Málsvörn fimmmenninganna: Opið bréf til Kára Stefánssonar Úlfur Atli Stefaníuson skrifar 23. febrúar 2021 15:30 Sæll Kári. Ég vil hefja þessa grein á því að þakka þér fyrir gott framlag gegn veirunni, sem og fyrir vinnuna sem fór í að kanna möguleikann á rannsókn með Pfizer. Persónulega, eins og margir aðrir, var ég fyrst og fremst upptekinn af því að rannsóknin yrði að veruleika, enda mikil spenna og væntingar í samfélaginu á tímabili. Fyrir mitt leyti, þá gerði þessi grein fimmmenninganna mér kleift að sjá hlutina í aðeins víðara samhengi. Vissulega varð ekkert úr rannsókninni, en það skaðar þó aldrei neinn að velta fyrir sér hlutunum út frá fersku sjónarhorni. Eflaust voru einhverjir á bakvið tjöldin nú þegar komnir í þessar pælingar en það er kostur þegar almenningur fær tækifæri til þess að vera með í þeim. Þessi grein heimspekinganna var því ágætis innlegg í umræðuna rétt eins og ýmsir pistlar þínir. Ég ætla ekki að leggja í þá vegferð að vega og meta kosti röksemdanna sem búa þar að baki, mig langar fremur til þess að grípa þennan bolta og koma með mínar eigin vangaveltur um samfélagsumræðuna nú til dags. Sem samfélag í heild þá held ég að við ættum að passa okkur á því að tala ekki niður fólk sem nálgast hlutina út frá öðruvísi sjónarhorni en við sjálf. Samfélagið þrífst nefnilega best þegar við leggjum okkur fram við að vera málefnaleg og erum opin fyrir því að taka skoðanir annarra til vangaveltu. Munum að það er eitt af hlutverkum heimspekinga að velta steinum, spyrja erfiðra spurninga um framtíðina og gera sitt besta til þess að bjóða öðru fólki með í þær vangaveltur. Í þessu samhengi getum við einnig talað um „heimspekinga“ í mun víðara samhengi en einungis prófessora í háskólum. Það er öllum frjálst að tileinka sér heimspekilegt hugarfar og ég held að við gerum það flest ómeðvitað að einhverju leyti. Að lokum velti ég því fyrir mér hvort við sem samfélag hefðum ekki gott af því ef þessi metingur á milli raunvísinda, félagsvísinda og hugvísinda myndi lúta í lægra haldi fyrir jákvæðri umræðu um samvinnuflöt þessara þriggja víðu sviða. Boltinn er hjá ykkur kæra samfélag. Höfundur er nemandi í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Sjá meira
Sæll Kári. Ég vil hefja þessa grein á því að þakka þér fyrir gott framlag gegn veirunni, sem og fyrir vinnuna sem fór í að kanna möguleikann á rannsókn með Pfizer. Persónulega, eins og margir aðrir, var ég fyrst og fremst upptekinn af því að rannsóknin yrði að veruleika, enda mikil spenna og væntingar í samfélaginu á tímabili. Fyrir mitt leyti, þá gerði þessi grein fimmmenninganna mér kleift að sjá hlutina í aðeins víðara samhengi. Vissulega varð ekkert úr rannsókninni, en það skaðar þó aldrei neinn að velta fyrir sér hlutunum út frá fersku sjónarhorni. Eflaust voru einhverjir á bakvið tjöldin nú þegar komnir í þessar pælingar en það er kostur þegar almenningur fær tækifæri til þess að vera með í þeim. Þessi grein heimspekinganna var því ágætis innlegg í umræðuna rétt eins og ýmsir pistlar þínir. Ég ætla ekki að leggja í þá vegferð að vega og meta kosti röksemdanna sem búa þar að baki, mig langar fremur til þess að grípa þennan bolta og koma með mínar eigin vangaveltur um samfélagsumræðuna nú til dags. Sem samfélag í heild þá held ég að við ættum að passa okkur á því að tala ekki niður fólk sem nálgast hlutina út frá öðruvísi sjónarhorni en við sjálf. Samfélagið þrífst nefnilega best þegar við leggjum okkur fram við að vera málefnaleg og erum opin fyrir því að taka skoðanir annarra til vangaveltu. Munum að það er eitt af hlutverkum heimspekinga að velta steinum, spyrja erfiðra spurninga um framtíðina og gera sitt besta til þess að bjóða öðru fólki með í þær vangaveltur. Í þessu samhengi getum við einnig talað um „heimspekinga“ í mun víðara samhengi en einungis prófessora í háskólum. Það er öllum frjálst að tileinka sér heimspekilegt hugarfar og ég held að við gerum það flest ómeðvitað að einhverju leyti. Að lokum velti ég því fyrir mér hvort við sem samfélag hefðum ekki gott af því ef þessi metingur á milli raunvísinda, félagsvísinda og hugvísinda myndi lúta í lægra haldi fyrir jákvæðri umræðu um samvinnuflöt þessara þriggja víðu sviða. Boltinn er hjá ykkur kæra samfélag. Höfundur er nemandi í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar