Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 27-25 | Heimamenn unnu í háspennuleik Hjörtur Logi Guðjónsson skrifar 25. febrúar 2021 20:10 Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur Selfyssinga í kvöld með átta mörk. Vísir/Vilhelm Selfoss vann í kvöld virkilega sterkan tveggja marka sigur gegn ÍBV í Hleðsluhöllinni, lokatölur 27-25. Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur í liði heimamanna með átta mörk en í liði gestanna var það Hákon Daði Styrmisson sem var atkvæðamestur með tíu mörk og þar af komu sjö af vítalínunni. Fyrri hálfleikur var virkilega jafn og spennandi, en liðin skiptust á að skora og það var ekkert sem virtist geta skilið þau að. Þegar tæplega korter var liðið komst ÍBV yfir í fyrsta skipti í stöðunni 7-8. Áfram skiptust þó liðin á að skora, en Eyjamenn virtust þó vera skrefi á undan. Þegar um fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum skoraði Hákon Daði úr vítakasti og kom ÍBV í 11-12 og stuttu seinna juku Eyjamenn forskotið í tvö mörk, en þá var um ein og hálf mínúta eftir af hálfleiknum og Dóri tók leikhlé. Það voru svo Selfyssingar sem skoruðu seinustu tvö mörk hálfleiksins, það seinasta skoraði Einar Sverrisson beint úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn, og liðin gengu jöfn til búningsherbergja, staðan 13-13. Seinni hálfleikur var ekkert minna jafn og alls ekkert minna spennandi. Áfram héldu liðin að skiptast á að skora og það var bókstaflega ekkert sem gat aðskilið þau. Aftur kom þó kafli þar sem að ÍBV náði tveggja marka forskoti, en þegar um 15 mínútur voru eftir kom Dagur Arnarsson Eyjamönnum í 19-21. Selfyssingar létu ekki slá sig út af laginu og skoruðu næstu þrjú mörk og sneru þar með taflinu sér í hag. Þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka kom Ragnar Jóhannsson Selfyssingum í tveggja marka forystu 24-22 og hlutirnir farnir að líta vel út fyrir heimamenn. Eyjamenn gáfust ekki upp og allt var orðið jafnt þegar um tvær mínútur voru eftir, 25-25. Þegar rétt rúm mínúta var til leiksloka tók Halldór Jóhann leikhlé fyrir Selfyssinga, staðan var jöfn og Selfyssingar manni færri. Sóknin gekk upp og Nökkvi Dan skoraði fallegt mark. Dagur Arnarsson tók miðjuna fyrir ÍBV þar sem hann reyndi skot sem fór hátt yfir og Selfoss komst í sókn sem endaði með marki frá Hannesi Höskuldssyni og tveggja marka sigur heimamanna í höfn. SIGUR!!!Selfoss 27-25 @ibvhandbolti. Þökkum Eyjamönnum fyrir komuna, dómurum og loksins, loksins aftur.... áhorfendum fyrir leikinn! #selfosshandbolti #mjaltavélin #olisdeildin pic.twitter.com/4uhuigYJM4— Selfoss handbolti (@selfosshandb) February 25, 2021 Af hverju vann Selfoss? Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn og það er erfitt að benda á eitthvað eitt sem varð til þess að Selfoss vann í kvöld. Jafntefli hefði líklega verið sanngjarnt og þetta gat fallið hvorum megin sem er. Selfyssingar gáfust aldrei upp og geta farið sáttir á koddann með tvö stig. Hverjir stóðu upp úr? Hergeir Grímsson, afmælisbarn dagsins, átti mjög góðan leik í kvöld. Hann spilaði þennan leik á miðjunni og stjórnaði spilinu vel. Hergeir skoraði sjö mörk, ásamt því að búa til ótal færi fyrir liðsfélaga sína. Vilius Rasimas átti líka góðan leik í marki Selfyssinga, en hann var með 14 varða bolta sem gerir 39% markvörslu. Hákon Daði átti svo góðan leik í liði gestanna með 10 mörk úr 11 skotum, sem verður að teljast ansi gott. Hvað gerist næst? Selfoss fær gamla þjálfarann sinn Patrek Jóhannesson og strákana hans í Stjörnunni í heimsókn. Stjarnan hefur verið að spila vel og er með 12 stig eftir 11 leiki, einu stigi minna en Selfoss, svo það má búast við hörkuleik á sunnudaginn. ÍBV á heimaleik gegn botnliði ÍR á sunnudaginn. ÍR situr sem fastast á botninum með nákvæmlega ekkert stig eftir 11 leiki, og það er leikur sem ÍBV einfaldlega á að vinna. Kristinn Guðmundsson á hliðarlínunni.Vísir/Bára Kristinn Guðmundsson: Við töluðum um það í marga mánuði hvað það væri leiðinlegt að spila ekki handbolta „Þetta er bara svekkelsi,“ sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV eftir tapið í kvöld. „Þetta var hörkuleikur og við stóðum mjög góða vörn þarna seinustu vörnina sem skipti máli en missum skot yfir okkur í restina og Dagur hefði alveg mátt geyma þetta skot þegar hann reynir að setja hann í autt markið en svona er þetta og við verðum bara að læra af því.“ Kristinn var þó glaður með það að handboltinn sé farinn að rúlla aftur. „Við töluðum um það í marga mánuði hvað það væri leiðinlegt að spila ekki handbolta og fá ekki að æfa þannig að menn hljóta að vera ánægðir með það að vera farnir að spila aftur. Við erum drullu fúlir með það að tapa en þá verður bara að safna kröftum og gefa allt í þetta í hvert einasta skipti og fagna því að fá að spila handbolta.“ Kristinn var líka virkilega glaður að sjá fólk aftur á pöllunum þrátt fyrir að þetta hafi ekki beint verið þeirra stuðningsmenn. „Þetta er stór hluti af leiknum og við auðvitað fögnum því.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla UMF Selfoss ÍBV
Selfoss vann í kvöld virkilega sterkan tveggja marka sigur gegn ÍBV í Hleðsluhöllinni, lokatölur 27-25. Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur í liði heimamanna með átta mörk en í liði gestanna var það Hákon Daði Styrmisson sem var atkvæðamestur með tíu mörk og þar af komu sjö af vítalínunni. Fyrri hálfleikur var virkilega jafn og spennandi, en liðin skiptust á að skora og það var ekkert sem virtist geta skilið þau að. Þegar tæplega korter var liðið komst ÍBV yfir í fyrsta skipti í stöðunni 7-8. Áfram skiptust þó liðin á að skora, en Eyjamenn virtust þó vera skrefi á undan. Þegar um fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum skoraði Hákon Daði úr vítakasti og kom ÍBV í 11-12 og stuttu seinna juku Eyjamenn forskotið í tvö mörk, en þá var um ein og hálf mínúta eftir af hálfleiknum og Dóri tók leikhlé. Það voru svo Selfyssingar sem skoruðu seinustu tvö mörk hálfleiksins, það seinasta skoraði Einar Sverrisson beint úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn, og liðin gengu jöfn til búningsherbergja, staðan 13-13. Seinni hálfleikur var ekkert minna jafn og alls ekkert minna spennandi. Áfram héldu liðin að skiptast á að skora og það var bókstaflega ekkert sem gat aðskilið þau. Aftur kom þó kafli þar sem að ÍBV náði tveggja marka forskoti, en þegar um 15 mínútur voru eftir kom Dagur Arnarsson Eyjamönnum í 19-21. Selfyssingar létu ekki slá sig út af laginu og skoruðu næstu þrjú mörk og sneru þar með taflinu sér í hag. Þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka kom Ragnar Jóhannsson Selfyssingum í tveggja marka forystu 24-22 og hlutirnir farnir að líta vel út fyrir heimamenn. Eyjamenn gáfust ekki upp og allt var orðið jafnt þegar um tvær mínútur voru eftir, 25-25. Þegar rétt rúm mínúta var til leiksloka tók Halldór Jóhann leikhlé fyrir Selfyssinga, staðan var jöfn og Selfyssingar manni færri. Sóknin gekk upp og Nökkvi Dan skoraði fallegt mark. Dagur Arnarsson tók miðjuna fyrir ÍBV þar sem hann reyndi skot sem fór hátt yfir og Selfoss komst í sókn sem endaði með marki frá Hannesi Höskuldssyni og tveggja marka sigur heimamanna í höfn. SIGUR!!!Selfoss 27-25 @ibvhandbolti. Þökkum Eyjamönnum fyrir komuna, dómurum og loksins, loksins aftur.... áhorfendum fyrir leikinn! #selfosshandbolti #mjaltavélin #olisdeildin pic.twitter.com/4uhuigYJM4— Selfoss handbolti (@selfosshandb) February 25, 2021 Af hverju vann Selfoss? Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn og það er erfitt að benda á eitthvað eitt sem varð til þess að Selfoss vann í kvöld. Jafntefli hefði líklega verið sanngjarnt og þetta gat fallið hvorum megin sem er. Selfyssingar gáfust aldrei upp og geta farið sáttir á koddann með tvö stig. Hverjir stóðu upp úr? Hergeir Grímsson, afmælisbarn dagsins, átti mjög góðan leik í kvöld. Hann spilaði þennan leik á miðjunni og stjórnaði spilinu vel. Hergeir skoraði sjö mörk, ásamt því að búa til ótal færi fyrir liðsfélaga sína. Vilius Rasimas átti líka góðan leik í marki Selfyssinga, en hann var með 14 varða bolta sem gerir 39% markvörslu. Hákon Daði átti svo góðan leik í liði gestanna með 10 mörk úr 11 skotum, sem verður að teljast ansi gott. Hvað gerist næst? Selfoss fær gamla þjálfarann sinn Patrek Jóhannesson og strákana hans í Stjörnunni í heimsókn. Stjarnan hefur verið að spila vel og er með 12 stig eftir 11 leiki, einu stigi minna en Selfoss, svo það má búast við hörkuleik á sunnudaginn. ÍBV á heimaleik gegn botnliði ÍR á sunnudaginn. ÍR situr sem fastast á botninum með nákvæmlega ekkert stig eftir 11 leiki, og það er leikur sem ÍBV einfaldlega á að vinna. Kristinn Guðmundsson á hliðarlínunni.Vísir/Bára Kristinn Guðmundsson: Við töluðum um það í marga mánuði hvað það væri leiðinlegt að spila ekki handbolta „Þetta er bara svekkelsi,“ sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV eftir tapið í kvöld. „Þetta var hörkuleikur og við stóðum mjög góða vörn þarna seinustu vörnina sem skipti máli en missum skot yfir okkur í restina og Dagur hefði alveg mátt geyma þetta skot þegar hann reynir að setja hann í autt markið en svona er þetta og við verðum bara að læra af því.“ Kristinn var þó glaður með það að handboltinn sé farinn að rúlla aftur. „Við töluðum um það í marga mánuði hvað það væri leiðinlegt að spila ekki handbolta og fá ekki að æfa þannig að menn hljóta að vera ánægðir með það að vera farnir að spila aftur. Við erum drullu fúlir með það að tapa en þá verður bara að safna kröftum og gefa allt í þetta í hvert einasta skipti og fagna því að fá að spila handbolta.“ Kristinn var líka virkilega glaður að sjá fólk aftur á pöllunum þrátt fyrir að þetta hafi ekki beint verið þeirra stuðningsmenn. „Þetta er stór hluti af leiknum og við auðvitað fögnum því.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti