Óvæntu stjörnurnar í Olís-deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. febrúar 2021 11:00 Nokkrar af óvæntu stjörnum Olís-deildar karla í vetur. Eins og venjulega hafa nokkrir leikmenn, sem voru nokkuð óþekktar stærðir fyrir tímabilið, komið á óvart og skotist upp á stjörnuhiminn Olís-deildar karla í handbolta. Vísir fer yfir óvæntu stjörnur Olís-deildarinnar á tímabilinu. Einar Þorsteinn Ólafsson, Val Einar Þorsteinn Ólafsson hefur stimplað sig inn sem hörkuvarnarmaður.stöð 2 sport Valsmenn hafa glímt við mikil meiðsli í vetur og í fjarveru lykilmanna hafa ungir og efnilegir strákar fengið á spreyta sig. Meðal þeirra er Einar Þorsteinn Ólafsson, nítján ára sonur besta handboltamanns sem Ísland hefur alið. Til að byrja með spilaði Einar aðallega fyrir framan í 5-1 vörn Vals en í síðustu leikjum hefur hann leikið í miðri 6-0 vörn liðsins. Hann átti góðan leik gegn KA og enn betri leik gegn Aftureldingu. Einar er hávaxinn, með langar hendur, góða fótavinnu og efni í öflugan varnarmann. Klippa: Einar Þorsteinn Ólafsson Stefán Huldar Stefánsson, Gróttu Stefán Huldar Stefánsson er besti markvörður Olís-deildarinnar ef litið er til hlutfallsmarkvörslu.vísir/hulda margrét Á einu ári hefur Stefán Huldar Stefánsson farið úr því að vera markvörður fallliðs HK í að vera besti markvörður deildarinnar í vetur. Stefán hefur varið eins og óður maður og er með bestu hlutfallsmarkvörsluna í Olís-deildinni, eða 40,7 prósent sem er frábær tölfræði. Þá er hann í 2. sæti á listanum yfir þá leikmenn deildarinnar sem eru með hæstu heildareinkunnina hjá HB Statz. Stefán hefur reynst sannkölluð himnasending fyrir nýliða Gróttu og á hvað stærstan þátt í að þeir geta látið sig dreyma um sæti í úrslitakeppninni. Stefán er samningsbundinn Haukum og það verður spennandi að sjá hvort hann fær að spreyta sig með liðinu á næsta tímabili. Guðmundur Bragi Ástþórsson, Aftureldingu Guðmundur Bragi Ástþórsson er afar snjall leikmaður.vísir/hulda margrét Annar leikmaður sem ógnarsterkir Haukar gátu leyft sér að lána í annað lið í Olís-deildinni. Eftir að hafa farið mikinn með ungmennaliði Hauka í Grill 66-deildinni fékk Afturelding Guðmund Braga Ástþórsson að láni til að hjálpa til í öllum meiðslavandræðum liðsins. Og það hefur hann gert. Í fjórum leikjum með Aftureldingu hefur Guðmundur Bragi skorað 4,5 mörk að meðaltali og gefið 4,0 stoðsendingar. Guðmundur Bragi er fótafimur og býr yfir miklum leiksskilningi. Klippa: Guðmundur Bragi Ástþórsson Sveinn Brynjar Agnarsson, ÍR Sveinn Brynjar Agnarsson átti sérlega góðan leik gegn Haukum í síðustu umferð.vísir/vilhelm Eins og búist var við hafa ÍR-ingar átt afar erfitt uppdráttar í vetur og tapað öllum leikjum sínum. Það er þó ekki allt alslæmt hjá ÍR og einn af ljósu punktunum hjá liðinu er hægri hornamaðurinn Sveinn Brynjar Agnarsson. Eftir að hafa staðið í skugga Kristjáns Orra Jóhannssonar undanfarin ár hefur Sveinn nýtt tækifærið sitt í vetur virkilega vel. Sveinn er markahæstur ÍR-inga á tímabilinu með 45 mörk. Tíu þeirra komu í tapinu fyrir Haukum á mánudaginn þar sem Sveinn fór oft illa með landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson. Fátt