Anníe Mist: Svo oft sem eitthvað gott kemur út úr baksinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir þekkir það best sjálf að það koma erfiðir dagar inn á milli. Instagram/@anniethorisdottir Haltu áfram og ekki gefast upp. Anníe Mist Þórisdóttir sendi fylgjendum sínum hvatningarorð og það voru örugglega einhverjir af þeim tæplega tveimur milljónum sem þurftu að heyra það í dag. Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir þekkir það vel að sigrast á mótlæti og komast í gegnum erfiða tíma. Hún vildi stappa stálinu í sína fylgjendur í nýjast pistli sínum um að halda áfram þótt á móti blási. Anníe Mist hefur meðal annars komist í gegnum erfið meiðsli á sínum ferli og á að baki yfir tíu ár í einni mest krefjandi íþrótt sem er í boði. Þessa dagana er hún að koma til baka eftir barnsburð og það hefur reynt á þrautseigju okkar konu. Anníe getur því vel sett sig í spor þeirra sem lenda í mótlæti og eru á þeim tímapunkti þegar auðvelda leiðin er að gefast upp og hætta. Anníe Mist vill passa upp á það að sú hugsun hafi ekki betur hjá sínum fylgjendum. „Ég er ekki viss hver það er sem þarf að heyra þetta akkúrat núna en ef þú ert að fara í gegnum einhverja erfiðleika, haltu þá áfram,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir í nýjasta pistli sínum á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Lífið færir okkur áskoranir til að prófa okkur en ég trúi því innilega að þú vaxir við það að komast í gegnum slíkar áskoranir. Það lítur kannski ekki út fyrir það á þeirri stundu en það er svo oft sem eitthvað gott kemur út úr baksinu,“ skrifaði Anníe Mist. „Sem dæmi er það þegar ég hef verið að glíma við meiðsli á mínum ferli. Þá hef ég lært svo miklu meira um líkamann minn sem hefur um leið hjálpað mér að þróa réttari hugsun, betri tækni og að komast að lokum í betra form,“ skrifaði Anníe Mist. „Eins og er þá er ég að byggja upp formið mitt eftir að hafa eignast mína fallegu dóttur. Stundum er það erfitt, virkilega erfitt. Ég er manneskja en það sem er mikilvægast er að halda alltaf áfram,“ skrifaði Anníe Mist en það má pistil hennar hérna fyrir ofan. CrossFit Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira
Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir þekkir það vel að sigrast á mótlæti og komast í gegnum erfiða tíma. Hún vildi stappa stálinu í sína fylgjendur í nýjast pistli sínum um að halda áfram þótt á móti blási. Anníe Mist hefur meðal annars komist í gegnum erfið meiðsli á sínum ferli og á að baki yfir tíu ár í einni mest krefjandi íþrótt sem er í boði. Þessa dagana er hún að koma til baka eftir barnsburð og það hefur reynt á þrautseigju okkar konu. Anníe getur því vel sett sig í spor þeirra sem lenda í mótlæti og eru á þeim tímapunkti þegar auðvelda leiðin er að gefast upp og hætta. Anníe Mist vill passa upp á það að sú hugsun hafi ekki betur hjá sínum fylgjendum. „Ég er ekki viss hver það er sem þarf að heyra þetta akkúrat núna en ef þú ert að fara í gegnum einhverja erfiðleika, haltu þá áfram,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir í nýjasta pistli sínum á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Lífið færir okkur áskoranir til að prófa okkur en ég trúi því innilega að þú vaxir við það að komast í gegnum slíkar áskoranir. Það lítur kannski ekki út fyrir það á þeirri stundu en það er svo oft sem eitthvað gott kemur út úr baksinu,“ skrifaði Anníe Mist. „Sem dæmi er það þegar ég hef verið að glíma við meiðsli á mínum ferli. Þá hef ég lært svo miklu meira um líkamann minn sem hefur um leið hjálpað mér að þróa réttari hugsun, betri tækni og að komast að lokum í betra form,“ skrifaði Anníe Mist. „Eins og er þá er ég að byggja upp formið mitt eftir að hafa eignast mína fallegu dóttur. Stundum er það erfitt, virkilega erfitt. Ég er manneskja en það sem er mikilvægast er að halda alltaf áfram,“ skrifaði Anníe Mist en það má pistil hennar hérna fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira