en það var meðvituð ákvörðun að nota þetta í þessum leik. Svo var Gunni Dan skiljanlega sprunginn í seinni hálfleik, eftir alla þessa baráttu varnarlega og sóknarlega, svo við þurftum að fara úr því um miðbik seinni hálfleiks en þá stigu menn bara upp,“ segir Arnar Daði. Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Fram 30-27 | Grótta nálgast Fram eftir sterkan sigur Grótta lenti 15-10 undir gegn Fram en vann að lokum 30-27 sigur þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta á Seltjarnarnesi í kvöld. 18. febrúar 2021 21:00 Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira
Grótta er nýliði í Olís-deildinni og hinn 28 ára gamli Arnar Daði að þreyta frumraun sína sem þjálfari í efstu deild. Liðið tapaði fyrir hinum nýliðunum, Þór, í algjörum lykilleik á Akureyri á sunnudaginn en svaraði því með 30-27 sigri á Fram í kvöld, sem kom liðinu á ný í þriggja stiga fjarlægð frá Þór í fallbaráttunni. Fyrir fólk sem kann að lifa sig inn í íþróttir er því ekki að undra að það hafi glatt þjálfarann unga mikið að sjá frammistöðu sinna manna í kvöld, eftir að hann gagnrýndi lið sitt umbúðalaust eftir tapið á Akureyri. Geðshræringin var mikil: „Maður lifir og deyr fyrir þetta sport. Þó að það sé ekkert að því að tapa einum leik á móti Þór þá var þetta mikið áfall fyrir okkur, ég get alveg viðurkennt það. En hvernig strákarnir svöruðu þessu og hafa svarað mörgum orustum í vetur… þetta er ólýsanlegt,“ segir Arnar Daði. Skulduðum Stebba þennan sigur „Þetta er búin að vera erfið vika, en svarið hjá strákunum var óaðfinnanlegt. Þó að við fáum á okkur 27 mörk þá var varnarleikurinn frábær – Stebbi (Stefán Huldar Stefánsson) með 22 varin skot í markinu. Miðað við hans frammistöðu í vetur þá skulduðum við honum þennan sigur. Við áttum svör við nánast öllu sóknarlega, nema þá helst undir lokin þegar menn urðu eitthvað stressaðir. Við hljótum að læra af því. Við höfum verið í spennutrylli leik eftir leik í vetur, og loksins unnum við þá baráttu,“ segir Arnar Daði. Staðan var 15-10, Fram í vil, eftir tuttugu mínútna leik en það sló Gróttu ekki út af laginu. „Nei, sem betur fer ekki. Það hefði auðvitað alveg getað gerst. Við fórum í 7 á 6 í sóknarleiknum sem gekk fullkomlega upp. Við vorum búnir að æfa það mikið núna. Þó að við höfum notað 7 á 6 talsvert í leikjum þá höfum við ekki lagt mikið upp með það á æfingum, en það var meðvituð ákvörðun að nota þetta í þessum leik. Svo var Gunni Dan skiljanlega sprunginn í seinni hálfleik, eftir alla þessa baráttu varnarlega og sóknarlega, svo við þurftum að fara úr því um miðbik seinni hálfleiks en þá stigu menn bara upp,“ segir Arnar Daði.
Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Fram 30-27 | Grótta nálgast Fram eftir sterkan sigur Grótta lenti 15-10 undir gegn Fram en vann að lokum 30-27 sigur þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta á Seltjarnarnesi í kvöld. 18. febrúar 2021 21:00 Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Fram 30-27 | Grótta nálgast Fram eftir sterkan sigur Grótta lenti 15-10 undir gegn Fram en vann að lokum 30-27 sigur þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta á Seltjarnarnesi í kvöld. 18. febrúar 2021 21:00