bendir til annars en ÍR leiki í Grill 66-deildinni á næsta tímabili en Sveinn gæti hæglega spilað áfram í Olís-deildinni. Klippa: Sveinn Brynjar Þorvaldur Tryggvason, Fram Þorvaldur Tryggvason er með eina bestu skotnýtingu í Olís-deildinni.vísir/hulda margrét Einn fjölmargra leikmanna sem Fram fékk fyrir tímabilið var línumaðurinn Þorvaldur Tryggvason úr Fjölni. Tækifærum hans hefur fjölgað eftir því sem á tímabilið hefur liðið og hann hefur nýtt þau vel. Þorvaldur hefur verið öflugur í miðri vörn Fram og einnig verið flottur í sókn. Hann hefur skorað 21 mark og er með frábæra 87,5 prósent skotnýtingu. Gæti reynst Frömmurum enn mikilvægari í framhaldinu. Klippa: Þorvaldur Tryggvason Darri Aronsson, Haukum Darri Aronsson meiddist í leiknum gegn KA í gær. Meiðslin eru vonandi ekki alvarleg.vísir/vilhelm Áður en Darri Aronsson sleit krossband í hné í upphafi síðasta tímabils var hann aðallega þekktur sem varnarmaður. Hann fór ekki oft fram yfir miðju og þegar hann gerði það var útkoman ekkert frábær. En í endurhæfingunni virðist Darri hafa fundið sinn innri sóknarmann og hefur verið virkilega flottur á þeim enda vallarins í vetur. Hann er með fjölbreytt og góð skot og nýtir sín færi vel. Darri hefur skorað 27 mörk þrátt fyrir að spila sjaldnast meira en hálftíma í leik enda eru Haukar með gríðarlega mikla breidd. Þá er Darri orðinn skynsamari í varnarleiknum og fær færri brottvísanir fyrir klaufaleg brot en áður. Klippa: Darri Aronsson Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu Þorsteinn Leó Gunnarsson hefur fengið stórt hlutverk með Aftureldingu í vetur og leyst það frábærlega.vísir/hulda margrét Á nokkrum vikum fór Þorsteinn Leó Gunnarsson úr því að vera nýliði í Olís-deildinni í að verða framtíð íslensks handbolta. Og það er innistæða fyrir væntingunum. Við eigum ekki margar hávaxnar og stæðilegar skyttur sem geta skotið af löngu færi eins og Þorsteinn. Þess fyrir utan er strákurinn flinkur í gegnumbrotum. Þorsteinn er markahæstur í liði Aftureldingar á tímabilinu með 41 mark og er með flotta 61 prósent skotnýtingu. Þá stendur hann vörnina vel. Þorsteinn á margt ólært en hefur alla burði til að komast í fremstu röð. Einar Örn Sindrason, FH Einar Örn Sindrason hefur bæði spilað sem skytta og leikstjórnandi hjá FH og leyst báðar stöður vel.vísir/vilhelm Eftir að Bjarni Ófeigur Valdimarsson fór til Svíþjóðar stækkaði hlutverk Einars Arnar Sindrasonar í FH-liðinu til muna. Og hann hefur skilað því með miklum sóma. Einar hefur skorað 26 mörk og gefið þrjátíu stoðsendingar og því komið með beinum hætti að 56 mörkum í vetur. Afar skynsamur leikmaður sem þekkir sín takmörk. FH-ingar þurfa á Einari að halda og hann gæti reynst liðinu ómetanlegur í framhaldinu. Klippa: Einar Örn Sindrason Adam Thorstensen, Stjörnunni Breiðhyltingurinn Adam Thorstensen er afar lofandi markvörður.vísir/bára Patrekur Jóhannesson gæti hafa gert ein bestu kaup vetrarins þegar hann fékk Adam Thorstensen frá ÍR. Þessi bráðefnilegi markvörður hefur verið einn mest vaxandi leikmaður Olís-deildarinnar á tímabilinu. Í heildina er Adam með 30,1 prósent hlutfallsmarkvörslu sem er ekkert stórkostlegt en í síðustu leikjum hefur hann verið á mikilli uppleið. Adam var gríðarlega lofandi markvörður fyrir nokkrum árum og virðist vera kominn aftur á beinu brautina í boltanum. Það er ekki að ástæðulausu að Patrekur kallaði hann efnilegasta markvörð landsins. Klippa: Adam Thorstensen Jóhann Geir Sævarsson, KA Jóhann Geir Sævarsson Árnasonar hefur komið mjög sterkur inn í lið KA.vísir/hulda margrét Talandi um vaxandi leikmenn, þá er Jóhann Geir Sævarsson einn af þeim. Eðlilega féllu félagaskipti hans frá Þór til KA fyrir tímabilið nokkuð í skuggann af heimkomu Árna Braga Eyjólfssonar og Ólafs Gústafssonar. En Jóhann hefur reynst KA mikill happafengur, sérstaklega í ljósi þess að hann fékk það erfiða verkefni að fylla skarð Dags Gautasonar í vinstra horninu. Jóhann hefur verið mjög góður að undanförnu og skorað nítján mörk í síðustu fjórum leikjum KA og varla klikkað á skoti. Í heildina er Jóhann kominn með 35 mörk í Olís-deildinni og er með 76,1 prósent skotnýtingu. Faðir Jóhanns, Sævar Árnason, reyndist KA einstaklega vel um langt árabil og Jóhann virðist ætla að leika sama leik og hann. Klippa: Jóhann Geir Sævarsson Gunnar Dan Hlynsson, Gróttu Gunnar Dan Hlynsson er mikill þjarkur.vísir/hulda margrét Annar leikmaður sem er ofarlega á listanum yfir bestu félagaskipti tímabilsins. Grótta fékk Gunnar Dan Hlynsson á láni frá Haukum og hann hefur reynst Seltirningum einstaklega vel. Gunnar leggur líf og sál í leikinn og spilar alla leiki eins hann sé hans síðasti á ferlinum. Hann er sérstaklega óþolandi varnarmaður, ekki ósvipaður nafna sínum, Kristni Malmquist Þórssyni í Aftureldingu. Þá hefur Gunnar skorað þrjátíu mörk af línunni og er með 75 prósent skotnýtingu. Klippa: Gunnar Dan Hlynsson Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Einar Þorsteinn Ólafsson, Val Einar Þorsteinn Ólafsson hefur stimplað sig inn sem hörkuvarnarmaður.stöð 2 sport Valsmenn hafa glímt við mikil meiðsli í vetur og í fjarveru lykilmanna hafa ungir og efnilegir strákar fengið á spreyta sig. Meðal þeirra er Einar Þorsteinn Ólafsson, nítján ára sonur besta handboltamanns sem Ísland hefur alið. Til að byrja með spilaði Einar aðallega fyrir framan í 5-1 vörn Vals en í síðustu leikjum hefur hann leikið í miðri 6-0 vörn liðsins. Hann átti góðan leik gegn KA og enn betri leik gegn Aftureldingu. Einar er hávaxinn, með langar hendur, góða fótavinnu og efni í öflugan varnarmann. Klippa: Einar Þorsteinn Ólafsson Stefán Huldar Stefánsson, Gróttu Stefán Huldar Stefánsson er besti markvörður Olís-deildarinnar ef litið er til hlutfallsmarkvörslu.vísir/hulda margrét Á einu ári hefur Stefán Huldar Stefánsson farið úr því að vera markvörður fallliðs HK í að vera besti markvörður deildarinnar í vetur. Stefán hefur varið eins og óður maður og er með bestu hlutfallsmarkvörsluna í Olís-deildinni, eða 40,7 prósent sem er frábær tölfræði. Þá er hann í 2. sæti á listanum yfir þá leikmenn deildarinnar sem eru með hæstu heildareinkunnina hjá HB Statz. Stefán hefur reynst sannkölluð himnasending fyrir nýliða Gróttu og á hvað stærstan þátt í að þeir geta látið sig dreyma um sæti í úrslitakeppninni. Stefán er samningsbundinn Haukum og það