Setjum í lög að opinberir aðilar opni bókhaldið sitt Ingimar Þór Friðriksson skrifar 21. febrúar 2021 18:02 Við þurfum að setja í lög að öll opinber fyrirtæki opni bókhaldið sitt og lýsa með hvaða hætti það skuli gert. Nú eru liðin tæplega fimm ár frá því að fyrsti opinberi aðilinn opnaði bókhaldið sitt á Íslandi og nægileg reynsla er því komin á þetta verklag. Lausnirnar eru til og við þurfum bara að innleiða þær. Undirbúningur opnunnar Þegar opnað er á opinber gögn þá þarf að meta hvort gögnin gætu innihaldið eitthvað sem brýtur lögbundinn trúnað, persónufrelsi eða önnur borgaraleg réttindi einstaklinga. Stundum þarf því að breyta gögnum áður en þau eru birt. Þetta getur verið vandasamt verk og það þarf að gæta vel að öllum sjónarmiðum. Stundum þarf einnig að flokka gögnin með öðrum hætti en gert er í frumgögnunum til að tryggja að auðveldara sé að birta gögnin. Gæta þarf þess að slíkar breytingar á gögnum séu ekki misnotaðar t.d. notaðar til að fela gögn sem valdhafinn vill ekki að almenningur sjái. Gagnsæi breytinga Aðferðir við að undirbúa gögn til birtingar þurfa því að vera skjalfestar og gagnsæjar rétt eins og gögnin sjálf. Það er ekki nóg að segjast vera með gagnsæ gögn ef ekki er gagnsæi varðandi vinnslu gagnanna. Allar skilgreiningar um leyfilegar breytingar þurfa að vera skráðar og reglulega þarf að endurmeta hvort nægilega góð ástæða sé fyrir því að breyta gögnunum á þann hátt sem gert er. Trúnaðarráð gagnsæis Best væri að einhverskonar trúnaðarráð gagnsæis, eða annar ábyrgur aðili, bæri ábyrgð á og fengið svigrúm til að meta þessa hluti og slíkt ráð fengi þá aukinn aðgang að gögnum. Trúnaðarráðið gæti þá skoðað og metið þau gögn sem ekki eru birt opinberlega vegna þessara skilgreininga um leyfilegar breytingar gagnanna. Trúnaðarráð ætti þá að staðfesta reglulega að gagnsæið sé að virka. Gagnsæið leiðir til aðhalds og umbóta í opinberum rekstri Eins og þekkt er þá er niðurstaða gagnavinnslu aldrei betri en gæði undirliggjandi gagna (garbage in, garbage out). Ef gögnin eru ekki færð inn rétt þá er ekki hægt að ætlast til þess að fá rétta niðurstöðu. Reynslan sýnir að þetta getur verið töluvert vandamál hjá opinberum aðilum. Gagnsæi gerir kröfu um að grunngögnin séu nákvæm og rétt. Auðvitað á öll gagnavinnsla hjá opinberum aðilum að vera nákvæm og rétt svona yfirhöfuð svo hægt að nýta gögnin rétt t.d. við ákvarðanatöku. Þetta er hinsvegar vandamál víða og krafan um réttleika gagna er oft ekki lykilkrafa í starfseminni. Þegar gögn eru opnuð kemur oft í ljós að gögnin eru gölluð. Gagnsæið ætti því að geta leitt til aðhalds og umbóta í opinberum rekstri. Birtingarform gagnanna Hvernig birtum við svo gögnin almenningi? Birtingarmynd gagnanna skiptir miklu máli ef almenningur á að geta nýtt sér opin gögn. Hanna þarf birtinguna með aðferðum notendamiðaðrar hönnunar. Að sjálfsögðu á einnig að vera hægt að sækja beint undirliggjandi gögn svo hver sem er geti stemmt af birtingarmynd gagnanna og útbúið sínar eigin birtingarmyndir. Byrjum á að opna bókhald RÚV Við megum ekki slaka á kröfunni um aukið aðgengi að opinberum gögnum. Við ættum að ganga lengra og setja í lög að gögn sem mega vera opin eigi að vera opin og aðgengileg. Af hverju er t.d. stofnun eins og RÚV ekki með opið bókhald? Ríkisfjölmiðill sem fer að hluta með fjórða valdið eins og stundum er sagt. Hjá RÚV væri einnig mikilvægt að sjá hvað hvert dagskrárefni kostar í framleiðslu og hverjir eru að auglýsa mest í fjölmiðlum RÚV. Ekki er nóg að sýna eingöngu ytri kostnað vegna dagskrárefnis heldur þarf einnig að færa innri kostnað á dagskrárefnið t.d. skv. aðferðum aðgerðartengdrar kostnaðarúthlutunnar (Activity Based Costing). Höfundur er með BS í tölvunarfræði og MBA gráðu, forstöðumaður upplýsingatæknideildar Kópavogsbæjar, Pírati og er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Alþingiskosningar 2021 Stjórnsýsla Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Við þurfum að setja í lög að öll opinber fyrirtæki opni bókhaldið sitt og lýsa með hvaða hætti það skuli gert. Nú eru liðin tæplega fimm ár frá því að fyrsti opinberi aðilinn opnaði bókhaldið sitt á Íslandi og nægileg reynsla er því komin á þetta verklag. Lausnirnar eru til og við þurfum bara að innleiða þær. Undirbúningur opnunnar Þegar opnað er á opinber gögn þá þarf að meta hvort gögnin gætu innihaldið eitthvað sem brýtur lögbundinn trúnað, persónufrelsi eða önnur borgaraleg réttindi einstaklinga. Stundum þarf því að breyta gögnum áður en þau eru birt. Þetta getur verið vandasamt verk og það þarf að gæta vel að öllum sjónarmiðum. Stundum þarf einnig að flokka gögnin með öðrum hætti en gert er í frumgögnunum til að tryggja að auðveldara sé að birta gögnin. Gæta þarf þess að slíkar breytingar á gögnum séu ekki misnotaðar t.d. notaðar til að fela gögn sem valdhafinn vill ekki að almenningur sjái. Gagnsæi breytinga Aðferðir við að undirbúa gögn til birtingar þurfa því að vera skjalfestar og gagnsæjar rétt eins og gögnin sjálf. Það er ekki nóg að segjast vera með gagnsæ gögn ef ekki er gagnsæi varðandi vinnslu gagnanna. Allar skilgreiningar um leyfilegar breytingar þurfa að vera skráðar og reglulega þarf að endurmeta hvort nægilega góð ástæða sé fyrir því að breyta gögnunum á þann hátt sem gert er. Trúnaðarráð gagnsæis Best væri að einhverskonar trúnaðarráð gagnsæis, eða annar ábyrgur aðili, bæri ábyrgð á og fengið svigrúm til að meta þessa hluti og slíkt ráð fengi þá aukinn aðgang að gögnum. Trúnaðarráðið gæti þá skoðað og metið þau gögn sem ekki eru birt opinberlega vegna þessara skilgreininga um leyfilegar breytingar gagnanna. Trúnaðarráð ætti þá að staðfesta reglulega að gagnsæið sé að virka. Gagnsæið leiðir til aðhalds og umbóta í opinberum rekstri Eins og þekkt er þá er niðurstaða gagnavinnslu aldrei betri en gæði undirliggjandi gagna (garbage in, garbage out). Ef gögnin eru ekki færð inn rétt þá er ekki hægt að ætlast til þess að fá rétta niðurstöðu. Reynslan sýnir að þetta getur verið töluvert vandamál hjá opinberum aðilum. Gagnsæi gerir kröfu um að grunngögnin séu nákvæm og rétt. Auðvitað á öll gagnavinnsla hjá opinberum aðilum að vera nákvæm og rétt svona yfirhöfuð svo hægt að nýta gögnin rétt t.d. við ákvarðanatöku. Þetta er hinsvegar vandamál víða og krafan um réttleika gagna er oft ekki lykilkrafa í starfseminni. Þegar gögn eru opnuð kemur oft í ljós að gögnin eru gölluð. Gagnsæið ætti því að geta leitt til aðhalds og umbóta í opinberum rekstri. Birtingarform gagnanna Hvernig birtum við svo gögnin almenningi? Birtingarmynd gagnanna skiptir miklu máli ef almenningur á að geta nýtt sér opin gögn. Hanna þarf birtinguna með aðferðum notendamiðaðrar hönnunar. Að sjálfsögðu á einnig að vera hægt að sækja beint undirliggjandi gögn svo hver sem er geti stemmt af birtingarmynd gagnanna og útbúið sínar eigin birtingarmyndir. Byrjum á að opna bókhald RÚV Við megum ekki slaka á kröfunni um aukið aðgengi að opinberum gögnum. Við ættum að ganga lengra og setja í lög að gögn sem mega vera opin eigi að vera opin og aðgengileg. Af hverju er t.d. stofnun eins og RÚV ekki með opið bókhald? Ríkisfjölmiðill sem fer að hluta með fjórða valdið eins og stundum er sagt. Hjá RÚV væri einnig mikilvægt að sjá hvað hvert dagskrárefni kostar í framleiðslu og hverjir eru að auglýsa mest í fjölmiðlum RÚV. Ekki er nóg að sýna eingöngu ytri kostnað vegna dagskrárefnis heldur þarf einnig að færa innri kostnað á dagskrárefnið t.d. skv. aðferðum aðgerðartengdrar kostnaðarúthlutunnar (Activity Based Costing). Höfundur er með BS í tölvunarfræði og MBA gráðu, forstöðumaður upplýsingatæknideildar Kópavogsbæjar, Pírati og er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun