Saksóknarar komnir með skattgögn Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2021 17:19 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Gerald Herbert Saksóknarar í Manhattan í New York eru komnir með skattskýrslur og önnur fjármálagögn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Það er eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði kröfu Trumps um að ekki mætti veita saksóknunum gögnin. Í tilkynningu frá talsmanni ríkissaksóknara New York segir að endurskoðendafyrirtækið Mazars, sem hefur um árabil séð um skatta Trumps, hafi afhent skjölin. Um eitt og hálft ár er síðan saksóknarar stefndu fyrirtækinu og kröfðust þeirra. Skjölin voru afhent á mánudaginn, einungis nokkrum klukkustundum eftir úrskurð Hæstaréttar. Um er að ræða 1,8 milljónir blaðsíðna af skjölum, samkvæmt frétt Washington Post. Cyrus Vance yngri, ríkissaksóknari New York.AP/Craig Ruttle Trump er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur ekki birt skattskýrslur opinberlega og hefur hann barist gegn því að þær verði opinberaðar. Hann hefur höfðað fjölmörg dómsmál en tapað þeim flestum. Þær upplýsingar sem fjölmiðlar hafa komið höndum yfir hafa ekki verið Trump í hag og hefur hann jafnvel verið sakaður um skattsvik vegna þeirra. Beiðni saksóknaranna í New York er sögð tengjast sakamálarannsókn gegn Trump sem beinist meðal annars að greiðslum sem Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi til kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016 í skiptum fyrir þögn þeirra um kynferðisleg samskipti þeirra við Trump. Sjá einnig: Hæstiréttur heimilar afhendingu skattskýrslna Trumps Meðal þess sem saksóknarar leita í gögnunum eru vísbendingar um að Trump hafi sagt skattinum að hann væri blankur, á sama tíma og hann segði lánveitendum að hann væri ríkur. Samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar munu þeir einnig skoða hvort Trump hafi framið bankasvik. Einnig munu þeir skoða þær aðferðir sem Trump beitti til að draga úr skattgreiðslum sínum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stormy Daniels fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði beiðni klámstjörnunnar um áfrýjun á frávísunarúrskurði í meiðyrðamáli hennar gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Beiðninni var hafnað án athugasemda. 22. febrúar 2021 23:54 Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. 20. nóvember 2020 10:17 Aftur tapar Trump í skattskýrslumálinu Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. 20. ágúst 2020 15:20 Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Í tilkynningu frá talsmanni ríkissaksóknara New York segir að endurskoðendafyrirtækið Mazars, sem hefur um árabil séð um skatta Trumps, hafi afhent skjölin. Um eitt og hálft ár er síðan saksóknarar stefndu fyrirtækinu og kröfðust þeirra. Skjölin voru afhent á mánudaginn, einungis nokkrum klukkustundum eftir úrskurð Hæstaréttar. Um er að ræða 1,8 milljónir blaðsíðna af skjölum, samkvæmt frétt Washington Post. Cyrus Vance yngri, ríkissaksóknari New York.AP/Craig Ruttle Trump er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur ekki birt skattskýrslur opinberlega og hefur hann barist gegn því að þær verði opinberaðar. Hann hefur höfðað fjölmörg dómsmál en tapað þeim flestum. Þær upplýsingar sem fjölmiðlar hafa komið höndum yfir hafa ekki verið Trump í hag og hefur hann jafnvel verið sakaður um skattsvik vegna þeirra. Beiðni saksóknaranna í New York er sögð tengjast sakamálarannsókn gegn Trump sem beinist meðal annars að greiðslum sem Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi til kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016 í skiptum fyrir þögn þeirra um kynferðisleg samskipti þeirra við Trump. Sjá einnig: Hæstiréttur heimilar afhendingu skattskýrslna Trumps Meðal þess sem saksóknarar leita í gögnunum eru vísbendingar um að Trump hafi sagt skattinum að hann væri blankur, á sama tíma og hann segði lánveitendum að hann væri ríkur. Samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar munu þeir einnig skoða hvort Trump hafi framið bankasvik. Einnig munu þeir skoða þær aðferðir sem Trump beitti til að draga úr skattgreiðslum sínum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stormy Daniels fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði beiðni klámstjörnunnar um áfrýjun á frávísunarúrskurði í meiðyrðamáli hennar gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Beiðninni var hafnað án athugasemda. 22. febrúar 2021 23:54 Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. 20. nóvember 2020 10:17 Aftur tapar Trump í skattskýrslumálinu Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. 20. ágúst 2020 15:20 Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Stormy Daniels fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði beiðni klámstjörnunnar um áfrýjun á frávísunarúrskurði í meiðyrðamáli hennar gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Beiðninni var hafnað án athugasemda. 22. febrúar 2021 23:54
Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. 20. nóvember 2020 10:17
Aftur tapar Trump í skattskýrslumálinu Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. 20. ágúst 2020 15:20
Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24
Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56