Sport

Tvö hundruð áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Silfurskeiðin má mæta aftur á leiki.
Silfurskeiðin má mæta aftur á leiki. vísir/daníel

Meðal þeirra tilslakana sem verða gerðar á samkomutakmörkunum á morgun er að áhorfendur mega mæta á íþróttaviðburði á ný.

Eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum greindi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra frá því að tvö hundruð manns megi mæta á íþróttaviðburði.

Það er að því gefnu að hægt sé að tryggja að fólk sé í sætum og eins metra fjarlægð sé á milli óskildra aðila. Þá þarf fólk að vera með grímu.

Tilslakanirnar taka gildi á morgun og gilda að öllu óbreyttu í þrjár vikur.

Algjört áhorfendabann hefur verið á íþróttaviðburðum hér á landi síðan 20. október 2020. Keppni í íþróttum, án áhorfenda var leyfð að nýju 13. janúar.


Tengdar fréttir

Fimmtíu manns mega koma saman

Takmarkanir á samkomum verða rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Reglugerðin tekur gildi á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×