Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði skrifar 22. febrúar 2021 06:45 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, rýnir í nýjustu könnun Maskínu um fylgi flokkanna. Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu. Helstu hreyfingar Athygli vekur að á sama tíma og Samfylkingin naut töluverðar fjölmiðlaumfjöllunar við uppstillingu á lista – eftir einhvers konar hulið hálfprófkjör að sænskri fyrirmynd – fellur fylgi hennar nokkuð verulega. Raunar er það eina alvöru breytingin sem finna má í könnun Maskínu, að Samfylking súnkar úr 17,1 prósenti niður í 14,3 prósent atkvæða. Mælist jafnvel lægri í öðrum nýlegum könnunum. Kannski má finna eina orsök þess í því að Samfylking virðist heldur hafa fjarlægst frjálslyndar áherslur sem áður einkenndu hana. Nánar um það síðar í greininni. Í könnun Maskínu má finna fleiri áhugaverðar niðurstöður. Ein er að stuðningur við ríkisstjórnina hefur heldur aukist. Kann það meðal annars að stafa af því að stjórnarandstaðan hefur í raun ekki haft mikið rými til að gera sig gildandi í máli málanna. Öll vötn liggja nú að sóttinni og viðbrögðum við henni – sem ég ræði nánar hér á eftir. Fylgi við stjórnarflokkana stendur nánast í stað en merkja má nokkuð aukinn stuðning við Framsóknarflokkinn – sem kann að koma einhverjum á óvart því hann hefur stundum eins og klemmst á milli samstarfsflokkanna sem á efnahagsásnum falla sitt hvoru megin við hann. Og þá komum við að raunum Miðflokksins, sem hefur ekki enn tekið flugið – þrátt fyrir að virðast vera í sæmilegu færi til þess. En Miðflokksmenn hafa ekki verið sérlega fleygir að undanförnu, hvað svo sem verður á komandi mánuðum. Lítil breyting er á fylgi Viðreisnar og Pírata á milli mánaða. En örlagaríkustu breytinguna – þótt lítil sé – er kannski að finna í viðureign Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins. Í síðustu könnun skriðu báðir flokkar rétt yfir fimm prósenta þröskuldinn. En færa má rök fyrir því að íslenska kosningakerfið og flokkakerfið rúmi illa þá báða. Og nú gerist það, að á meðan Sósíalistaflokkurinn stendur nokkurn vegin í stað rétt yfir þröskuldi þá fellur Flokkur fólksins undir hann – og þar með út af þingi gangi könnunin eftir. Miðað við könnun Maskínu fyrir fréttastofu nú dettur Flokkur fólksins út af þingi en Sósíalistar koma nýir inn. Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Óralangt í kosningar Jæja, hér hef ég rakið helstu tíðindin sem vöktu athygli mína í könnun Maskínu. En rétt er að reka hér ansi rækilega þann svera fyrirvara að langt er í kosningar og ýmsar meiriháttar víðsjár eru uppi í þjóðfélaginu sem munu nokkuð örugglega rugla myndinni áður en upp verður staðið þann 25. september – eftir sjö langa mánuði. Í raun, að teknu tilliti til óvissunnar sem ríkir í þjóðlífinu, er óralangt í þessar kosningar. Eitt mál yfirskyggir allt. Málið hefur á sér margar hliðar og í því er heilmargt sem getur sprengt upp framangreinda stöðumynd. Því er óhjákvæmilegt að rýna hér ögn nánar í stjórnmál sóttarinnar eins og þau hafa birst hér á landi. Efnahagsskellur Fyrst skulum við staldra við þá staðreynd að í efnahagslegu tilliti hefur Ísland að mörgu leyti farið ver út úr sóttinni en jafnvel flest önnur vestræn ríki. Við vorum að vísu í betri stöðu til þess að mæta slíku en flest önnur lönd. En tjónið hér er samt hlutfallslega allnokkuð meira en víðast annars staðar. Meginástaða þess er vitaskuld fólgin í því hvað ferðaþjónustan var orðin mikilvæg fyrir íslenskan efnahag. Þegar ferðamennirnir fóru varð fall krónunnar næsta óumflýjanlegt – sem hefur jú leitt til almennrar kjararýrnunar í landinu umfram það sem flestir aðrir hafa þurft að þola. Atvinnuleysi er líka í sögulegum hæðum. Komið yfir ellefu prósent. Og virðist jafnvel fara hækkandi. Auk þessara erfiðleika höfum við þurft að ganga verulega á gjaldeyrisvarasjóðinn sem byggður var upp í himinháar fjárhæðir á undanfjörnum áratug. Ríkissjóður heldur nú uppi stórum hluta efnahagslífsins. Fjöldi fyrirtækja er því á framfærslu skattgreiðenda á meðan fárið gengur yfir. Fjárstraumurinn úr sameiginlegum sjóðum hefur verið stríður og mun vara áfram um sinn. Taka mun langan tíma fyrir okkur öll að bæta fyrir tjónið. Stóra áskorunin um heim allan verður að vinda ofan af veigamiklum sóttvarnarráðstöfunum eftir því sem bólusetning eykst og sóttir rénar um leið.Vísir/Vilhelm Stóra áskorunin Ljóst má vera að stóra áskorunin á veraldarvísu flest í því að vinda ofan af viðamiklum sóttvarnarráðstöfunum, eftir sem bólusetning eykst og sóttin rénar. Það gæti þó reynst örðugara í raun en sumir æskja. Sagan kennir að höft kalla á enn frekari höft. Það er gömul saga og ný. Og þegar þau eru einu sinni komin á reynist iðulega erfitt að aflétta þeim – jafnvel löngu eftir að aðstæðurnar sem ollu setningu þeirra eru horfnar. Þessi var til að mynda efniviður kvikmyndarinnar Footloose frá árinu 1984 þar sem fótafimur Kevin Bacon fór á kostum. Myndin segir frá aðgerðum ungmenna sem mótmæla ríkjandi höftum í smábænum Bomont þar sem þau búa. Þar er bannað að dansa. Í myndinni fylgjumst við með baráttu ungmennanna við að öðlast dansréttindi sín á nýjan leik. Sumum kann að þykja þetta fráleitur söguþráður en þá er til þess að taka, að myndin er innblásin af raunverulegu dansbanni sem ríkti í Elmore City í Oklahoma fram til ársins 1980. Fleiri bæir ku hafa bannað dans, eflaust af góðri ástæðu að mati þeirra sem ákvörðunina tóku. Tökum næst nokkur nærtækari dæmi. Í kreppunni miklu á milli stríða kepptust ríki við að setja verslunarhöft hvert á annað. Þótti skynsamleg ráðstöfun á sinni tíð. En svo tók um sjötíu ár að vinda ofan af þeim. Árið 1915 var sett á bann við sölu áfengis hérlendis. Eftir að sala þess var heimiluð á ný í áföngum – fyrst með Spánarvínunum árið 1922, brenndum vínum árið 1935 og loks með afléttingu bjórbannsins árið 1989 – hefur verslun með þennan varning samt áfram haldist í gríðarsterkri greip ríkisvaldsins. Við fengum aldrei sama frelsi í áfengismálum og áður. Stundum er hert að við skyndileg áföll. Eins og til að mynda eftir árásina á Tvíburaturnana árið 2001. Þá voru sett gríðarleg höft á ferðafrelsi fólks og verulega þrengt að persónulegum réttindum. Upplýsinga var aflað í gríð og erg um einkahagi fólks langt umfram það sem nokkur hafði áður látið sér detta í hug að nokkurntíman gæti orðið. Upphaflega áttu þetta að vera tímabundnar ráðstafanir. En þær hafa reynst nokkuð varanlegar. Litlu hefur verið aflétt hvað varðar leit á fólki fyrir flug og Stóri Bróðir hefur ekki enn látið af stórtækri upplýsingaöflun um fólk. Nema síður sé. Við sjáum hér að yfirleitt eiga höft aðeins að vera tímabundin þegar þau eru sett á. En svo reynist örðugt að aflétta þeim. Ýmsir fara að hafa hag af þeim. Þannig var einnig með fjármagnshöftin hérlendis eftir hrun. Áttu í upphafi bara að gilda í nokkra mánuði en þau vörðu árum saman. Og þau þurfti líka stöðugt að herða. Í öllum þessum dæmum sést að hvert skref er álitið rökrétt framhald af því fyrra, án þess þó að nokkur hafi í raun hannað með heildstæðum hætti það kerfi sem verður til í smáum skrefum. Aðgerðir í sóttinni ganga eftir sömu braut. Kannski er það þess vegna sem við sitjum núna uppi með þrefalda skimun á landamærum. Fyrst var tekin upp einföld skimun á landamærum til að verjast veirunni. Svo tvöföld. Og núna þreföld. Hvert skref rökrétt framhald þess fyrra. Öllu þessu til viðbótar hefur jafnvel verið lagt til að meira að segja fólk sem hefur verið bólusett fyrir veirunni fari líka í þrefalda skimun – semsé til þess að leita að sömu veiru og það hefur verið bólusett fyrir. Um leið blasir við að að fjórföld skimun hlýtur að vera öruggari en þreföld. Svona getur þetta áfram gengið þar til keðjan er rofin, því eðli hafta lýtur eigin lögmálum. Sóttin sýnir okkur – líkt og fyrri dæmi – að í óttaástandi er fólk tilbúið til að kasta frá sér persónubundnum réttindum – líka þeim sem fjöldi fólks hefur í áratugi og aldir barist fyrir og fært miklar fórnir fyrir að við öðlumst. Stóra áskorun stjórnmálanna núna lýtur því nokkuð augljóslega að opnun þjóðfélagsins á nýjan leik. Við sjáum hér að það er risavaxið verkefni. Forsagan bendir til þess að valdamikil öfl muni vilja viðhalda einhverjum haftanna – jafnvel eftir að sóttin verður að mestu afstaðin. Því til vitnis hafa ráðamenn til að mynda sagt að ekki sé endilega hægt að afnema öll sóttvarnahöft – jafnvel þegar þorri þjóðarinnar hefur verið bólusettur. Um þessa þætti munu stjórnmáladeilur næstu missera snúast, ef að líkum lætur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Að sögn virðist sem nokkuð stór eyða hafi myndast í íslenskum stjórnmálum á frjálslyndishliðinni í kórónuveirufaraldrinum.Vísir/Vilhelm Horfið frjálslyndi Við sjáum líka í sóttinni að frjálslynd sjónarmið, svo sem um borgaraleg réttindi, frelsi einstaklingsins og svo framvegis, hafa nánast alfarið vikið. Sem er um margt skiljanlegt. En um leið virðist sem myndast hafi nokkuð stór eyða í íslenskum stjórnmálum á frjálslyndishliðinni. Ég nefndi áðan að í raun er óralangt í kosningar. Því getum við ekki ályktað með neinni vissu að ríkjandi sjónarmið nú – og liðið ár – verði jafn almenn þegar gengið verður til kosninga. Leiða má ákveðnum líkum að því að frjálslyndum sjónarmiðum muni vaxa ásmegin á næstunni. Þau viku í ljósi aðstæðna en eru vitaskuld ekki horfin úr hugum fólks. Fólk mun aftur vilja fá að dansa. Spurningin nú er því í raun sú hvort og þá hvaða flokkar muni sigla inn í þá eyðu sem myndast hefur. Trúverðugleiki þeirra er misjafn í þeim efnum. Skoðum hér í lokin stöðu flokkanna gagnvart þeirri sóttvarnastefnu sem hér hefur verið rekin. Eina raunverulega andstaðan við þá sóttvarnastefnu sem hér hefur verið rekin hefur komið innan úr Sjálfstæðisflokknum, einkum frá tveimur óbreyttum þingmönnum. Hins vegar hefur þunginn í flokknum – semsé ráðherraliðið – beinlínis staðið að þeim. Því væri viðamikil viðhorfsbreyting í Valhöll kannski heldur ótrúverðug. Vinstri Grænir hafa í raun leitt sóttvarnarstefnuna – að svo miklu leyti sem hún er meðvituð stefna – og munu því trauðla víkja langt frá henni – lítill áhugi á því innan flokksins. Að sama skapi er Framsókn rígbundin stefnunni, að ég hygg. Athygli vekur að Miðflokkurinn hefur reynt nokkrar atlögur að sóttvarnarstefnunni en líður fyrir hve vaklandi – og stundum mótsagnakennd – afstaða hans hefur verið. Miðflokksmenn hafa ferðast nánast í 180 gráður frá því að krefjast mun harðari aðgerða í upphafi yfir í að gagnrýna stjórnina fyrir of harðar aðgerðir innanlands. Sósíalistar hafa lítið haft sig í frammi í þessum efnum, fyrr en núna allra síðast að formaðurinn Gunnar Smári hvatti til eitthvað aukinnar opnunar. Snúum okkur þá að þeim þremur flokkum sem hafa viljað stilla sjálfum sér fram sem frjálslyndum, semsé Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn. Við hljótum fyrst að staldra við þá staðreynd að enginn þeirra hefur veifað frelsisflagginu af neinum merkjanlegum ákafa. Raunar hefur Samfylkingin lagst á sveif með stjórnlyndari öflum í þessu máli og orðin spurning um það hvort hún teljist lengur vera svo ýkja frjálslynd. Píratar sem ganga svo langt í frelsisátt að vilja jafnvel opna hjónabandið fyrir fjöldahjúskap hafa ekki fylkt sér undir fána frelsis í sóttvarnarmálum, allavega ekki svo ég hafi tekið eftir. Þá hefur Viðreisn líka þagað fremur þunnu hljóði. Að mestu allavega. Ómögulegt er að segja á þessari stundu hverju fram vindur í þessum efnum. En ljóst er að átökin um opnun þjóðfélagsins á nýjan leik geta orðið hörð. Kannski að Ríkissjónvarpið ætti í millitíðinni að sýna okkur Footloose. Alþingiskosningar fara fram 25. september 2021. Fram að þeim mun fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar birta reglulega niðurstöður skoðanakannana Maskínu er snúa að kosningunum. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Helstu hreyfingar Athygli vekur að á sama tíma og Samfylkingin naut töluverðar fjölmiðlaumfjöllunar við uppstillingu á lista – eftir einhvers konar hulið hálfprófkjör að sænskri fyrirmynd – fellur fylgi hennar nokkuð verulega. Raunar er það eina alvöru breytingin sem finna má í könnun Maskínu, að Samfylking súnkar úr 17,1 prósenti niður í 14,3 prósent atkvæða. Mælist jafnvel lægri í öðrum nýlegum könnunum. Kannski má finna eina orsök þess í því að Samfylking virðist heldur hafa fjarlægst frjálslyndar áherslur sem áður einkenndu hana. Nánar um það síðar í greininni. Í könnun Maskínu má finna fleiri áhugaverðar niðurstöður. Ein er að stuðningur við ríkisstjórnina hefur heldur aukist. Kann það meðal annars að stafa af því að stjórnarandstaðan hefur í raun ekki haft mikið rými til að gera sig gildandi í máli málanna. Öll vötn liggja nú að sóttinni og viðbrögðum við henni – sem ég ræði nánar hér á eftir. Fylgi við stjórnarflokkana stendur nánast í stað en merkja má nokkuð aukinn stuðning við Framsóknarflokkinn – sem kann að koma einhverjum á óvart því hann hefur stundum eins og klemmst á milli samstarfsflokkanna sem á efnahagsásnum falla sitt hvoru megin við hann. Og þá komum við að raunum Miðflokksins, sem hefur ekki enn tekið flugið – þrátt fyrir að virðast vera í sæmilegu færi til þess. En Miðflokksmenn hafa ekki verið sérlega fleygir að undanförnu, hvað svo sem verður á komandi mánuðum. Lítil breyting er á fylgi Viðreisnar og Pírata á milli mánaða. En örlagaríkustu breytinguna – þótt lítil sé – er kannski að finna í viðureign Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins. Í síðustu könnun skriðu báðir flokkar rétt yfir fimm prósenta þröskuldinn. En færa má rök fyrir því að íslenska kosningakerfið og flokkakerfið rúmi illa þá báða. Og nú gerist það, að á meðan Sósíalistaflokkurinn stendur nokkurn vegin í stað rétt yfir þröskuldi þá fellur Flokkur fólksins undir hann – og þar með út af þingi gangi könnunin eftir. Miðað við könnun Maskínu fyrir fréttastofu nú dettur Flokkur fólksins út af þingi en Sósíalistar koma nýir inn. Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Óralangt í kosningar Jæja, hér hef ég rakið helstu tíðindin sem vöktu athygli mína í könnun Maskínu. En rétt er að reka hér ansi rækilega þann svera fyrirvara að langt er í kosningar og ýmsar meiriháttar víðsjár eru uppi í þjóðfélaginu sem munu nokkuð örugglega rugla myndinni áður en upp verður staðið þann 25. september – eftir sjö langa mánuði. Í raun, að teknu tilliti til óvissunnar sem ríkir í þjóðlífinu, er óralangt í þessar kosningar. Eitt mál yfirskyggir allt. Málið hefur á sér margar hliðar og í því er heilmargt sem getur sprengt upp framangreinda stöðumynd. Því er óhjákvæmilegt að rýna hér ögn nánar í stjórnmál sóttarinnar eins og þau hafa birst hér á landi. Efnahagsskellur Fyrst skulum við staldra við þá staðreynd að í efnahagslegu tilliti hefur Ísland að mörgu leyti farið ver út úr sóttinni en jafnvel flest önnur vestræn ríki. Við vorum að vísu í betri stöðu til þess að mæta slíku en flest önnur lönd. En tjónið hér er samt hlutfallslega allnokkuð meira en víðast annars staðar. Meginástaða þess er vitaskuld fólgin í því hvað ferðaþjónustan var orðin mikilvæg fyrir íslenskan efnahag. Þegar ferðamennirnir fóru varð fall krónunnar næsta óumflýjanlegt – sem hefur jú leitt til almennrar kjararýrnunar í landinu umfram það sem flestir aðrir hafa þurft að þola. Atvinnuleysi er líka í sögulegum hæðum. Komið yfir ellefu prósent. Og virðist jafnvel fara hækkandi. Auk þessara erfiðleika höfum við þurft að ganga verulega á gjaldeyrisvarasjóðinn sem byggður var upp í himinháar fjárhæðir á undanfjörnum áratug. Ríkissjóður heldur nú uppi stórum hluta efnahagslífsins. Fjöldi fyrirtækja er því á framfærslu skattgreiðenda á meðan fárið gengur yfir. Fjárstraumurinn úr sameiginlegum sjóðum hefur verið stríður og mun vara áfram um sinn. Taka mun langan tíma fyrir okkur öll að bæta fyrir tjónið. Stóra áskorunin um heim allan verður að vinda ofan af veigamiklum sóttvarnarráðstöfunum eftir því sem bólusetning eykst og sóttir rénar um leið.Vísir/Vilhelm Stóra áskorunin Ljóst má vera að stóra áskorunin á veraldarvísu flest í því að vinda ofan af viðamiklum sóttvarnarráðstöfunum, eftir sem bólusetning eykst og sóttin rénar. Það gæti þó reynst örðugara í raun en sumir æskja. Sagan kennir að höft kalla á enn frekari höft. Það er gömul saga og ný. Og þegar þau eru einu sinni komin á reynist iðulega erfitt að aflétta þeim – jafnvel löngu eftir að aðstæðurnar sem ollu setningu þeirra eru horfnar. Þessi var til að mynda efniviður kvikmyndarinnar Footloose frá árinu 1984 þar sem fótafimur Kevin Bacon fór á kostum. Myndin segir frá aðgerðum ungmenna sem mótmæla ríkjandi höftum í smábænum Bomont þar sem þau búa. Þar er bannað að dansa. Í myndinni fylgjumst við með baráttu ungmennanna við að öðlast dansréttindi sín á nýjan leik. Sumum kann að þykja þetta fráleitur söguþráður en þá er til þess að taka, að myndin er innblásin af raunverulegu dansbanni sem ríkti í Elmore City í Oklahoma fram til ársins 1980. Fleiri bæir ku hafa bannað dans, eflaust af góðri ástæðu að mati þeirra sem ákvörðunina tóku. Tökum næst nokkur nærtækari dæmi. Í kreppunni miklu á milli stríða kepptust ríki við að setja verslunarhöft hvert á annað. Þótti skynsamleg ráðstöfun á sinni tíð. En svo tók um sjötíu ár að vinda ofan af þeim. Árið 1915 var sett á bann við sölu áfengis hérlendis. Eftir að sala þess var heimiluð á ný í áföngum – fyrst með Spánarvínunum árið 1922, brenndum vínum árið 1935 og loks með afléttingu bjórbannsins árið 1989 – hefur verslun með þennan varning samt áfram haldist í gríðarsterkri greip ríkisvaldsins. Við fengum aldrei sama frelsi í áfengismálum og áður. Stundum er hert að við skyndileg áföll. Eins og til að mynda eftir árásina á Tvíburaturnana árið 2001. Þá voru sett gríðarleg höft á ferðafrelsi fólks og verulega þrengt að persónulegum réttindum. Upplýsinga var aflað í gríð og erg um einkahagi fólks langt umfram það sem nokkur hafði áður látið sér detta í hug að nokkurntíman gæti orðið. Upphaflega áttu þetta að vera tímabundnar ráðstafanir. En þær hafa reynst nokkuð varanlegar. Litlu hefur verið aflétt hvað varðar leit á fólki fyrir flug og Stóri Bróðir hefur ekki enn látið af stórtækri upplýsingaöflun um fólk. Nema síður sé. Við sjáum hér að yfirleitt eiga höft aðeins að vera tímabundin þegar þau eru sett á. En svo reynist örðugt að aflétta þeim. Ýmsir fara að hafa hag af þeim. Þannig var einnig með fjármagnshöftin hérlendis eftir hrun. Áttu í upphafi bara að gilda í nokkra mánuði en þau vörðu árum saman. Og þau þurfti líka stöðugt að herða. Í öllum þessum dæmum sést að hvert skref er álitið rökrétt framhald af því fyrra, án þess þó að nokkur hafi í raun hannað með heildstæðum hætti það kerfi sem verður til í smáum skrefum. Aðgerðir í sóttinni ganga eftir sömu braut. Kannski er það þess vegna sem við sitjum núna uppi með þrefalda skimun á landamærum. Fyrst var tekin upp einföld skimun á landamærum til að verjast veirunni. Svo tvöföld. Og núna þreföld. Hvert skref rökrétt framhald þess fyrra. Öllu þessu til viðbótar hefur jafnvel verið lagt til að meira að segja fólk sem hefur verið bólusett fyrir veirunni fari líka í þrefalda skimun – semsé til þess að leita að sömu veiru og það hefur verið bólusett fyrir. Um leið blasir við að að fjórföld skimun hlýtur að vera öruggari en þreföld. Svona getur þetta áfram gengið þar til keðjan er rofin, því eðli hafta lýtur eigin lögmálum. Sóttin sýnir okkur – líkt og fyrri dæmi – að í óttaástandi er fólk tilbúið til að kasta frá sér persónubundnum réttindum – líka þeim sem fjöldi fólks hefur í áratugi og aldir barist fyrir og fært miklar fórnir fyrir að við öðlumst. Stóra áskorun stjórnmálanna núna lýtur því nokkuð augljóslega að opnun þjóðfélagsins á nýjan leik. Við sjáum hér að það er risavaxið verkefni. Forsagan bendir til þess að valdamikil öfl muni vilja viðhalda einhverjum haftanna – jafnvel eftir að sóttin verður að mestu afstaðin. Því til vitnis hafa ráðamenn til að mynda sagt að ekki sé endilega hægt að afnema öll sóttvarnahöft – jafnvel þegar þorri þjóðarinnar hefur verið bólusettur. Um þessa þætti munu stjórnmáladeilur næstu missera snúast, ef að líkum lætur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Að sögn virðist sem nokkuð stór eyða hafi myndast í íslenskum stjórnmálum á frjálslyndishliðinni í kórónuveirufaraldrinum.Vísir/Vilhelm Horfið frjálslyndi Við sjáum líka í sóttinni að frjálslynd sjónarmið, svo sem um borgaraleg réttindi, frelsi einstaklingsins og svo framvegis, hafa nánast alfarið vikið. Sem er um margt skiljanlegt. En um leið virðist sem myndast hafi nokkuð stór eyða í íslenskum stjórnmálum á frjálslyndishliðinni. Ég nefndi áðan að í raun er óralangt í kosningar. Því getum við ekki ályktað með neinni vissu að ríkjandi sjónarmið nú – og liðið ár – verði jafn almenn þegar gengið verður til kosninga. Leiða má ákveðnum líkum að því að frjálslyndum sjónarmiðum muni vaxa ásmegin á næstunni. Þau viku í ljósi aðstæðna en eru vitaskuld ekki horfin úr hugum fólks. Fólk mun aftur vilja fá að dansa. Spurningin nú er því í raun sú hvort og þá hvaða flokkar muni sigla inn í þá eyðu sem myndast hefur. Trúverðugleiki þeirra er misjafn í þeim efnum. Skoðum hér í lokin stöðu flokkanna gagnvart þeirri sóttvarnastefnu sem hér hefur verið rekin. Eina raunverulega andstaðan við þá sóttvarnastefnu sem hér hefur verið rekin hefur komið innan úr Sjálfstæðisflokknum, einkum frá tveimur óbreyttum þingmönnum. Hins vegar hefur þunginn í flokknum – semsé ráðherraliðið – beinlínis staðið að þeim. Því væri viðamikil viðhorfsbreyting í Valhöll kannski heldur ótrúverðug. Vinstri Grænir hafa í raun leitt sóttvarnarstefnuna – að svo miklu leyti sem hún er meðvituð stefna – og munu því trauðla víkja langt frá henni – lítill áhugi á því innan flokksins. Að sama skapi er Framsókn rígbundin stefnunni, að ég hygg. Athygli vekur að Miðflokkurinn hefur reynt nokkrar atlögur að sóttvarnarstefnunni en líður fyrir hve vaklandi – og stundum mótsagnakennd – afstaða hans hefur verið. Miðflokksmenn hafa ferðast nánast í 180 gráður frá því að krefjast mun harðari aðgerða í upphafi yfir í að gagnrýna stjórnina fyrir of harðar aðgerðir innanlands. Sósíalistar hafa lítið haft sig í frammi í þessum efnum, fyrr en núna allra síðast að formaðurinn Gunnar Smári hvatti til eitthvað aukinnar opnunar. Snúum okkur þá að þeim þremur flokkum sem hafa viljað stilla sjálfum sér fram sem frjálslyndum, semsé Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn. Við hljótum fyrst að staldra við þá staðreynd að enginn þeirra hefur veifað frelsisflagginu af neinum merkjanlegum ákafa. Raunar hefur Samfylkingin lagst á sveif með stjórnlyndari öflum í þessu máli og orðin spurning um það hvort hún teljist lengur vera svo ýkja frjálslynd. Píratar sem ganga svo langt í frelsisátt að vilja jafnvel opna hjónabandið fyrir fjöldahjúskap hafa ekki fylkt sér undir fána frelsis í sóttvarnarmálum, allavega ekki svo ég hafi tekið eftir. Þá hefur Viðreisn líka þagað fremur þunnu hljóði. Að mestu allavega. Ómögulegt er að segja á þessari stundu hverju fram vindur í þessum efnum. En ljóst er að átökin um opnun þjóðfélagsins á nýjan leik geta orðið hörð. Kannski að Ríkissjónvarpið ætti í millitíðinni að sýna okkur Footloose. Alþingiskosningar fara fram 25. september 2021. Fram að þeim mun fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar birta reglulega niðurstöður skoðanakannana Maskínu er snúa að kosningunum.
Alþingiskosningar fara fram 25. september 2021. Fram að þeim mun fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar birta reglulega niðurstöður skoðanakannana Maskínu er snúa að kosningunum.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira