Bjuggust ekki við að sjá þetta hjá Valsmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2021 13:31 Þorgils Jón Svölu Baldursson skorar kannski ekki mikið en skiptir engu að síður gríðarlega miklu máli fyrir Valsliðið. Vísir/Bára Sportið í dag fór yfir það hvernig Valsmenn komu til baka eftir klúðrið fyrir norðan og unnu einn flottasta sigur tímabilsins í Olís deild karla í handbolta. Valsmenn hafa verið í miklum vandræðum eftir að Olís deildin fór aftur af stað eftir kórónuveiruhlé en það var allt annað að sjá liðið í stórsigri á Aftureldingu í síðustu umferð. Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu Valsliðið í nýjast hlaðvarpsþætti Sportsins í dag á Vísi. „Það kviknaði heldur betur á þeim í gær,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í upphafi umræðunnar um Valsliðið. „Ég verð að viðurkenna það að ég bjóst ekki við þessu,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir var algjörlega sammála honum í því. „Ég sá þetta engan veginn fyrir. Þessi rosalegi kraftur og fyrir mér er stóri munurinn er að við erum að sjá að stóru leyti að sjá hversu rosalegt mikilvægi Þorgils Jóns Svölu Baldurssonar fyrir þetta Valslið. Vinnslan, tempóið og öll áræðni í liðinu sérstaklega varnarlega,“ sagði Henry Birgir. „Við sáum þá fá á baukinn um daginn þegar þeir fengu á sig 35 mörk. Þeir jarða Aftureldingu og fá á sig tíu mörk í fyrri hálfleiknum. Þorgils færir liðinu svo mikið þó svo að hann sé bara orðinn einhver sjötíu prósent maður,“ sagði Henry Birgir. „Hann er ekki einu sinni alveg heill,“ sagði Ríkharð. Henry sagði að Þorgils hefði spilað tíu mínútur í hvorum hálfleik á móti KA fyrir norðan en spilaði fimmtán til tuttugu mínútur í hálfleik á móti Aftureldingu. Róbert Aron Hostert er síðan að koma inn í næsta leik en hann er líka mjög góður varnarmaður auk þess að vera afburðarsóknarmaður líka. „Ég held að Valsmenn séu að fara að ná vopnum sínum en þetta var rosalega mikilvægt hvernig þeir settu tóninn í þessum leik upp á framhaldið að gera. Þeir létu önnur lið vita að þeir væru ekki að fara neitt,“ sagði Ríkharð. Það má heyra þetta og það sem þeir sögðu um markmenn Valsliðsins og Hreiðar Levý Guðmundsson í nýjasta þættinum af Sportinu í dag. Þátturinn er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Valur Sportið í dag Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Valsmenn hafa verið í miklum vandræðum eftir að Olís deildin fór aftur af stað eftir kórónuveiruhlé en það var allt annað að sjá liðið í stórsigri á Aftureldingu í síðustu umferð. Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu Valsliðið í nýjast hlaðvarpsþætti Sportsins í dag á Vísi. „Það kviknaði heldur betur á þeim í gær,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í upphafi umræðunnar um Valsliðið. „Ég verð að viðurkenna það að ég bjóst ekki við þessu,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir var algjörlega sammála honum í því. „Ég sá þetta engan veginn fyrir. Þessi rosalegi kraftur og fyrir mér er stóri munurinn er að við erum að sjá að stóru leyti að sjá hversu rosalegt mikilvægi Þorgils Jóns Svölu Baldurssonar fyrir þetta Valslið. Vinnslan, tempóið og öll áræðni í liðinu sérstaklega varnarlega,“ sagði Henry Birgir. „Við sáum þá fá á baukinn um daginn þegar þeir fengu á sig 35 mörk. Þeir jarða Aftureldingu og fá á sig tíu mörk í fyrri hálfleiknum. Þorgils færir liðinu svo mikið þó svo að hann sé bara orðinn einhver sjötíu prósent maður,“ sagði Henry Birgir. „Hann er ekki einu sinni alveg heill,“ sagði Ríkharð. Henry sagði að Þorgils hefði spilað tíu mínútur í hvorum hálfleik á móti KA fyrir norðan en spilaði fimmtán til tuttugu mínútur í hálfleik á móti Aftureldingu. Róbert Aron Hostert er síðan að koma inn í næsta leik en hann er líka mjög góður varnarmaður auk þess að vera afburðarsóknarmaður líka. „Ég held að Valsmenn séu að fara að ná vopnum sínum en þetta var rosalega mikilvægt hvernig þeir settu tóninn í þessum leik upp á framhaldið að gera. Þeir létu önnur lið vita að þeir væru ekki að fara neitt,“ sagði Ríkharð. Það má heyra þetta og það sem þeir sögðu um markmenn Valsliðsins og Hreiðar Levý Guðmundsson í nýjasta þættinum af Sportinu í dag. Þátturinn er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Valur Sportið í dag Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira