Fróðleikur um framboðslista Samfylkingarinnar Birgir Dýrfjörð skrifar 22. febrúar 2021 16:00 Tillaga um skipan framboðslista á vegum Samfylkingarinnar á að vera um fólk og röðun þess í sæti á lista, en ekki endanleg og óbreytanleg niðurstaða. Ef svo hefði átt að vera hefði ekki þurft samþykki allsherjarfundar félaganna í kjördæminu, heldur einungis kynningarfund. Kjördæmisráðin en ekki vinnuhópar eða nefndir ákveða listana, og bjóða fram samkvæmt lögum flokksi snbr. 9.02 gr. í lögunum, Í samþykktum ráðsins í Reykjavík segir "4) Uppstillinganefnd er falið að setja saman sigurstranglega framboðslista vegna alþingiskosninga 2021 fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og suður og bera þá upp fyrir Allsherjarfund FSR til samþykktar eigi síðar en 20. febrúar 2021". Þetta þýðir að bera eigi upp framboðslista sem tillögu. Samkvæmt öllum hefðum og fundarsköpum er fundarmönnum ætíð heimilt að bera fram tillögur til breytinga svo sem tillögu eða tillögur um breytingar á sætaskipun. Ekkert í flokkslögum bannar það. Það vissi nefndin líka. Þess vegna lét hún greiða atkvæði um báða listana í einu. Rvk.Suður og Rvk. Norður. 22 nöfn í hvoru kjördæmi. Kæmi fram tillaga um breytingar varð hún að vera um nýjan lista í báðum kjördæmum. Samtals 44 nöfn með skriflegu samþykki hvers og eins. Til að laumast enn frekar að lýðræðinu í Samfylkingunni var fundurinn auglýstur með skemmsta löglegum fyrirvara, sem eru tveir dagar. Enginn fékk að sjá nöfn frambjóðenda fyrr en eftir að fundur var settur. Þá mátti koma með tillögu um 44 ný nöfn, með skriflegu samþykki viðkomandi. Ekkert annað. Þetta var skrípaleikur. Hann segir allt sem segja þarf um lýðræði núverandi stjórnenda Samfylkingarinnar í Reykjavík. Allt stjórnkerfi flokksins er byggt á persónuvali ekki listakosningu Í grein 3.4. í reglunum um val á lista segir: „Setja skal uppstillinganefnd starfsreglur og afmarka verksvið hennar“. Í starfsreglum í Reykjavík eru engin ákvæði um „listakjör“ eða „listaframboð“. Og ekkert ákvæði um, að til að breyta nafni eða röð á lista verði að bera fram tillögu með 44 nöfnum með samþykki hvers og eins. Þetta nýja „lýðræði“ er ömurleg afskræming á lýðræði jafnaðarmanna. Það eru afarkostir,sem hafa enga stoð, í lögum Samfylkingarinnar. Sé einhver ágreiningur um þetta eru flokkslögin með skýlaus ákvæði um hvernig með skuli fara. Grein 9.09 í flokkslögunum kveður á um að; komi upp ágreiningur innan kjördæmisráðs um lög flokksins eða samþykktir ráðsins skal framkvæmdastjórn skera úr um. Spurt er. Mun framkvæmdastjórn sinna lykilskyldu sinni og skýra rétta niðurstöðu í þessu máli, eða stinga höfðinu í sandinn? Hallgrímur heitinn Pétursson, orti forðum. Vei þeim dómara er veit og sér víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Birgir Dýrfjörð Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Tillaga um skipan framboðslista á vegum Samfylkingarinnar á að vera um fólk og röðun þess í sæti á lista, en ekki endanleg og óbreytanleg niðurstaða. Ef svo hefði átt að vera hefði ekki þurft samþykki allsherjarfundar félaganna í kjördæminu, heldur einungis kynningarfund. Kjördæmisráðin en ekki vinnuhópar eða nefndir ákveða listana, og bjóða fram samkvæmt lögum flokksi snbr. 9.02 gr. í lögunum, Í samþykktum ráðsins í Reykjavík segir "4) Uppstillinganefnd er falið að setja saman sigurstranglega framboðslista vegna alþingiskosninga 2021 fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og suður og bera þá upp fyrir Allsherjarfund FSR til samþykktar eigi síðar en 20. febrúar 2021". Þetta þýðir að bera eigi upp framboðslista sem tillögu. Samkvæmt öllum hefðum og fundarsköpum er fundarmönnum ætíð heimilt að bera fram tillögur til breytinga svo sem tillögu eða tillögur um breytingar á sætaskipun. Ekkert í flokkslögum bannar það. Það vissi nefndin líka. Þess vegna lét hún greiða atkvæði um báða listana í einu. Rvk.Suður og Rvk. Norður. 22 nöfn í hvoru kjördæmi. Kæmi fram tillaga um breytingar varð hún að vera um nýjan lista í báðum kjördæmum. Samtals 44 nöfn með skriflegu samþykki hvers og eins. Til að laumast enn frekar að lýðræðinu í Samfylkingunni var fundurinn auglýstur með skemmsta löglegum fyrirvara, sem eru tveir dagar. Enginn fékk að sjá nöfn frambjóðenda fyrr en eftir að fundur var settur. Þá mátti koma með tillögu um 44 ný nöfn, með skriflegu samþykki viðkomandi. Ekkert annað. Þetta var skrípaleikur. Hann segir allt sem segja þarf um lýðræði núverandi stjórnenda Samfylkingarinnar í Reykjavík. Allt stjórnkerfi flokksins er byggt á persónuvali ekki listakosningu Í grein 3.4. í reglunum um val á lista segir: „Setja skal uppstillinganefnd starfsreglur og afmarka verksvið hennar“. Í starfsreglum í Reykjavík eru engin ákvæði um „listakjör“ eða „listaframboð“. Og ekkert ákvæði um, að til að breyta nafni eða röð á lista verði að bera fram tillögu með 44 nöfnum með samþykki hvers og eins. Þetta nýja „lýðræði“ er ömurleg afskræming á lýðræði jafnaðarmanna. Það eru afarkostir,sem hafa enga stoð, í lögum Samfylkingarinnar. Sé einhver ágreiningur um þetta eru flokkslögin með skýlaus ákvæði um hvernig með skuli fara. Grein 9.09 í flokkslögunum kveður á um að; komi upp ágreiningur innan kjördæmisráðs um lög flokksins eða samþykktir ráðsins skal framkvæmdastjórn skera úr um. Spurt er. Mun framkvæmdastjórn sinna lykilskyldu sinni og skýra rétta niðurstöðu í þessu máli, eða stinga höfðinu í sandinn? Hallgrímur heitinn Pétursson, orti forðum. Vei þeim dómara er veit og sér víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar