Hálfníu og níu hjá Borginni Jóhanna Thorsteinson skrifar 19. febrúar 2021 08:01 Sem íbúi í Reykjavíkurborg hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna grenndargámarnir í hverfinu mínu sé ekki þrifnir oftar en raun ber vitni um. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti nú ekki bara að labba mig út og taka til hendinni. Veit raunar að nágrannar mínir á níræðisaldri hafa það fyrir sið að taka það verk sér fyrir hendi í daglegum göngutúrum sínum þegar þeim ofbýður. Um leið eru þeir að tína upp sígarettustubbana neðan við blokkina okkar, en þeir eru ófáir. Auðvitað eigum við íbúðaeigendurnir að þrífa okkar blett. Í gær,18. febrúar, var mikil veðurblíða í borginni. Ég fór í gönguferð um hverfið mitt. Mér blöskraði uppsafnaður haugur af haustlaufinu sem hægt og rólega var í sínu eðlilega ferli að rotna niður og verða hægt og bítandi að gróðurmold. Af þessu er sjónmengun og sóðaskapur, auk þess sem svona rotnandi lanir af gróðri er mjög hálar og sleipar ef stigið er á þær. Ég hringdi því í borgina 411 1000 og bað um samtal við umhverfisfulltrúa. „Hvern þeirra?” svaraði stúlkan á skiptiborðinu. „Þann sem fer fyrir þessum málaflokki” svara ég. „Þeir eru svo margir” svarar stúlkan. „Nú?” spyr ég. „Er enginn sem er yfir þessum málaflokki?” „Ja, það er þá……” svarar stúlkan. Ég hugsa með mér, hvað ætli vinni margir í þessum málaflokki? Og hvað ætli séu margir fulltrúarnir? Upphátt spyr ég hvort ég geti þá ekki fengið að tala við einhvern þessarra fullrúa. Nei, er svarað hinum megin á línunni. Þeir taka bara símann á milli half níu og níu. Nú? Spyr ég… er allur þessi hópur þá við símann bara í hálftíma á dag? Já svarar stúlkan, en þú getur sent inn erindi og þeir svara venjulega mjög fljótt. Stundum hringja þeir í folk…. Og eru þið sem starfið við skiptiborð allan daginn að upplýsa folk um að fulltrúarnir séu bara við milli hálfníu og níu? Já svaraði blessuð stúlkan. Mér verður orða vant. Veiztu segi ég, það er sem sagt auðveldara að ná í borgarfulltrúa en embættismenn og starfsfólk og fulltrúa í vinnu hjá Reykjavíkurborg. Þeir svara nefnilega símanum yfirleitt alla daga og öll kvöld. Stúlkunni á línu borgarinnar verður svarafátt. Já það getur kannski verið… Sennilega hefði ég átt að hringja í hverfamiðstöðina í mínu hverfi. En, ég geri ráð fyrir að þar sé bara unnið eftir fyrirmælum að ofan…og í toppinn er ekki hægt að ná nema á milli hálfníu og níu á daginn. Óski borgarbúi eftir fundi með borgarstjóranum sínum, þá er ekki á vísan að róa með slíkt erindi. Í fyrsta lagi þarf að biðja um samtal. Sennilega í gegnum ritara hans. Síðan velur hann úr þau símtöl eða fundi með borgarbúanum eftir því hvort hann vill svara eða ekki. Eða hann vísar erindinu áfram á viðeigandi “fulltrúa” innan borgarkerfisins. Ætli starfsmannafjöldinn á launaskrá hjá Reykjavíkurborg nemi ekki nærri tíuþúsund manns. En aðgengi að þessu ágæta fólki virðist vera milli hálfníu og níu…. Ætli svo taki ekki við snöggur kaffitími og þá fundir frá kl. 10:00?? Hádegisverður og síðan taki fleiri fundir við, fram eftir degi. Hver er framlegðin í þessu hafi starfsfólks? Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Sem íbúi í Reykjavíkurborg hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna grenndargámarnir í hverfinu mínu sé ekki þrifnir oftar en raun ber vitni um. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti nú ekki bara að labba mig út og taka til hendinni. Veit raunar að nágrannar mínir á níræðisaldri hafa það fyrir sið að taka það verk sér fyrir hendi í daglegum göngutúrum sínum þegar þeim ofbýður. Um leið eru þeir að tína upp sígarettustubbana neðan við blokkina okkar, en þeir eru ófáir. Auðvitað eigum við íbúðaeigendurnir að þrífa okkar blett. Í gær,18. febrúar, var mikil veðurblíða í borginni. Ég fór í gönguferð um hverfið mitt. Mér blöskraði uppsafnaður haugur af haustlaufinu sem hægt og rólega var í sínu eðlilega ferli að rotna niður og verða hægt og bítandi að gróðurmold. Af þessu er sjónmengun og sóðaskapur, auk þess sem svona rotnandi lanir af gróðri er mjög hálar og sleipar ef stigið er á þær. Ég hringdi því í borgina 411 1000 og bað um samtal við umhverfisfulltrúa. „Hvern þeirra?” svaraði stúlkan á skiptiborðinu. „Þann sem fer fyrir þessum málaflokki” svara ég. „Þeir eru svo margir” svarar stúlkan. „Nú?” spyr ég. „Er enginn sem er yfir þessum málaflokki?” „Ja, það er þá……” svarar stúlkan. Ég hugsa með mér, hvað ætli vinni margir í þessum málaflokki? Og hvað ætli séu margir fulltrúarnir? Upphátt spyr ég hvort ég geti þá ekki fengið að tala við einhvern þessarra fullrúa. Nei, er svarað hinum megin á línunni. Þeir taka bara símann á milli half níu og níu. Nú? Spyr ég… er allur þessi hópur þá við símann bara í hálftíma á dag? Já svarar stúlkan, en þú getur sent inn erindi og þeir svara venjulega mjög fljótt. Stundum hringja þeir í folk…. Og eru þið sem starfið við skiptiborð allan daginn að upplýsa folk um að fulltrúarnir séu bara við milli hálfníu og níu? Já svaraði blessuð stúlkan. Mér verður orða vant. Veiztu segi ég, það er sem sagt auðveldara að ná í borgarfulltrúa en embættismenn og starfsfólk og fulltrúa í vinnu hjá Reykjavíkurborg. Þeir svara nefnilega símanum yfirleitt alla daga og öll kvöld. Stúlkunni á línu borgarinnar verður svarafátt. Já það getur kannski verið… Sennilega hefði ég átt að hringja í hverfamiðstöðina í mínu hverfi. En, ég geri ráð fyrir að þar sé bara unnið eftir fyrirmælum að ofan…og í toppinn er ekki hægt að ná nema á milli hálfníu og níu á daginn. Óski borgarbúi eftir fundi með borgarstjóranum sínum, þá er ekki á vísan að róa með slíkt erindi. Í fyrsta lagi þarf að biðja um samtal. Sennilega í gegnum ritara hans. Síðan velur hann úr þau símtöl eða fundi með borgarbúanum eftir því hvort hann vill svara eða ekki. Eða hann vísar erindinu áfram á viðeigandi “fulltrúa” innan borgarkerfisins. Ætli starfsmannafjöldinn á launaskrá hjá Reykjavíkurborg nemi ekki nærri tíuþúsund manns. En aðgengi að þessu ágæta fólki virðist vera milli hálfníu og níu…. Ætli svo taki ekki við snöggur kaffitími og þá fundir frá kl. 10:00?? Hádegisverður og síðan taki fleiri fundir við, fram eftir degi. Hver er framlegðin í þessu hafi starfsfólks? Höfundur er Reykvíkingur.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar