Setjum í lög að opinberir aðilar opni bókhaldið sitt Ingimar Þór Friðriksson skrifar 21. febrúar 2021 18:02 Við þurfum að setja í lög að öll opinber fyrirtæki opni bókhaldið sitt og lýsa með hvaða hætti það skuli gert. Nú eru liðin tæplega fimm ár frá því að fyrsti opinberi aðilinn opnaði bókhaldið sitt á Íslandi og nægileg reynsla er því komin á þetta verklag. Lausnirnar eru til og við þurfum bara að innleiða þær. Undirbúningur opnunnar Þegar opnað er á opinber gögn þá þarf að meta hvort gögnin gætu innihaldið eitthvað sem brýtur lögbundinn trúnað, persónufrelsi eða önnur borgaraleg réttindi einstaklinga. Stundum þarf því að breyta gögnum áður en þau eru birt. Þetta getur verið vandasamt verk og það þarf að gæta vel að öllum sjónarmiðum. Stundum þarf einnig að flokka gögnin með öðrum hætti en gert er í frumgögnunum til að tryggja að auðveldara sé að birta gögnin. Gæta þarf þess að slíkar breytingar á gögnum séu ekki misnotaðar t.d. notaðar til að fela gögn sem valdhafinn vill ekki að almenningur sjái. Gagnsæi breytinga Aðferðir við að undirbúa gögn til birtingar þurfa því að vera skjalfestar og gagnsæjar rétt eins og gögnin sjálf. Það er ekki nóg að segjast vera með gagnsæ gögn ef ekki er gagnsæi varðandi vinnslu gagnanna. Allar skilgreiningar um leyfilegar breytingar þurfa að vera skráðar og reglulega þarf að endurmeta hvort nægilega góð ástæða sé fyrir því að breyta gögnunum á þann hátt sem gert er. Trúnaðarráð gagnsæis Best væri að einhverskonar trúnaðarráð gagnsæis, eða annar ábyrgur aðili, bæri ábyrgð á og fengið svigrúm til að meta þessa hluti og slíkt ráð fengi þá aukinn aðgang að gögnum. Trúnaðarráðið gæti þá skoðað og metið þau gögn sem ekki eru birt opinberlega vegna þessara skilgreininga um leyfilegar breytingar gagnanna. Trúnaðarráð ætti þá að staðfesta reglulega að gagnsæið sé að virka. Gagnsæið leiðir til aðhalds og umbóta í opinberum rekstri Eins og þekkt er þá er niðurstaða gagnavinnslu aldrei betri en gæði undirliggjandi gagna (garbage in, garbage out). Ef gögnin eru ekki færð inn rétt þá er ekki hægt að ætlast til þess að fá rétta niðurstöðu. Reynslan sýnir að þetta getur verið töluvert vandamál hjá opinberum aðilum. Gagnsæi gerir kröfu um að grunngögnin séu nákvæm og rétt. Auðvitað á öll gagnavinnsla hjá opinberum aðilum að vera nákvæm og rétt svona yfirhöfuð svo hægt að nýta gögnin rétt t.d. við ákvarðanatöku. Þetta er hinsvegar vandamál víða og krafan um réttleika gagna er oft ekki lykilkrafa í starfseminni. Þegar gögn eru opnuð kemur oft í ljós að gögnin eru gölluð. Gagnsæið ætti því að geta leitt til aðhalds og umbóta í opinberum rekstri. Birtingarform gagnanna Hvernig birtum við svo gögnin almenningi? Birtingarmynd gagnanna skiptir miklu máli ef almenningur á að geta nýtt sér opin gögn. Hanna þarf birtinguna með aðferðum notendamiðaðrar hönnunar. Að sjálfsögðu á einnig að vera hægt að sækja beint undirliggjandi gögn svo hver sem er geti stemmt af birtingarmynd gagnanna og útbúið sínar eigin birtingarmyndir. Byrjum á að opna bókhald RÚV Við megum ekki slaka á kröfunni um aukið aðgengi að opinberum gögnum. Við ættum að ganga lengra og setja í lög að gögn sem mega vera opin eigi að vera opin og aðgengileg. Af hverju er t.d. stofnun eins og RÚV ekki með opið bókhald? Ríkisfjölmiðill sem fer að hluta með fjórða valdið eins og stundum er sagt. Hjá RÚV væri einnig mikilvægt að sjá hvað hvert dagskrárefni kostar í framleiðslu og hverjir eru að auglýsa mest í fjölmiðlum RÚV. Ekki er nóg að sýna eingöngu ytri kostnað vegna dagskrárefnis heldur þarf einnig að færa innri kostnað á dagskrárefnið t.d. skv. aðferðum aðgerðartengdrar kostnaðarúthlutunnar (Activity Based Costing). Höfundur er með BS í tölvunarfræði og MBA gráðu, forstöðumaður upplýsingatæknideildar Kópavogsbæjar, Pírati og er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Alþingiskosningar 2021 Stjórnsýsla Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Við þurfum að setja í lög að öll opinber fyrirtæki opni bókhaldið sitt og lýsa með hvaða hætti það skuli gert. Nú eru liðin tæplega fimm ár frá því að fyrsti opinberi aðilinn opnaði bókhaldið sitt á Íslandi og nægileg reynsla er því komin á þetta verklag. Lausnirnar eru til og við þurfum bara að innleiða þær. Undirbúningur opnunnar Þegar opnað er á opinber gögn þá þarf að meta hvort gögnin gætu innihaldið eitthvað sem brýtur lögbundinn trúnað, persónufrelsi eða önnur borgaraleg réttindi einstaklinga. Stundum þarf því að breyta gögnum áður en þau eru birt. Þetta getur verið vandasamt verk og það þarf að gæta vel að öllum sjónarmiðum. Stundum þarf einnig að flokka gögnin með öðrum hætti en gert er í frumgögnunum til að tryggja að auðveldara sé að birta gögnin. Gæta þarf þess að slíkar breytingar á gögnum séu ekki misnotaðar t.d. notaðar til að fela gögn sem valdhafinn vill ekki að almenningur sjái. Gagnsæi breytinga Aðferðir við að undirbúa gögn til birtingar þurfa því að vera skjalfestar og gagnsæjar rétt eins og gögnin sjálf. Það er ekki nóg að segjast vera með gagnsæ gögn ef ekki er gagnsæi varðandi vinnslu gagnanna. Allar skilgreiningar um leyfilegar breytingar þurfa að vera skráðar og reglulega þarf að endurmeta hvort nægilega góð ástæða sé fyrir því að breyta gögnunum á þann hátt sem gert er. Trúnaðarráð gagnsæis Best væri að einhverskonar trúnaðarráð gagnsæis, eða annar ábyrgur aðili, bæri ábyrgð á og fengið svigrúm til að meta þessa hluti og slíkt ráð fengi þá aukinn aðgang að gögnum. Trúnaðarráðið gæti þá skoðað og metið þau gögn sem ekki eru birt opinberlega vegna þessara skilgreininga um leyfilegar breytingar gagnanna. Trúnaðarráð ætti þá að staðfesta reglulega að gagnsæið sé að virka. Gagnsæið leiðir til aðhalds og umbóta í opinberum rekstri Eins og þekkt er þá er niðurstaða gagnavinnslu aldrei betri en gæði undirliggjandi gagna (garbage in, garbage out). Ef gögnin eru ekki færð inn rétt þá er ekki hægt að ætlast til þess að fá rétta niðurstöðu. Reynslan sýnir að þetta getur verið töluvert vandamál hjá opinberum aðilum. Gagnsæi gerir kröfu um að grunngögnin séu nákvæm og rétt. Auðvitað á öll gagnavinnsla hjá opinberum aðilum að vera nákvæm og rétt svona yfirhöfuð svo hægt að nýta gögnin rétt t.d. við ákvarðanatöku. Þetta er hinsvegar vandamál víða og krafan um réttleika gagna er oft ekki lykilkrafa í starfseminni. Þegar gögn eru opnuð kemur oft í ljós að gögnin eru gölluð. Gagnsæið ætti því að geta leitt til aðhalds og umbóta í opinberum rekstri. Birtingarform gagnanna Hvernig birtum við svo gögnin almenningi? Birtingarmynd gagnanna skiptir miklu máli ef almenningur á að geta nýtt sér opin gögn. Hanna þarf birtinguna með aðferðum notendamiðaðrar hönnunar. Að sjálfsögðu á einnig að vera hægt að sækja beint undirliggjandi gögn svo hver sem er geti stemmt af birtingarmynd gagnanna og útbúið sínar eigin birtingarmyndir. Byrjum á að opna bókhald RÚV Við megum ekki slaka á kröfunni um aukið aðgengi að opinberum gögnum. Við ættum að ganga lengra og setja í lög að gögn sem mega vera opin eigi að vera opin og aðgengileg. Af hverju er t.d. stofnun eins og RÚV ekki með opið bókhald? Ríkisfjölmiðill sem fer að hluta með fjórða valdið eins og stundum er sagt. Hjá RÚV væri einnig mikilvægt að sjá hvað hvert dagskrárefni kostar í framleiðslu og hverjir eru að auglýsa mest í fjölmiðlum RÚV. Ekki er nóg að sýna eingöngu ytri kostnað vegna dagskrárefnis heldur þarf einnig að færa innri kostnað á dagskrárefnið t.d. skv. aðferðum aðgerðartengdrar kostnaðarúthlutunnar (Activity Based Costing). Höfundur er með BS í tölvunarfræði og MBA gráðu, forstöðumaður upplýsingatæknideildar Kópavogsbæjar, Pírati og er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun