Innlent

Sakaður um að brjóta á konu sem var undir áhrifum svefnlyfja

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn er sakaður um að hafa brotið á konunni í apríl 2018.
Maðurinn er sakaður um að hafa brotið á konunni í apríl 2018. Vísir/Egill

Karlmaður nokkur sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir húsbrot og nauðgun með því að hafa aðfaranótt föstudagsins 20. apríl 2018 ruðst í heimildarleysi inn í íbúð konu í Reykjavík og haft við hana önnur kynferðismök en samræði án hennar samþykkis. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum.

Karlmaðurinn er sakaður um að hafa farið inn í íbúðina þar sem konan lá sofandi í sófa í stofu íbúðarinnar. Honum er gefið að sök að hafa klætt konuna úr nærbuxunum, káfað og sleikt kynfæri hennar og notfært sé að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og áhrifa svefnlyfs.

Gerð er einkaréttarkrafa fyrir hönd konunnar um miskabætur að upphæð þrjár milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×