Innlent

Maður fór í sjóinn í Kópavogshöfn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tveir sjúkrabílar voru sendir í Kópavogshöfn í kvöld.
Tveir sjúkrabílar voru sendir í Kópavogshöfn í kvöld. Vísir/vilhelm

Mikill viðbúnaður var í Kópavogshöfn á áttunda tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um mann sem farið hefði í sjóinn. Fólk í höfninni hafði komið manninum á land þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn og hann sakaði ekki.

Rúnar Helgason varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi neitað allri aðstoð slökkviliðs. Hann hafi verið skoðaður á staðnum en farið svo leiðar sinnar. Rúnar kveðst ekki vita hvernig maðurinn lenti í sjónum eða neitt frekar um aðdraganda þess.

Lítið var vitað um útkallið í fyrstu og mikill viðbúnaður því sendur á staðinn. Fimm kafarar fóru á vettvang, auk dælubíls og tveggja sjúkrabíla. Útkallinu lauk um áttaleytið, rúmum tuttugu mínútum eftir að tilkynning barst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×