Tveir Valsarar í bann eftir lætin á Akureyri en ÍBV ekki refsað Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2021 11:00 Stiven Tobar Valencia missti stjórn á skapi sínu á Akureyri. vísir/Hulda Margrét Valsmenn verða án tveggja öflugra leikmanna vegna leikbanns, í stórleiknum við FH næsta mánudagskvöld í Olís-deild karla í handbolta. Þeim Antoni Rúnarssyni og Stiven Tobar Valencia var heitt í hamsi eftir að Valur glutraði niður sex marka forskoti undir lok leiks gegn KA á Akureyri í síðustu viku. Niðurstaðan varð jafntefli, 27-27. Hér að neðan má sjá innslag úr Seinni bylgjunni þar sem sést til að mynda að Stiven sparkaði í og braut auglýsingaskilti á leið sinni af vellinum. Það sauð einnig á Antoni og liðsfélagar hans áttu fullt í fangi með að róa hann niður. Klippa: Valsmenn reiðir á Akureyri Í úrskurði aganefndar HSÍ kemur aðeins fram að þeir Anton og Stiven hafi hlotið útilokun vegna óíþróttamannslegrar hegðunar, og að þeir séu úrskurðaðir í eins leiks bann hvor. Athygli er þó vakin á stighækkandi áhrifum leikbanna. Ámælisverð framganga Eyjamanns Aganefnd úrskurðaði einnig um mál er varðar framkomu aðila á vegum ÍBV í garð dómara, eftir leik ÍBV og KA 15. febrúar. Þar unnu KA-menn eins marks sigur með umdeildu marki í blálokin. Framganga Eyjamannsins var sannarlega ámælisverð að mati aganefndar en hún mun þó ekki aðhafast frekar í málinu. Að mati nefndarinnar er „varhugavert að slá því föstu, eins og málið liggur fyrir, að framkoman geti talist vítaverð eða hættuleg gagnvart dómurum leiksins, í skilningi 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.“ Olís-deild karla Valur ÍBV Tengdar fréttir Sjáðu lokakaflann ótrúlega í leik KA og Vals Lokakaflinn í leik KA og Vals í Olís-deild karla í gær verður lengi í minnum hafður. KA-menn voru fjórum mörkum undir þegar tvær og hálf mínúta var eftir en náðu samt jafntefli, 27-27. 19. febrúar 2021 15:01 Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 27-27 | Ótrúleg endurkoma skilaði KA-mönnum stigi KA og Valur skildu jöfn eftir æsilegar lokamínútur í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld. 18. febrúar 2021 21:48 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Þeim Antoni Rúnarssyni og Stiven Tobar Valencia var heitt í hamsi eftir að Valur glutraði niður sex marka forskoti undir lok leiks gegn KA á Akureyri í síðustu viku. Niðurstaðan varð jafntefli, 27-27. Hér að neðan má sjá innslag úr Seinni bylgjunni þar sem sést til að mynda að Stiven sparkaði í og braut auglýsingaskilti á leið sinni af vellinum. Það sauð einnig á Antoni og liðsfélagar hans áttu fullt í fangi með að róa hann niður. Klippa: Valsmenn reiðir á Akureyri Í úrskurði aganefndar HSÍ kemur aðeins fram að þeir Anton og Stiven hafi hlotið útilokun vegna óíþróttamannslegrar hegðunar, og að þeir séu úrskurðaðir í eins leiks bann hvor. Athygli er þó vakin á stighækkandi áhrifum leikbanna. Ámælisverð framganga Eyjamanns Aganefnd úrskurðaði einnig um mál er varðar framkomu aðila á vegum ÍBV í garð dómara, eftir leik ÍBV og KA 15. febrúar. Þar unnu KA-menn eins marks sigur með umdeildu marki í blálokin. Framganga Eyjamannsins var sannarlega ámælisverð að mati aganefndar en hún mun þó ekki aðhafast frekar í málinu. Að mati nefndarinnar er „varhugavert að slá því föstu, eins og málið liggur fyrir, að framkoman geti talist vítaverð eða hættuleg gagnvart dómurum leiksins, í skilningi 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.“
Olís-deild karla Valur ÍBV Tengdar fréttir Sjáðu lokakaflann ótrúlega í leik KA og Vals Lokakaflinn í leik KA og Vals í Olís-deild karla í gær verður lengi í minnum hafður. KA-menn voru fjórum mörkum undir þegar tvær og hálf mínúta var eftir en náðu samt jafntefli, 27-27. 19. febrúar 2021 15:01 Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 27-27 | Ótrúleg endurkoma skilaði KA-mönnum stigi KA og Valur skildu jöfn eftir æsilegar lokamínútur í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld. 18. febrúar 2021 21:48 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Sjáðu lokakaflann ótrúlega í leik KA og Vals Lokakaflinn í leik KA og Vals í Olís-deild karla í gær verður lengi í minnum hafður. KA-menn voru fjórum mörkum undir þegar tvær og hálf mínúta var eftir en náðu samt jafntefli, 27-27. 19. febrúar 2021 15:01
Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 27-27 | Ótrúleg endurkoma skilaði KA-mönnum stigi KA og Valur skildu jöfn eftir æsilegar lokamínútur í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld. 18. febrúar 2021 21:48
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti