„Ég ætla ekki að svara þessari spurningu aftur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 11:06 FKA Twigs á Brit-verðlaunum í febrúar í fyrra. Getty/Jim Dyson Breska tónlistarkonan FKA Twigs segir að ekki eigi að spyrja þolendur heimilisofbeldis að því hvers vegna þeir hættu ekki fyrr í sambandi með ofbeldismanninum. Frekar eigi að spyrja þann sem beiti ofbeldi hvers vegna hann haldi manneskju í gíslingu með ofbeldi. Þetta kom fram í viðtali við FKA Twigs í sjónvarpsþættinum CBS This Morning í gær þar sem hún ræddi í fyrsta skipti opinberlega um samband sitt við bandaríska leikarann Shia LeBeouf eftir að hún kærði hann fyrir heimilisofbeldi í desember síðastliðnum. Twigs og LeBeouf voru í sambandi í tæpt ár, frá því um mitt ár 2018 þar til í maí 2019. Í viðtalinu við CBS sagði Twigs að í fyrstu hefði LeBeouf sýnt henni mikla ást og jafnvel of mikla. Hún sagðist telja að hann hefði verið að reyna á mörk hennar; það væri til að mynda dæmi um ákveðið markaleysi að klifra yfir girðinguna heima hjá henni til að skilja eftir blóm fyrir utan útidyrahurðina. watch on YouTube „Hann setti mig á stall, sagði mér að ég væri stórkostleg, sýndi mér alltof mikla ást bara til þess að berja mig svo niður af þeim stalli, segja mér að ég væri einskis virði, gagnrýna mig, hella sér yfir mig og tæta mig í sundur,“ sagði Twigs. Gayle King, einn umsjónarmanna CBS This Morning, spurði Twigs, raunar hikandi og veltandi því fyrir sér hvort spurning væri óviðeigandi, hvers vegna hún hefði ekki farið fyrr frá LeBeouf. „Ég veit að spurningin kemur frá góðum stað en ég ætla bara að taka afstöðu og segja að ég ætla ekki að svara þessari spurningu aftur. Spurningin ætti nefnilega miklu frekar að vera til ofbeldismannsins: Af hverju heldurðu einhverjum í gíslingu með ofbeldi? Fólk segir að þetta geti ekki hafa verið svo slæmt af því þú fórst ekki. En það er málið, vegna þess hversu slæmt þetta var þá gat ég ekki farið,“ sagði Twigs. Vill ekki að aðrir þolendur upplifi sig jafn eina og hún gerði Hún kvaðst hafa ákveðið að segja frá hvernig samband hennar og LeBeouf var svo aðrir þolendur heimilisofbeldis myndu ekki upplifa sig eins eina og hún gerði. Þá hafi líf hennar breyst eftir að hún kærði. „Ég gat ekki afborið þetta lengur. Ég var að brotna. Núna finnst mér eins og ég hafi látið truflunina hans í hans hendur og hún er hans mál.“ Þegar New York Times greindi fyrst frá kæru Twigs sagði LeBeouf í tölvupósti til blaðsins að hann hefði engar afsakanir fyrir alkóhólisma sínum og árásargirni, aðeins réttlætingar. Þá hefði hann komið hrottalega fram við sjálfan sig og alla í kringum sig. Hann leitaði sér í kjölfarið hjálpar en LeBeouf hefur einnig neitað ásökunum Twigs í gegnum talsmenn sína. Tónlist Heimilisofbeldi Bandaríkin Tengdar fréttir FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28 FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28 Erfitt að meðtaka að hún væri í ofbeldissambandi Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. 13. desember 2020 09:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við FKA Twigs í sjónvarpsþættinum CBS This Morning í gær þar sem hún ræddi í fyrsta skipti opinberlega um samband sitt við bandaríska leikarann Shia LeBeouf eftir að hún kærði hann fyrir heimilisofbeldi í desember síðastliðnum. Twigs og LeBeouf voru í sambandi í tæpt ár, frá því um mitt ár 2018 þar til í maí 2019. Í viðtalinu við CBS sagði Twigs að í fyrstu hefði LeBeouf sýnt henni mikla ást og jafnvel of mikla. Hún sagðist telja að hann hefði verið að reyna á mörk hennar; það væri til að mynda dæmi um ákveðið markaleysi að klifra yfir girðinguna heima hjá henni til að skilja eftir blóm fyrir utan útidyrahurðina. watch on YouTube „Hann setti mig á stall, sagði mér að ég væri stórkostleg, sýndi mér alltof mikla ást bara til þess að berja mig svo niður af þeim stalli, segja mér að ég væri einskis virði, gagnrýna mig, hella sér yfir mig og tæta mig í sundur,“ sagði Twigs. Gayle King, einn umsjónarmanna CBS This Morning, spurði Twigs, raunar hikandi og veltandi því fyrir sér hvort spurning væri óviðeigandi, hvers vegna hún hefði ekki farið fyrr frá LeBeouf. „Ég veit að spurningin kemur frá góðum stað en ég ætla bara að taka afstöðu og segja að ég ætla ekki að svara þessari spurningu aftur. Spurningin ætti nefnilega miklu frekar að vera til ofbeldismannsins: Af hverju heldurðu einhverjum í gíslingu með ofbeldi? Fólk segir að þetta geti ekki hafa verið svo slæmt af því þú fórst ekki. En það er málið, vegna þess hversu slæmt þetta var þá gat ég ekki farið,“ sagði Twigs. Vill ekki að aðrir þolendur upplifi sig jafn eina og hún gerði Hún kvaðst hafa ákveðið að segja frá hvernig samband hennar og LeBeouf var svo aðrir þolendur heimilisofbeldis myndu ekki upplifa sig eins eina og hún gerði. Þá hafi líf hennar breyst eftir að hún kærði. „Ég gat ekki afborið þetta lengur. Ég var að brotna. Núna finnst mér eins og ég hafi látið truflunina hans í hans hendur og hún er hans mál.“ Þegar New York Times greindi fyrst frá kæru Twigs sagði LeBeouf í tölvupósti til blaðsins að hann hefði engar afsakanir fyrir alkóhólisma sínum og árásargirni, aðeins réttlætingar. Þá hefði hann komið hrottalega fram við sjálfan sig og alla í kringum sig. Hann leitaði sér í kjölfarið hjálpar en LeBeouf hefur einnig neitað ásökunum Twigs í gegnum talsmenn sína.
Tónlist Heimilisofbeldi Bandaríkin Tengdar fréttir FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28 FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28 Erfitt að meðtaka að hún væri í ofbeldissambandi Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. 13. desember 2020 09:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28
FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28
Erfitt að meðtaka að hún væri í ofbeldissambandi Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. 13. desember 2020 09:36