Innlent

Vill ó­háða skýrslu um flutning krabba­meins­skimunar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar. Vísir/vilhelm

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram beiðni um að heilbrigðisráðherra vinni skýrslu fyrir Alþingi um forsendur og áhrif breytinga á skimun fyrir krabbameinum í leghálsi. Skýrslan verði unnin af óháðum aðila.

Að baki beiðninni eru auk Viðreisnar fulltrúar Samfylkingarinnar, Miðflokksins og Pírata.

„Skimun varðar heilsu og líf kvenna og mikilvægt er að traust ríki í garð heilbrigðiskerfisins og sátt sé um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu. Markmiðið með skýrslubeiðni er að stuðla að því hægt verði að efla traust kvenna og alls almennings til kerfisins,“ segir Þorbjörg í tilkynningu um beiðnina.

Verkefnið verði að rýna forsendur að baki þeirri ákvörðun heilbrigðisráðherra að semja við erlenda rannsóknarstofu um að sinna greiningum á sýnum, sem og samráð heilbrigðisráðuneytisins áður en ákveðið var að flytja vinnunna til Danmerkur. Könnuð verði áhrif á á aðgengi að sýnum fyrir sérfræðinga innan heilbrigðiskerfis hérlendis, kostnað við greiningu sýna og fleira.

„Það er óskandi að skýrsla með svörum geti hreyft við málum og náð því fram að efla traust og alls almennings til kerfisins,“ segir Þorbjörg Helga.


Tengdar fréttir

Hyggjast svara sértækum spurningum kvenna um skimanir á Heilsuvera.is

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, í samvinnu við Landspítalann, hyggst setja aukið afl í netspjall við skjólstæðinga á Heilsuvera.is og bjóða upp á sérstaka svarþjónustu hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra um skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×