Formaður flugvirkja segir Frontex-verkefni Landhelgisgæslunnar í uppnámi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. febrúar 2021 23:33 Guðmundur segir Gæsluna hafa haft töluverðar tekjur af Frontex-verkefnum sínum, sem nú séu í uppnámi. Myndin er tekin um borð í TF-SIF, sem hefur sinnt landamæragæslu erlendis. Landhelgisgæslan Landhelgisgæslan hefur „skipað“ flugvirkjum að fara utan þrátt fyrir að ekkert sé fjallað um störf utan landsteinanna í nýjum kjarasamning. Þetta segir Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands. Guðmundur segist ekki sjá hvernig Gæslan ætli að sinna verkefnum fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópu, án þess að ganga til samninga við FVFÍ. Langvinnri kjaradeilu flugvirkja við ríkið lauk á dögunum með niðurstöðu gerðardóms. Forsvarsmenn FVFÍ eru síður en svo sáttir við málalok en Alþingi hafði áður sett lög á verkfall félagsmanna í nóvember síðastliðnum. Síðustu daga hefur FVFÍ legið yfir samningnum en Guðmundur segir löngu ljóst að ýmislegt sé enn ófrágengið, þar á meðal hvernig hátta skal málum þegar flugvirkjar eru beðnir um að taka að sér verkefni erlendis. Samningsumboðið hjá félaginu, ekki einstaka starfsmönnum Í gamla samningum voru ákvæði um kaup og kjör vegna fyrrnefndra verkefna en þau voru tekin út og er hvergi að finna í nýja samningnum, að sögn Guðmundar. Þessu var mótmælt þegar samningaviðræður stóðu yfir, bætir hann við, án árangurs. Að sögn Guðmundar kveður kjarasamningurinn á um að Gæslan verði að gera sérstakan samning við FVFÍ vegna verkefna erlendis. Nú sé sú staða hins vegar komin upp að Gæslan sé að „skipa“ mönnum út, án þess að samningur liggi fyrir. „Við höfum sent þeim bréf og beðið þá um að láta af þessum ágangi á okkar félagsmenn og bent á að þeir þurfi að virða nýjan kjarasamning,“ segir Guðmundur. „Samningsumboðið er hjá félaginu en ekki hjá einstaka flugvirkjum.“ Formaðurinn segist fullviss um að Landhelgisgæslan muni lenda í vandræðum ef hún gengur ekki til samninga við félagið, þar sem það sé ekki freistandi fyrir flugvirkja að fara út eins og mál eru stödd. „Mínir félagsmenn sjá sér engan hag í því að fara á sömu launakjörum í erlend verkefni og vera burtu frá fjölskyldum sínum.“ Túlkunaratriði? Annar kafli nýs kjarasamnings flugvirkja og ríkisins fjallar um vinnustað og vinnutíma. Þar segir fyrst að fastur vinnustaður flugvirkja sé á varanlegum starfsstöðvum Landhelgisgæslu Íslands, í framhaldinu að vinnuvika starfsmanna í fullu starfi séu 40 stundir og síðan er fjallað um dagvinnu, yfirvinnu, hvíldartíma og annað. Spurður að því hvort stjórnendur Landhelgisgæslunnar líti ekki einfaldlega svo á að umrædd ákvæði eigi við um störf bæði heima og hérlendis, og því sé ekki þörf á sérsamningi, svara Guðmundur játandi. Hins vegar sé alveg ljóst að það sem kveðið sé á um í samningnum eigi alls ekki við um störf erlendis, þar sem starfsaðstæður séu allt aðrar. Þar sé unnið á alls konar vöktum og undir allt öðru álagi. Því hafi lögmenn FVFÍ komist að þeirri niðurstöðu að umrætt ákvæði samningsins gildi varðandi vinnu utanlands: „Heimilt er að haga vinnu með öðrum hætti en í kafla þessum greinir með samkomulagi starfsmanna og forráðamanna stofnunar og með skriflegu samþykki samningsaðila.“ Vinnumarkaður Kjaramál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Flugvirkjar afar ósáttir við úrskurð gerðardóms Langvinnri kjaradeilu flugvirkja við ríki lauk með niðurstöðu gerðardóms. Hún var birt á vef á vef ríkissáttasemjara í dag. 18. febrúar 2021 16:27 Deilan komin til gerðardóms Gerðardómur mun úrskurða um laun og kjör flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Í gær var kjaradeilu flugvirkjanna og ríkisins vísað til gerðardóms þar sem ekki tókust kjarasamningar fyrir þann tíma. 5. janúar 2021 13:02 Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til laga um kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslunnar var samþykkt rétt í þessu. Með lögunum er lagt bann við vinnustöðvun flugvirkjanna. 27. nóvember 2020 20:47 Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar. 27. nóvember 2020 19:20 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Sjá meira
Guðmundur segist ekki sjá hvernig Gæslan ætli að sinna verkefnum fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópu, án þess að ganga til samninga við FVFÍ. Langvinnri kjaradeilu flugvirkja við ríkið lauk á dögunum með niðurstöðu gerðardóms. Forsvarsmenn FVFÍ eru síður en svo sáttir við málalok en Alþingi hafði áður sett lög á verkfall félagsmanna í nóvember síðastliðnum. Síðustu daga hefur FVFÍ legið yfir samningnum en Guðmundur segir löngu ljóst að ýmislegt sé enn ófrágengið, þar á meðal hvernig hátta skal málum þegar flugvirkjar eru beðnir um að taka að sér verkefni erlendis. Samningsumboðið hjá félaginu, ekki einstaka starfsmönnum Í gamla samningum voru ákvæði um kaup og kjör vegna fyrrnefndra verkefna en þau voru tekin út og er hvergi að finna í nýja samningnum, að sögn Guðmundar. Þessu var mótmælt þegar samningaviðræður stóðu yfir, bætir hann við, án árangurs. Að sögn Guðmundar kveður kjarasamningurinn á um að Gæslan verði að gera sérstakan samning við FVFÍ vegna verkefna erlendis. Nú sé sú staða hins vegar komin upp að Gæslan sé að „skipa“ mönnum út, án þess að samningur liggi fyrir. „Við höfum sent þeim bréf og beðið þá um að láta af þessum ágangi á okkar félagsmenn og bent á að þeir þurfi að virða nýjan kjarasamning,“ segir Guðmundur. „Samningsumboðið er hjá félaginu en ekki hjá einstaka flugvirkjum.“ Formaðurinn segist fullviss um að Landhelgisgæslan muni lenda í vandræðum ef hún gengur ekki til samninga við félagið, þar sem það sé ekki freistandi fyrir flugvirkja að fara út eins og mál eru stödd. „Mínir félagsmenn sjá sér engan hag í því að fara á sömu launakjörum í erlend verkefni og vera burtu frá fjölskyldum sínum.“ Túlkunaratriði? Annar kafli nýs kjarasamnings flugvirkja og ríkisins fjallar um vinnustað og vinnutíma. Þar segir fyrst að fastur vinnustaður flugvirkja sé á varanlegum starfsstöðvum Landhelgisgæslu Íslands, í framhaldinu að vinnuvika starfsmanna í fullu starfi séu 40 stundir og síðan er fjallað um dagvinnu, yfirvinnu, hvíldartíma og annað. Spurður að því hvort stjórnendur Landhelgisgæslunnar líti ekki einfaldlega svo á að umrædd ákvæði eigi við um störf bæði heima og hérlendis, og því sé ekki þörf á sérsamningi, svara Guðmundur játandi. Hins vegar sé alveg ljóst að það sem kveðið sé á um í samningnum eigi alls ekki við um störf erlendis, þar sem starfsaðstæður séu allt aðrar. Þar sé unnið á alls konar vöktum og undir allt öðru álagi. Því hafi lögmenn FVFÍ komist að þeirri niðurstöðu að umrætt ákvæði samningsins gildi varðandi vinnu utanlands: „Heimilt er að haga vinnu með öðrum hætti en í kafla þessum greinir með samkomulagi starfsmanna og forráðamanna stofnunar og með skriflegu samþykki samningsaðila.“
Túlkunaratriði? Annar kafli nýs kjarasamnings flugvirkja og ríkisins fjallar um vinnustað og vinnutíma. Þar segir fyrst að fastur vinnustaður flugvirkja sé á varanlegum starfsstöðvum Landhelgisgæslu Íslands, í framhaldinu að vinnuvika starfsmanna í fullu starfi séu 40 stundir og síðan er fjallað um dagvinnu, yfirvinnu, hvíldartíma og annað. Spurður að því hvort stjórnendur Landhelgisgæslunnar líti ekki einfaldlega svo á að umrædd ákvæði eigi við um störf bæði heima og hérlendis, og því sé ekki þörf á sérsamningi, svara Guðmundur játandi. Hins vegar sé alveg ljóst að það sem kveðið sé á um í samningnum eigi alls ekki við um störf erlendis, þar sem starfsaðstæður séu allt aðrar. Þar sé unnið á alls konar vöktum og undir allt öðru álagi. Því hafi lögmenn FVFÍ komist að þeirri niðurstöðu að umrætt ákvæði samningsins gildi varðandi vinnu utanlands: „Heimilt er að haga vinnu með öðrum hætti en í kafla þessum greinir með samkomulagi starfsmanna og forráðamanna stofnunar og með skriflegu samþykki samningsaðila.“
Vinnumarkaður Kjaramál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Flugvirkjar afar ósáttir við úrskurð gerðardóms Langvinnri kjaradeilu flugvirkja við ríki lauk með niðurstöðu gerðardóms. Hún var birt á vef á vef ríkissáttasemjara í dag. 18. febrúar 2021 16:27 Deilan komin til gerðardóms Gerðardómur mun úrskurða um laun og kjör flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Í gær var kjaradeilu flugvirkjanna og ríkisins vísað til gerðardóms þar sem ekki tókust kjarasamningar fyrir þann tíma. 5. janúar 2021 13:02 Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til laga um kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslunnar var samþykkt rétt í þessu. Með lögunum er lagt bann við vinnustöðvun flugvirkjanna. 27. nóvember 2020 20:47 Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar. 27. nóvember 2020 19:20 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Sjá meira
Flugvirkjar afar ósáttir við úrskurð gerðardóms Langvinnri kjaradeilu flugvirkja við ríki lauk með niðurstöðu gerðardóms. Hún var birt á vef á vef ríkissáttasemjara í dag. 18. febrúar 2021 16:27
Deilan komin til gerðardóms Gerðardómur mun úrskurða um laun og kjör flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Í gær var kjaradeilu flugvirkjanna og ríkisins vísað til gerðardóms þar sem ekki tókust kjarasamningar fyrir þann tíma. 5. janúar 2021 13:02
Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til laga um kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslunnar var samþykkt rétt í þessu. Með lögunum er lagt bann við vinnustöðvun flugvirkjanna. 27. nóvember 2020 20:47
Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar. 27. nóvember 2020 19:20