Föstudagsplaylisti Sigtryggs Bergs Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 19. febrúar 2021 15:20 Sigtryggur heldur sig við vínyl og CD. Sabine Listamaðurinn Sigtryggur Berg Sigmarsson, sem hefur ekki lagt í að kaupa sér Spotify áskrift af ótta við að gefa þá efnislega miðla upp á bátinn, safnaði í lagalista úr fjarlægum afkimum veitunnar sænsku. Hann myndar meðal annars tilraunatónlistardúóið Stilluppsteypu ásamt Helga Thorssyni, en þeir voru einnig báðir meðlimir rafglapasveitarinnar Evil Madness ásamt Jóhanni Jóhannssyni, DJ Musician og BJ Nilsen. Sigtryggur býr út í Þýskalandi og starfar þar við myndlist sína og tónlist. Von er á nýrri sólóplötu frá honum eftir um tvær vikur. Platan heitir SHIP 2020 og er „afmælisplata“ fyrir fyrstu sólóplötu hans sem kom út árið 2001 og heitir SHIP. „[Platan] er semsagt ekki endurútgáfa af fyrstu plötunni heldur alveg nýtt efni sem tekur upp þráðinn þar sem SHIP endaði fyrir 20 árum.“ Sigtryggur er djúpkafari í tónlistargrúski sem og í kvikmyndaglápi, eins og meðlimir facebook-grúppu hans „Költ og gríðarlega undarlegar kvikmyndir“ þekkja. Fimm laganna sem hann gróf upp á Spotify reyndust til að mynda ekki vera til á miðlinum þegar uppi var staðið. Eitt þeirra var til í þýskri koverútgáfu þó að orginalinn vantaði. „Hollywood Seven er upprunalega eftir Hollendinginn Alides Hidding sem svo Juliane Werding kóveraði með þýskum texta. Geggjað lag sem var korteri við það að verða hít en varð svo ekki. En gott að koverið hennar Juliane sé allavega á listanum,“ segir Sigtryggur. Mikil Eydís er í listanum, meðal annars í formi ítaló diskós og járnkeðju leðurhetjurokks, en úrvalið er þó fjölbreytt. Hægt er að leggja við hlustir hér að neðan. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hann myndar meðal annars tilraunatónlistardúóið Stilluppsteypu ásamt Helga Thorssyni, en þeir voru einnig báðir meðlimir rafglapasveitarinnar Evil Madness ásamt Jóhanni Jóhannssyni, DJ Musician og BJ Nilsen. Sigtryggur býr út í Þýskalandi og starfar þar við myndlist sína og tónlist. Von er á nýrri sólóplötu frá honum eftir um tvær vikur. Platan heitir SHIP 2020 og er „afmælisplata“ fyrir fyrstu sólóplötu hans sem kom út árið 2001 og heitir SHIP. „[Platan] er semsagt ekki endurútgáfa af fyrstu plötunni heldur alveg nýtt efni sem tekur upp þráðinn þar sem SHIP endaði fyrir 20 árum.“ Sigtryggur er djúpkafari í tónlistargrúski sem og í kvikmyndaglápi, eins og meðlimir facebook-grúppu hans „Költ og gríðarlega undarlegar kvikmyndir“ þekkja. Fimm laganna sem hann gróf upp á Spotify reyndust til að mynda ekki vera til á miðlinum þegar uppi var staðið. Eitt þeirra var til í þýskri koverútgáfu þó að orginalinn vantaði. „Hollywood Seven er upprunalega eftir Hollendinginn Alides Hidding sem svo Juliane Werding kóveraði með þýskum texta. Geggjað lag sem var korteri við það að verða hít en varð svo ekki. En gott að koverið hennar Juliane sé allavega á listanum,“ segir Sigtryggur. Mikil Eydís er í listanum, meðal annars í formi ítaló diskós og járnkeðju leðurhetjurokks, en úrvalið er þó fjölbreytt. Hægt er að leggja við hlustir hér að neðan.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira