Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 18:31 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur vísað málinu til lögreglu. Vísir/Egill Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. Embætti landlæknis hefur haft störf læknisins til skoðunar frá því í nóvember 2019, en samhliða því lét hann af störfum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ekki er útilokað að fleiri starfsmenn stofnunarinnar tengist málinu með einhverjum hætti. Athugasemdir um störf læknisins bárust í kjölfar andláts konu á áttræðisaldri. Fjölskylda konunnar hafði þá gert verulegar athugasemdir við störf læknisins. Upphófst þá sá grunur að læknirinn hefði sent fólk á líknandi meðferð að óþörfu og samkvæmt heimildum fréttastofu eru fleiri mál á hendur lækninum til skoðunar. Aðstandendur annarra sjúklinga hafa verið upplýstir um málið en í samtali við fréttastofu segist þeim hafa brugðið við fréttirnar. Þá herma heimildir að rannsóknin hafi verið umfangsmikil en álit landlæknis spannar á fimmta tug blaðsíðna. Í niðurstöðukaflanum kemur fram að maðurinn hafi gert mörg og alvarleg mistök á ýmsum sviðum, hvort sem er tengdum greiningum, hjúkrun eða lífslokameðferð, svo fátt eitt sé nefnt. Vísa málinu til lögreglu Læknirinn lét sjálfur af störfum þegar málið kom upp en við eftirgrennslan er nafn hans ekki að finna yfir einstaklinga með lækningaleyfi. Embætti landlæknis gat ekki tjáð sig um málið né hvort viðkomandi hafi verið sviptur starfsleyfinu en í skriflegu svari segir að almennt megi segja ef nafn heilbrigðisstarfsmanns sé ekki að finna í starfsleyfaskrá geti ástæðan verið að viðkomandi hafi afsalað sér leyfinu, til dæmis vegna veikinda eða verið sviptur því. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað en sendi fréttastofu yfirlýsingu þar sem segir að þjónustu stofnunarinnar hafi verið verulega ábótavant og ekki í samræmi við fagleg viðmið. Málið sé litið alvarlegum augum og allt verði gert til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtaki sig. Stofnunin hafi vísað málinu til lögreglu. Þá íhugar fjölskylda hinnar látnu næstu skref í málinu. Yfirlýsing HSS í heild: Yfirlýsing frá framkvæmdastjórn HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) barst 18. þessa mánaðar álit frá Embætti landlæknis þar sem niðurstaða var sú að þjónustu stofnunarinnar við sjúkling sem lést á sjúkradeild síðla árs 2019 hafi verið verulega ábótavant og ekki í samræmi við fagleg viðmið og viðurkennt verklag. Framkvæmdastjórn HSS lítur þessa niðurstöðu mjög alvarlegum augum og munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig. Við hörmum atburðinn og hugur okkar er hjá aðstandendum. Eftir að málið kom upp var strax settur enn meiri kraftur í að bæta verkferla sem snúa að utanumhaldi og eftirfylgni með skjólstæðingum heilbrigðisstofnunarinnar. Læknirinn sem bar ábyrgð á meðferðinni var settur í leyfi og lét í kjölfarið af störfum við stofnunina. Jafnframt vísaði HSS umræddu máli til lögreglu eins og lög gera ráð fyrir. Af þeim sökum getur stofnunin ekki tjáð sig frekar um málið að svo stöddu. Heilbrigðismál Reykjanesbær Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Læknamistök á HSS Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Embætti landlæknis hefur haft störf læknisins til skoðunar frá því í nóvember 2019, en samhliða því lét hann af störfum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ekki er útilokað að fleiri starfsmenn stofnunarinnar tengist málinu með einhverjum hætti. Athugasemdir um störf læknisins bárust í kjölfar andláts konu á áttræðisaldri. Fjölskylda konunnar hafði þá gert verulegar athugasemdir við störf læknisins. Upphófst þá sá grunur að læknirinn hefði sent fólk á líknandi meðferð að óþörfu og samkvæmt heimildum fréttastofu eru fleiri mál á hendur lækninum til skoðunar. Aðstandendur annarra sjúklinga hafa verið upplýstir um málið en í samtali við fréttastofu segist þeim hafa brugðið við fréttirnar. Þá herma heimildir að rannsóknin hafi verið umfangsmikil en álit landlæknis spannar á fimmta tug blaðsíðna. Í niðurstöðukaflanum kemur fram að maðurinn hafi gert mörg og alvarleg mistök á ýmsum sviðum, hvort sem er tengdum greiningum, hjúkrun eða lífslokameðferð, svo fátt eitt sé nefnt. Vísa málinu til lögreglu Læknirinn lét sjálfur af störfum þegar málið kom upp en við eftirgrennslan er nafn hans ekki að finna yfir einstaklinga með lækningaleyfi. Embætti landlæknis gat ekki tjáð sig um málið né hvort viðkomandi hafi verið sviptur starfsleyfinu en í skriflegu svari segir að almennt megi segja ef nafn heilbrigðisstarfsmanns sé ekki að finna í starfsleyfaskrá geti ástæðan verið að viðkomandi hafi afsalað sér leyfinu, til dæmis vegna veikinda eða verið sviptur því. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað en sendi fréttastofu yfirlýsingu þar sem segir að þjónustu stofnunarinnar hafi verið verulega ábótavant og ekki í samræmi við fagleg viðmið. Málið sé litið alvarlegum augum og allt verði gert til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtaki sig. Stofnunin hafi vísað málinu til lögreglu. Þá íhugar fjölskylda hinnar látnu næstu skref í málinu. Yfirlýsing HSS í heild: Yfirlýsing frá framkvæmdastjórn HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) barst 18. þessa mánaðar álit frá Embætti landlæknis þar sem niðurstaða var sú að þjónustu stofnunarinnar við sjúkling sem lést á sjúkradeild síðla árs 2019 hafi verið verulega ábótavant og ekki í samræmi við fagleg viðmið og viðurkennt verklag. Framkvæmdastjórn HSS lítur þessa niðurstöðu mjög alvarlegum augum og munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig. Við hörmum atburðinn og hugur okkar er hjá aðstandendum. Eftir að málið kom upp var strax settur enn meiri kraftur í að bæta verkferla sem snúa að utanumhaldi og eftirfylgni með skjólstæðingum heilbrigðisstofnunarinnar. Læknirinn sem bar ábyrgð á meðferðinni var settur í leyfi og lét í kjölfarið af störfum við stofnunina. Jafnframt vísaði HSS umræddu máli til lögreglu eins og lög gera ráð fyrir. Af þeim sökum getur stofnunin ekki tjáð sig frekar um málið að svo stöddu.
Heilbrigðismál Reykjanesbær Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Læknamistök á HSS Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent