Pétur lést í maímánuði í fyrra en í þættinum Um land allt á Stöð 2, sem fjallar um mannlíf á Árskógsströnd, lýsir Svanfríður því hvernig þau hjónin breyttu gömlu fjósi og hesthúsi á jörðinni Selá í gistiheimili. Í allri uppbyggingu fylgdu þau ákveðinni hugmyndafræði sem gengur út á endurnýtingu.

Í myndskeiði sem hér fylgir hittum við einnig Jón Inga Sveinsson frá Kálfskinni að störfum fyrir Byggingarfélagið Kötlu. Jón Ingi er jafnframt formaður byggðaráðs Dalvíkurbyggðar og segir okkur aðeins frá samfélaginu á Árskógsströnd en þar eru þorpin Hauganes og Árskógssandur.
„Þetta var svolítið svona íhaldssamt og gaman að því að það var mikill rígur hérna á milli þorpanna,“ segir Jón Ingi.
Hér má sjá átta mínútna kafla úr þættinum:
Hér má sjá kynningarstiklu næsta þáttar sem fjallar um samfélagið á Barðaströnd: