Innlent

Bjart­viðri suð­vestan­lands en víða rigning eða snjó­koma

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er hægari vindi á morgun. Myndin er af Elliðaárdal.
Spáð er hægari vindi á morgun. Myndin er af Elliðaárdal. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir norðaustan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag og víða dálítil rigning eða snjókoma. Þó má reikna með bjartviðri suðvestanlands. Hiti verður víðast á bilinu eitt til sex stig, en nálægt frostmarki á Norður- og Austurlandi.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að hægari vindur verði á morgun, léttskýjað á sunnanverðu landinu og að stytti upp fyrir norðan og austan. Snýst svo í vaxandi suðaustanátt um kvöldið og fer að rigna suðvestantil á landinu.

Sunnan strekkingur og milt veður á föstudag. Súld eða rigning, en úrkomulítið norðan- og norðaustanlands.

Spákortið fyrir hádegið.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Hæg norðlæg og síðar breytileg átt. Bjartviðri um landið S-vert, en dálítil snjókoma norðantil fyrir hádegi. Hiti 0 til 5 stig S-lands, annars vægt frost. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið og þykknar upp á S- og V-landi.

Á föstudag: Sunnan 8-15 m/s með rigningu og súld, en úrkomulítið á N- og A-landi. Hiti 3 til 9 stig.

Á laugardag: Hvöss sunnanátt og rigning, en þurrt að kalla NA-til á landinu. Vestlægari um kvöldið með skúrum eða éljum og kólnar í veðri.

Á sunnudag: Stíf suðvestanátt og éljagangur, en þurrt NA- og A-lands. Hiti 0 til 5 stig.

Á mánudag: Vestlæg átt og dálítil él V-lands, en léttskýjað um landið A-vert. Kólnandi í bili.

Á þriðjudag: Útlit fyrir suðaustanátt með vætu S- og V-lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×