Málverkið á að vera eftir dóttur hennar og Kanye West, North West. North er fædd 15. júní árið 2013 og því sjö ára. Erlendir miðlar hafa verið að greina frá því að Kim og Kanye séu nú að ganga í gegnum skilnað.
Verkið er einstaklega fallegt en aftur á móti á fólk erfitt með að trúa því að sjö ára barn hafi getað málað slíka mynd.
Aðdáendur Kim hafa margir hverjir skrifað athugasemdir við tístið og efast svo sannarlega um að North sé í raun listamaðurinn á bak við myndina.
Just had to post this bc it’s a North West Classic! pic.twitter.com/jiGnglNHay
— Kim Kardashian West (@KimKardashian) February 23, 2021