Þurfa að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2021 12:23 Fólk bíður í löngum röðum eftir áfyllingum á súerfnistanka í Suður-Ameríku. Þessi mynd var tekin í Perú. AP/Martin Mejia Víða í Afríku og Suður-Ameríku glíma heilbrigðisstarfsmenn við súrefnisskort. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og læknar segja skortinn hafa verið fyrirsjáanlegan og að hann hafi leitt til óþarfa dauðsfalla. Í Brasilíu og Nígeríu, auk annarra ríkja, hafi ekki verið gripið til aðgerða varðandi dræma framleiðslu og birgðir, fyrr en skorturinn var farinn að valda verulegum vandræðum og fólk hafi byrjað að deyja. Samhliða auknum skorti hafi verð hækkað verulega. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að íbúar þessara landa leiti ítrekað á svarta markaði eftir súrefniskútum fyrir fjölskyldumeðlimi sína. Í Brasilíu voru svindlarar til að mynda handteknir eftir að þeir voru að selja gömul slökkvitæki sem þeir höfðu málað sem súrefniskúta. Þá hafa læknar þar í landi þurft að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts. Það er að segja að velja hverjir fá súrefni og hverjir ekki. AP segir það taka um tólf vikur að koma upp súrefnisvinnslu fyrir sjúkrahús og minni tíma að breyta súrefnisframleiðslu til iðnaðar í vinnslu sem hægt sé að nota við heilbrigðisþjónustu. Það hafi ekki verið gert víðast hvar í þeim löndum sem eiga nú í vandræðum. John Nkengasong, sem stýrir aðgerðum WHO í Afríku sagði fréttaveitunni að þörfin í heimsálfunni væri mikil. Smituðum hafi fjölgað töluvert og fólk sé að deyja vegna súrefnisskorts. Sérstaklega fólk með alvarlega lungnabólgu vegna Covid-19. Over 3.9 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 3.5 million recoveries & 107,000 deaths cumulatively. View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/FKav40Cbdd pic.twitter.com/UEAaedWqmE— WHO African Region (@WHOAFRO) February 24, 2021 Annar sérfræðingur WHO sagði að framleiðslugeta Afríku hefði ekki annað eftirspurn fyrir faraldurinn. Hún hafi aukist en nú sé skorturinn mikill á sérstaklega hreinu súrefni fyrir þá sem eru alvarlega veikir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Nígería Tengdar fréttir Hundrað þúsund dánir í Afríku vegna Covid-19 Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku er kominn yfir hundrað þúsund, svo vitað sé. Ráðamönnum heimsálfunnar hefur verið hrósað fyrir góð viðbrögð við upphaflegu flóðbylgju heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, en ný bylgja virðist nú ganga þar yfir. 19. febrúar 2021 16:18 Slaka á aðgerðum og fá sína fyrstu bóluefnaskammta Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa slakað á takmörkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Bráðsmitandi afbrigði veirunnar hefur herjað á landið sem hefur nú fengið sína fyrstu skammta af bóluefni. 2. febrúar 2021 00:00 Fleiri en 200.000 látnir í Rómönsku Ameríku Tala látinna í Rómönsku Ameríku í kórónuveiruheimsfaraldrinum fór yfir 200.000 manns í gær. Verst er ástandið í Brasilíu og Mexíkó þar sem um 70% dauðsfalla í heimshlutanum til þessa hafa orðið. Nýjum smitum fjölgar enn í löndunum. 2. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Í Brasilíu og Nígeríu, auk annarra ríkja, hafi ekki verið gripið til aðgerða varðandi dræma framleiðslu og birgðir, fyrr en skorturinn var farinn að valda verulegum vandræðum og fólk hafi byrjað að deyja. Samhliða auknum skorti hafi verð hækkað verulega. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að íbúar þessara landa leiti ítrekað á svarta markaði eftir súrefniskútum fyrir fjölskyldumeðlimi sína. Í Brasilíu voru svindlarar til að mynda handteknir eftir að þeir voru að selja gömul slökkvitæki sem þeir höfðu málað sem súrefniskúta. Þá hafa læknar þar í landi þurft að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts. Það er að segja að velja hverjir fá súrefni og hverjir ekki. AP segir það taka um tólf vikur að koma upp súrefnisvinnslu fyrir sjúkrahús og minni tíma að breyta súrefnisframleiðslu til iðnaðar í vinnslu sem hægt sé að nota við heilbrigðisþjónustu. Það hafi ekki verið gert víðast hvar í þeim löndum sem eiga nú í vandræðum. John Nkengasong, sem stýrir aðgerðum WHO í Afríku sagði fréttaveitunni að þörfin í heimsálfunni væri mikil. Smituðum hafi fjölgað töluvert og fólk sé að deyja vegna súrefnisskorts. Sérstaklega fólk með alvarlega lungnabólgu vegna Covid-19. Over 3.9 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 3.5 million recoveries & 107,000 deaths cumulatively. View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/FKav40Cbdd pic.twitter.com/UEAaedWqmE— WHO African Region (@WHOAFRO) February 24, 2021 Annar sérfræðingur WHO sagði að framleiðslugeta Afríku hefði ekki annað eftirspurn fyrir faraldurinn. Hún hafi aukist en nú sé skorturinn mikill á sérstaklega hreinu súrefni fyrir þá sem eru alvarlega veikir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Nígería Tengdar fréttir Hundrað þúsund dánir í Afríku vegna Covid-19 Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku er kominn yfir hundrað þúsund, svo vitað sé. Ráðamönnum heimsálfunnar hefur verið hrósað fyrir góð viðbrögð við upphaflegu flóðbylgju heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, en ný bylgja virðist nú ganga þar yfir. 19. febrúar 2021 16:18 Slaka á aðgerðum og fá sína fyrstu bóluefnaskammta Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa slakað á takmörkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Bráðsmitandi afbrigði veirunnar hefur herjað á landið sem hefur nú fengið sína fyrstu skammta af bóluefni. 2. febrúar 2021 00:00 Fleiri en 200.000 látnir í Rómönsku Ameríku Tala látinna í Rómönsku Ameríku í kórónuveiruheimsfaraldrinum fór yfir 200.000 manns í gær. Verst er ástandið í Brasilíu og Mexíkó þar sem um 70% dauðsfalla í heimshlutanum til þessa hafa orðið. Nýjum smitum fjölgar enn í löndunum. 2. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Hundrað þúsund dánir í Afríku vegna Covid-19 Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku er kominn yfir hundrað þúsund, svo vitað sé. Ráðamönnum heimsálfunnar hefur verið hrósað fyrir góð viðbrögð við upphaflegu flóðbylgju heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, en ný bylgja virðist nú ganga þar yfir. 19. febrúar 2021 16:18
Slaka á aðgerðum og fá sína fyrstu bóluefnaskammta Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa slakað á takmörkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Bráðsmitandi afbrigði veirunnar hefur herjað á landið sem hefur nú fengið sína fyrstu skammta af bóluefni. 2. febrúar 2021 00:00
Fleiri en 200.000 látnir í Rómönsku Ameríku Tala látinna í Rómönsku Ameríku í kórónuveiruheimsfaraldrinum fór yfir 200.000 manns í gær. Verst er ástandið í Brasilíu og Mexíkó þar sem um 70% dauðsfalla í heimshlutanum til þessa hafa orðið. Nýjum smitum fjölgar enn í löndunum. 2. ágúst 2020 10:00