verður spennandi að sjá hvort hann fær að spreyta sig með liðinu á næsta tímabili. Guðmundur Bragi Ástþórsson, Aftureldingu Guðmundur Bragi Ástþórsson er afar snjall leikmaður.vísir/hulda margrét Annar leikmaður sem ógnarsterkir Haukar gátu leyft sér að lána í annað lið í Olís-deildinni. Eftir að hafa farið mikinn með ungmennaliði Hauka í Grill 66-deildinni fékk Afturelding Guðmund Braga Ástþórsson að láni til að hjálpa til í öllum meiðslavandræðum liðsins. Og það hefur hann gert. Í fjórum leikjum með Aftureldingu hefur Guðmundur Bragi skorað 4,5 mörk að meðaltali og gefið 4,0 stoðsendingar. Guðmundur Bragi er fótafimur og býr yfir miklum leiksskilningi. Klippa: Guðmundur Bragi Ástþórsson Sveinn Brynjar Agnarsson, ÍR Sveinn Brynjar Agnarsson átti sérlega góðan leik gegn Haukum í síðustu umferð.vísir/vilhelm Eins og búist var við hafa ÍR-ingar átt afar erfitt uppdráttar í vetur og tapað öllum leikjum sínum. Það er þó ekki allt alslæmt hjá ÍR og einn af ljósu punktunum hjá liðinu er hægri hornamaðurinn Sveinn Brynjar Agnarsson. Eftir að hafa staðið í skugga Kristjáns Orra Jóhannssonar undanfarin ár hefur Sveinn nýtt tækifærið sitt í vetur virkilega vel. Sveinn er markahæstur ÍR-inga á tímabilinu með 45 mörk. Tíu þeirra komu í tapinu fyrir Haukum á mánudaginn þar sem Sveinn fór oft illa með landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson. Fátt bendir til annars en ÍR leiki í Grill 66-deildinni á næsta tímabili en Sveinn gæti hæglega spilað áfram í Olís-deildinni. Klippa: Sveinn Brynjar Þorvaldur Tryggvason, Fram Þorvaldur Tryggvason er með eina bestu skotnýtingu í Olís-deildinni.vísir/hulda margrét Einn fjölmargra leikmanna sem Fram fékk fyrir tímabilið var línumaðurinn Þorvaldur Tryggvason úr Fjölni. Tækifærum hans hefur fjölgað eftir því sem á tímabilið hefur liðið og hann hefur nýtt þau vel. Þorvaldur hefur verið öflugur í miðri vörn Fram og einnig verið flottur í sókn. Hann hefur skorað 21 mark og er með frábæra 87,5 prósent skotnýtingu. Gæti reynst Frömmurum enn mikilvægari í framhaldinu. Klippa: Þorvaldur Tryggvason Darri Aronsson, Haukum Darri Aronsson meiddist í leiknum gegn KA í gær. Meiðslin eru vonandi ekki alvarleg.vísir/vilhelm Áður en Darri Aronsson sleit krossband í hné í upphafi síðasta tímabils var hann aðallega þekktur sem varnarmaður. Hann fór ekki oft fram yfir miðju og þegar hann gerði það var útkoman ekkert frábær. En í endurhæfingunni virðist Darri hafa fundið sinn innri sóknarmann og hefur verið virkilega flottur á þeim enda vallarins í vetur. Hann er með fjölbreytt og góð skot og nýtir sín færi vel. Darri hefur skorað 27 mörk þrátt fyrir að spila sjaldnast meira en hálftíma í leik enda eru Haukar með gríðarlega mikla breidd. Þá er Darri orðinn skynsamari í varnarleiknum og fær færri brottvísanir fyrir klaufaleg brot en áður. Klippa: Darri Aronsson Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu Þorsteinn Leó Gunnarsson hefur fengið stórt hlutverk með Aftureldingu í vetur og leyst það frábærlega.vísir/hulda margrét Á nokkrum vikum fór Þorsteinn Leó Gunnarsson úr því að vera nýliði í Olís-deildinni í að verða framtíð íslensks handbolta. Og það er innistæða fyrir væntingunum. Við eigum ekki margar hávaxnar og stæðilegar skyttur sem geta skotið af löngu færi eins og Þorsteinn. Þess fyrir utan er strákurinn flinkur í gegnumbrotum. Þorsteinn er markahæstur í liði Aftureldingar á tímabilinu með 41 mark og er með flotta 61 prósent skotnýtingu. Þá stendur hann vörnina vel. Þorsteinn á margt ólært en hefur alla burði til að komast í fremstu röð. Einar Örn Sindrason, FH Einar Örn Sindrason hefur bæði spilað sem skytta og leikstjórnandi hjá FH og leyst báðar stöður vel.vísir/vilhelm Eftir að Bjarni Ófeigur Valdimarsson fór til Svíþjóðar stækkaði hlutverk Einars Arnar Sindrasonar í FH-liðinu til muna. Og hann hefur skilað því með miklum sóma. Einar hefur skorað 26 mörk og gefið þrjátíu stoðsendingar og því komið með beinum hætti að 56 mörkum í vetur. Afar skynsamur leikmaður sem þekkir sín takmörk. FH-ingar þurfa á Einari að halda og hann gæti reynst liðinu ómetanlegur í framhaldinu. Klippa: Einar Örn Sindrason Adam Thorstensen, Stjörnunni Breiðhyltingurinn Adam Thorstensen er afar lofandi markvörður.vísir/bára Patrekur Jóhannesson gæti hafa gert ein bestu kaup vetrarins þegar hann fékk Adam Thorstensen frá ÍR. Þessi bráðefnilegi markvörður hefur verið einn mest vaxandi leikmaður Olís-deildarinnar á tímabilinu. Í heildina er Adam með 30,1 prósent hlutfallsmarkvörslu sem er ekkert stórkostlegt en í síðustu leikjum hefur hann verið á mikilli uppleið. Adam var gríðarlega lofandi markvörður fyrir nokkrum árum og virðist vera kominn aftur á beinu brautina í boltanum. Það er ekki að ástæðulausu að Patrekur kallaði hann efnilegasta markvörð landsins. Klippa: Adam Thorstensen Jóhann Geir Sævarsson, KA Jóhann Geir Sævarsson Árnasonar hefur komið mjög sterkur inn í lið KA.vísir/hulda margrét Talandi um vaxandi leikmenn, þá er Jóhann Geir Sævarsson einn af þeim. Eðlilega féllu félagaskipti hans frá Þór til KA fyrir tímabilið nokkuð í skuggann af heimkomu Árna Braga Eyjólfssonar og Ólafs Gústafssonar. En Jóhann hefur reynst KA mikill happafengur, sérstaklega í ljósi þess að hann fékk það erfiða verkefni að fylla skarð Dags Gautasonar í vinstra horninu. Jóhann hefur verið mjög góður að undanförnu og skorað nítján mörk í síðustu fjórum leikjum KA og varla klikkað á skoti. Í heildina er Jóhann kominn með 35 mörk í Olís-deildinni og er með 76,1 prósent skotnýtingu. Faðir Jóhanns, Sævar Árnason, reyndist KA einstaklega vel um langt árabil og Jóhann virðist ætla að leika sama leik og hann. Klippa: Jóhann Geir Sævarsson Gunnar Dan Hlynsson, Gróttu Gunnar Dan Hlynsson er mikill þjarkur.vísir/hulda margrét Annar leikmaður sem er ofarlega á listanum yfir bestu félagaskipti tímabilsins. Grótta fékk Gunnar Dan Hlynsson á láni frá Haukum og hann hefur reynst Seltirningum einstaklega vel. Gunnar leggur líf og sál í leikinn og spilar alla leiki eins hann sé hans síðasti á ferlinum. Hann er sérstaklega óþolandi varnarmaður, ekki ósvipaður nafna sínum, Kristni Malmquist Þórssyni í Aftureldingu. Þá hefur Gunnar skorað þrjátíu mörk af línunni og er með 75 prósent skotnýtingu. Klippa: Gunnar Dan Hlynsson Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira