Sex gráðu hiti í húsinu í viku en fékk samt 900 þúsund króna rafmagnsreikning Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2021 08:31 Rafmagnsverð hækkaði gífurlega í Texas síðustu vikuna og sitja margir eftir með sárt ennið. AP/David J. Phillip Eftir gífurlega erfiða viku, nístingskulda og rafmagns- og vatnsleysi standa margir íbúar Texas í Bandaríkjunum nú frammi fyrir því að þurfa að greiða himinháa rafmagnsreikninga. Einhverjir íbúar hafa fengið reikninga fyrir allt að fimm þúsund dali, sem samsvarar tæpum 650 þúsund krónum, og er það fyrir eina viku. Minnst einn íbúi fékk 900 þúsund króna reikning. Lítið um er um lög og reglur þegar kemur að orkumarkaði Texas og bjóða orkusölur neytendum upp á að borga markaðsverð fyrir rafmagn, sem getur reynst fólki ódýrara þegar lítið álag er á kerfi ríkisins. Flestir viðskiptavinir kjósa þó að greiða fast verð. Fyrirtækin sem um ræðir vöruðu viðskiptavini sína við því um síðustu helgin að reikningarnir gætu orðið háir og voru viðskiptavinirnir jafnvel hvattir til að skipta um orkusala í hraði. Margir sem reyndu að skipta um þjónustuaðila gátu það ekki og aðrir áttu í öðrum vandræðum vegna kuldakastsins sem hefur leitt til minnst 70 dauðsfalla í Texas og nærliggjandi ríkjum og gífurlegra skemmda á innviðum. Í frétt Dallas Morning News segir að markaðsverð rafmagnsins hafi á tíma farið upp í níu þúsund dali á megavattsstund, sem þýði að rafmagn hafi kostað níu dali á kílóvattsstund, sem við venjulegar aðstæður kosti um sjö sent og jafnvel minna. Níu þúsund dalir var hámarksverð sem lög og reglur Texas leyfa og hélst verðið þar stóran hluta síðustu viku. Ráðamenn í Texas, Greg Abbott, ríkisstjóri, og þingmenn, funduðu vegna málsins í gærkvöldi og segjast þeir ætla að leita lausnar og koma til móts við íbúa Texas sem hafa fengið háa reikninga. Texans shouldn't have to face a spike in their energy costs.To quickly address this issue I held an emergency meeting today with legislative leaders to begin crafting solutions. We are working to fix this fast.#txlegehttps://t.co/qYrQq1J5ho— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) February 21, 2021 Blaðamann DMN ræddu við Karen Cosby, sem er viðskiptavinur Griddy. Hún segist hafa slökkt á rafmagninu í húsi sínu, að einu herbergi undanskildu þar sem hún hélt til með tveimur hundum sínum. Það eina sem hún hafi gert hafi verið að keyra einn hitablásara, kaffivél á morgnanna og hitað máltíðir sínar í örbylgjuofni. Þrátt fyrir að hitinn í húsinu hennar hafi verið um sex gráður alla frá því á mánudaginn, hafi hún fengið fimm þúsund dala reikning, eins og svo margir aðrir. CNN ræddi við DeAndre Upshaw, sem reyndi ítrekað að skipta um orkusölu en án árangurs. Hann sat svo uppi með sjö þúsund dala rafmagnsreikning, sem er um 900 þúsund krónur. Honum tókst að komast hjá því að greiða reikninginn í bili, með því að tengja hann við kreditkort sem var ekki í notkun en segist hafa heyrt af fólki sem hafi ekki haft tök á því og bankar hafi tekið allt fé af reikningum þeirra. Griddy er stærsta orkusala Texas. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast sömuleiðis vera að leita lausna fyrir viðskiptavini sína sem standa frammi fyrir þessum gífurlega háu reikningum. At Griddy, transparency has always been our goal. We know you are angry and so are we. Pissed, in fact. Here s what s been going down: https://t.co/6rShCYfJGu@PUCTX @ERCOT_ISO pic.twitter.com/mj43p8kG4C— Griddy (@GoGriddy) February 19, 2021 Bandaríkin Tengdar fréttir Tugir látnir vegna kuldakastsins og marga skortir neysluvatn Minnst 56 Bandaríkjamenn hafa dáið í vikunni vegna kuldakastsins sem gengið hefur yfir mið- og suðurríki Bandaríkjanna. Þar af bjuggu minnst þrjátíu í Texas, þar sem rafmagnsleysi hefur leikið íbúa grátt. 19. febrúar 2021 10:19 Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18. febrúar 2021 20:18 Verstu vetrarhörkur í manna minnum Minnst 21 hefur látist í öflugum vetrarstormum í Bandaríkjunum. Íslensk kona í Texas segir þetta verstu vetrarhörkur sem fólk man eftir á svæðinu. 17. febrúar 2021 19:31 Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Minnst einn íbúi fékk 900 þúsund króna reikning. Lítið um er um lög og reglur þegar kemur að orkumarkaði Texas og bjóða orkusölur neytendum upp á að borga markaðsverð fyrir rafmagn, sem getur reynst fólki ódýrara þegar lítið álag er á kerfi ríkisins. Flestir viðskiptavinir kjósa þó að greiða fast verð. Fyrirtækin sem um ræðir vöruðu viðskiptavini sína við því um síðustu helgin að reikningarnir gætu orðið háir og voru viðskiptavinirnir jafnvel hvattir til að skipta um orkusala í hraði. Margir sem reyndu að skipta um þjónustuaðila gátu það ekki og aðrir áttu í öðrum vandræðum vegna kuldakastsins sem hefur leitt til minnst 70 dauðsfalla í Texas og nærliggjandi ríkjum og gífurlegra skemmda á innviðum. Í frétt Dallas Morning News segir að markaðsverð rafmagnsins hafi á tíma farið upp í níu þúsund dali á megavattsstund, sem þýði að rafmagn hafi kostað níu dali á kílóvattsstund, sem við venjulegar aðstæður kosti um sjö sent og jafnvel minna. Níu þúsund dalir var hámarksverð sem lög og reglur Texas leyfa og hélst verðið þar stóran hluta síðustu viku. Ráðamenn í Texas, Greg Abbott, ríkisstjóri, og þingmenn, funduðu vegna málsins í gærkvöldi og segjast þeir ætla að leita lausnar og koma til móts við íbúa Texas sem hafa fengið háa reikninga. Texans shouldn't have to face a spike in their energy costs.To quickly address this issue I held an emergency meeting today with legislative leaders to begin crafting solutions. We are working to fix this fast.#txlegehttps://t.co/qYrQq1J5ho— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) February 21, 2021 Blaðamann DMN ræddu við Karen Cosby, sem er viðskiptavinur Griddy. Hún segist hafa slökkt á rafmagninu í húsi sínu, að einu herbergi undanskildu þar sem hún hélt til með tveimur hundum sínum. Það eina sem hún hafi gert hafi verið að keyra einn hitablásara, kaffivél á morgnanna og hitað máltíðir sínar í örbylgjuofni. Þrátt fyrir að hitinn í húsinu hennar hafi verið um sex gráður alla frá því á mánudaginn, hafi hún fengið fimm þúsund dala reikning, eins og svo margir aðrir. CNN ræddi við DeAndre Upshaw, sem reyndi ítrekað að skipta um orkusölu en án árangurs. Hann sat svo uppi með sjö þúsund dala rafmagnsreikning, sem er um 900 þúsund krónur. Honum tókst að komast hjá því að greiða reikninginn í bili, með því að tengja hann við kreditkort sem var ekki í notkun en segist hafa heyrt af fólki sem hafi ekki haft tök á því og bankar hafi tekið allt fé af reikningum þeirra. Griddy er stærsta orkusala Texas. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast sömuleiðis vera að leita lausna fyrir viðskiptavini sína sem standa frammi fyrir þessum gífurlega háu reikningum. At Griddy, transparency has always been our goal. We know you are angry and so are we. Pissed, in fact. Here s what s been going down: https://t.co/6rShCYfJGu@PUCTX @ERCOT_ISO pic.twitter.com/mj43p8kG4C— Griddy (@GoGriddy) February 19, 2021
Bandaríkin Tengdar fréttir Tugir látnir vegna kuldakastsins og marga skortir neysluvatn Minnst 56 Bandaríkjamenn hafa dáið í vikunni vegna kuldakastsins sem gengið hefur yfir mið- og suðurríki Bandaríkjanna. Þar af bjuggu minnst þrjátíu í Texas, þar sem rafmagnsleysi hefur leikið íbúa grátt. 19. febrúar 2021 10:19 Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18. febrúar 2021 20:18 Verstu vetrarhörkur í manna minnum Minnst 21 hefur látist í öflugum vetrarstormum í Bandaríkjunum. Íslensk kona í Texas segir þetta verstu vetrarhörkur sem fólk man eftir á svæðinu. 17. febrúar 2021 19:31 Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Tugir látnir vegna kuldakastsins og marga skortir neysluvatn Minnst 56 Bandaríkjamenn hafa dáið í vikunni vegna kuldakastsins sem gengið hefur yfir mið- og suðurríki Bandaríkjanna. Þar af bjuggu minnst þrjátíu í Texas, þar sem rafmagnsleysi hefur leikið íbúa grátt. 19. febrúar 2021 10:19
Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18. febrúar 2021 20:18
Verstu vetrarhörkur í manna minnum Minnst 21 hefur látist í öflugum vetrarstormum í Bandaríkjunum. Íslensk kona í Texas segir þetta verstu vetrarhörkur sem fólk man eftir á svæðinu. 17. febrúar 2021 19:31
Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01