Dag vantar bara tvö mörk til að verða fyrstur í hundrað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 15:31 Dagur Arnarsson fékk tíu í einkunn frá HB Statz fyrir frammistöðu sína á móti FH um helgina. Vísir/Vilhelm Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson er efstur í Olís deild karla í handbolta á listanum yfir þá sem hafa átt þátt í flestum mörkum með því annaðhvort að skora sjálfur eða gefa stoðsendingu. Dagur Arnarsson hefur alls komið með beinum hætti að 98 mörkum til þessa í deildinni en þetta má sjá í tölfræði HB Statz um deildina. Dagur er með flestar stoðsendingar í deildinni eða 55 í tíu leikjum sem gera 5,5 stoðsendingar í leik. Hann er tólf stoðsendingum meira en FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson. Dagur er einnig búinn að skora 43 mörk sjálfur. Dagur komst mjög nálægt hundraðinu í leik ÍBV og FH um helgina þar sem hann kom að fimmtán mörkum Eyjaliðsins, skoraði átta og gaf sjö stoðsendingar. Reyndar hefðu liðsfélagar hans getað hjálpað honum upp í hundraðið því þeri klúðruðu fimm sköpuðu skotfærum hjá honum. Dagur skapaði því alls tólf skotfæri í leiknum og átti síðan fjórar sendingar að auki sem gáfu vítaköst. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að strákurinn fékk tíu í einkunn frá HB Statz fyrir frammistöðu sína. Því miður fyrir Eyjamenn þá dugði það ekki til sigurs. FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson átti líka möguleika á að komast í hundraðið í þessum leik í Eyjum en meiðsli komu í veg fyrir það og hann er nú fimm mörkum frá hundrað með 68 mörk og 27 stoðsendingar. Það eru leikmenn á topplistanum sem eiga inni leik í kvöld en þá fara fram síðustu þrír leikirnir í elleftu umferðinni. Af þeim er Valsarinn Anton Rúnarsson hæstur með 80 mörk en Selfyssingurinn Guðmundur Hólmar Helgason er fjórum mörkum á eftir honum. Þáttur í flestum mörkum í Olís deild karla: (Mörk + stoðsendingar / Frá HB Statz) Dagur Arnarsson, ÍBV 98 (43+55) Ásbjörn Friðriksson, FH 95 (68+27) Tandri Már Konráðsson, Stjarnan 85 (58+27) Vilhelm Poulsen, Fram 85 (48+37) Einar Rafn Eiðsson, FH 80 (37+43) Anton Rúnarsson, Val 79 (46+33) Aki Egilsnes, KA 77 (40+37) Guðmundur Hólmar Helgason, Selfossi 76 (46+30) Ihor Kopyshynskyi, Þór Ak. 75 (70+5) Árni Bragi Eyjólfsson, KA 74 (55+19) Tveir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsending frá leik ÍR og Hauka hefst klukkan 17.50 og útsending frá leik Vals og Aftureldingar hefst klukkan 19.30. Seinni bylgjan er síðan á dagskrá klukkan 21.15 á Stöð 2 Sport en þar verður farið yfir alla umferðina. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Dagur Arnarsson hefur alls komið með beinum hætti að 98 mörkum til þessa í deildinni en þetta má sjá í tölfræði HB Statz um deildina. Dagur er með flestar stoðsendingar í deildinni eða 55 í tíu leikjum sem gera 5,5 stoðsendingar í leik. Hann er tólf stoðsendingum meira en FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson. Dagur er einnig búinn að skora 43 mörk sjálfur. Dagur komst mjög nálægt hundraðinu í leik ÍBV og FH um helgina þar sem hann kom að fimmtán mörkum Eyjaliðsins, skoraði átta og gaf sjö stoðsendingar. Reyndar hefðu liðsfélagar hans getað hjálpað honum upp í hundraðið því þeri klúðruðu fimm sköpuðu skotfærum hjá honum. Dagur skapaði því alls tólf skotfæri í leiknum og átti síðan fjórar sendingar að auki sem gáfu vítaköst. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að strákurinn fékk tíu í einkunn frá HB Statz fyrir frammistöðu sína. Því miður fyrir Eyjamenn þá dugði það ekki til sigurs. FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson átti líka möguleika á að komast í hundraðið í þessum leik í Eyjum en meiðsli komu í veg fyrir það og hann er nú fimm mörkum frá hundrað með 68 mörk og 27 stoðsendingar. Það eru leikmenn á topplistanum sem eiga inni leik í kvöld en þá fara fram síðustu þrír leikirnir í elleftu umferðinni. Af þeim er Valsarinn Anton Rúnarsson hæstur með 80 mörk en Selfyssingurinn Guðmundur Hólmar Helgason er fjórum mörkum á eftir honum. Þáttur í flestum mörkum í Olís deild karla: (Mörk + stoðsendingar / Frá HB Statz) Dagur Arnarsson, ÍBV 98 (43+55) Ásbjörn Friðriksson, FH 95 (68+27) Tandri Már Konráðsson, Stjarnan 85 (58+27) Vilhelm Poulsen, Fram 85 (48+37) Einar Rafn Eiðsson, FH 80 (37+43) Anton Rúnarsson, Val 79 (46+33) Aki Egilsnes, KA 77 (40+37) Guðmundur Hólmar Helgason, Selfossi 76 (46+30) Ihor Kopyshynskyi, Þór Ak. 75 (70+5) Árni Bragi Eyjólfsson, KA 74 (55+19) Tveir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsending frá leik ÍR og Hauka hefst klukkan 17.50 og útsending frá leik Vals og Aftureldingar hefst klukkan 19.30. Seinni bylgjan er síðan á dagskrá klukkan 21.15 á Stöð 2 Sport en þar verður farið yfir alla umferðina. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Þáttur í flestum mörkum í Olís deild karla: (Mörk + stoðsendingar / Frá HB Statz) Dagur Arnarsson, ÍBV 98 (43+55) Ásbjörn Friðriksson, FH 95 (68+27) Tandri Már Konráðsson, Stjarnan 85 (58+27) Vilhelm Poulsen, Fram 85 (48+37) Einar Rafn Eiðsson, FH 80 (37+43) Anton Rúnarsson, Val 79 (46+33) Aki Egilsnes, KA 77 (40+37) Guðmundur Hólmar Helgason, Selfossi 76 (46+30) Ihor Kopyshynskyi, Þór Ak. 75 (70+5) Árni Bragi Eyjólfsson, KA 74 (55+19)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti