Ungt fólk er ungu fólki best Una Hildardóttir og Geir Finnsson skrifa 26. febrúar 2021 09:00 Í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins voru smit tíðust á meðal fólks undir þrítugu og fóru því spjótin að beinast gegn ungu fólki. Þá ályktuðu m.a. heilbrigðisyfirvöld að ástæðan hlyti að stafa af misbresti í upplýsingagjöf til yngri kynslóða. Fjölmiðlar gripu til þeirra ráða að fá sjálfskipaða sérfræðinga, sem seint skilgreinast sem ungt fólk, í viðtöl til að ræða upplifun ungs fólks og viðhorf þeirra til faraldursins og lausn á vandanum. Umræðan tók hins vegar stefnubreytingu þegar fulltrúar Landssambands Ungmennafélaga (LUF) létu í sér heyra og fengu tækifæri til þess að ræða opinskátt um stöðu ungs fólks á vettvangi upplýsingafunda almannavarna og í fjölmiðlum. Kastljósið beindist að nýju og marktækara sjónarhorni byggt á tölfræði Gallup sem sýnir fram á að ungt fólk væri almennt jafn upplýst og eldri kynslóðir og tæki faraldrinum alvarlega. Fulltrúar LUF bentu m.a. á að ungt fólk væri afar fjölbreyttur hópur sem byggi almennt við allt aðra stöðu en aðrir hópar samfélagsins, enda væru þetta oftast tekjulágir einstaklingar, líklegri til þess að vinna framlínustörf, eða við þjónustu og þar með útsettari fyrir smitum. Ungt fólk er ungu fólki best. Við þekkjum veruleika okkar betur en nokkur annar og erum fullfær um að tjá skoðanir okkar eða lýsa eigin aðstæðum. Þess vegna er eðlilegast að við eigum beina aðild að umræðum og ákvörðunum um málefni sem okkur varða. Það er undir þeim formerkjum sem við höfum í forystu okkar skipulagt starf LUF síðastliðin ár, en raunin hefur verið sú að ungu fólki hefur ekki verið boðið að sitja við sama borð og njóta sömu virðingar og aðrir samfélagshópar þegar málefni þess hefur borið á góma. Borið hefur á tregðu til að veita þeim fullt, lýðræðislegt umboð til að ráðstafa eigin lífi og aðgengi þess að umræðuvettvöngum takmarkað. Aukið samstarf stjórnvalda og LUF er því ákveðinn sigur í réttindabaráttu ungs fólks þar sem tekin hafa verið mikilvæg skref í átt að aukinni valdeflingu og lýðræðislegri nálgun við samráð. Frá því að undirrituð tóku við formennsku LUF í byrjun árs 2019 hefur Ísland meðal annars skipað fimm ungmennafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, lýðræðislega kjörna af öðru ungu fólki. Sama ár hófst jafnframt samstarfsverkefni LUF og félags- og barnamálaráðuneytisins þar sem samráð á vegum ráðuneytisins við ungt fólk fór fram á vettvangi Leiðtogaráðs LUF. Valdefling ungs fólks Síðustu ár hefur LUF farið fyrir, eða komið að fjölbreyttum verkefnum og viðburðum með það að markmiði að valdefla ungt fólk og styrkja sjálfstraust þess í hagsmunabaráttu. Leiðtogaskóli Íslands gegnir þar lykilhlutverki enda hefur hann hlotið viðurkenningu fyrir „bestu starfsvenjur“ (e. best practices) innan Evrópuráðsins og erlend ungmennasamtök óskað eftir leiðsögn LUF við skipulagningu sambærilegra viðburða. Þrátt fyrir þær áskoranir sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér hefur okkur tekist að láta deigan ekki síga. Í stjórnartíð okkar höfum við kappkostað að efna til samstarfs við fjölbreytta aðila og efla LUF sem vettvang fyrir fjölbreyttan hóp skipaðan fulltrúum ungs fólks. Fjöldi aðildarfélaga okkar hefur vaxið og um leið eflt skilning okkar á stöðu ungs fólks. Sem dæmi hefur Ungmennaráð Þroskahjálpar veitt okkur ómetanlega innsýn í þann veruleika ungmenna sem finnst ekki á sig hlustað og upplifa úrræðaleysi þegar kemur að tækifærum til áhrifa gagnvart kerfi sem mismunar þeim. Raunverulegt samráð við fjöldahreyfingu ungs fólks, öruggt aðgengi þess að ákvarðanatöku og vettvangur til tjáningar fyrir alla hópa samfélagsins er grundvallarforsenda fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi. Lítum fram á við Á morgun, laugardaginn 27. febrúar verður árlegt sambandsþing LUF haldið. Þá gefst tækifæri til að taka saman það sem staðið hefur upp úr í ungmennastarfi á Íslandi. Þegar litið er yfir farinn veg getum við ekki annað en fyllst stolti yfir því sem við höfum áorkað á síðastliðnum misserum þrátt fyrir fordæmalausan mótvind. Verkefnin eru þó næg fram undan. Ísland er enn þá eitt fárra ríkja sem ekki hafa sett sér stefnu í málefnum ungs fólks sem Sameinuðu þjóðirnar skoruðu á aðildarríki að huga að í ályktun árið 1996. Þannig erum við Íslendingar enn eftirbátar nágrannaríkja okkar í þeim efnum. Auk þess skortir jafnræði þegar kemur að fjárúthlutunum til ungmennasamtaka hérlendis en fráfarandi stjórn leggur til að áhersla verði lögð á þau baráttumál á komandi starfsári. Að okkar mati er baráttugleðin og trúin á eigin málsstað það sem mestu skiptir í sókn ungs fólks til sigurs, því þegar ungt fólk stendur saman og lætur í sér heyra má færa fjöll. En þrátt fyrir góða siglingu og eflingu hagsmunasamtaka ungs fólks er leiðangurinn rétt að byrja. Una er forseti LUF og Geir er varaforseti LUF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Geir Finnsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins voru smit tíðust á meðal fólks undir þrítugu og fóru því spjótin að beinast gegn ungu fólki. Þá ályktuðu m.a. heilbrigðisyfirvöld að ástæðan hlyti að stafa af misbresti í upplýsingagjöf til yngri kynslóða. Fjölmiðlar gripu til þeirra ráða að fá sjálfskipaða sérfræðinga, sem seint skilgreinast sem ungt fólk, í viðtöl til að ræða upplifun ungs fólks og viðhorf þeirra til faraldursins og lausn á vandanum. Umræðan tók hins vegar stefnubreytingu þegar fulltrúar Landssambands Ungmennafélaga (LUF) létu í sér heyra og fengu tækifæri til þess að ræða opinskátt um stöðu ungs fólks á vettvangi upplýsingafunda almannavarna og í fjölmiðlum. Kastljósið beindist að nýju og marktækara sjónarhorni byggt á tölfræði Gallup sem sýnir fram á að ungt fólk væri almennt jafn upplýst og eldri kynslóðir og tæki faraldrinum alvarlega. Fulltrúar LUF bentu m.a. á að ungt fólk væri afar fjölbreyttur hópur sem byggi almennt við allt aðra stöðu en aðrir hópar samfélagsins, enda væru þetta oftast tekjulágir einstaklingar, líklegri til þess að vinna framlínustörf, eða við þjónustu og þar með útsettari fyrir smitum. Ungt fólk er ungu fólki best. Við þekkjum veruleika okkar betur en nokkur annar og erum fullfær um að tjá skoðanir okkar eða lýsa eigin aðstæðum. Þess vegna er eðlilegast að við eigum beina aðild að umræðum og ákvörðunum um málefni sem okkur varða. Það er undir þeim formerkjum sem við höfum í forystu okkar skipulagt starf LUF síðastliðin ár, en raunin hefur verið sú að ungu fólki hefur ekki verið boðið að sitja við sama borð og njóta sömu virðingar og aðrir samfélagshópar þegar málefni þess hefur borið á góma. Borið hefur á tregðu til að veita þeim fullt, lýðræðislegt umboð til að ráðstafa eigin lífi og aðgengi þess að umræðuvettvöngum takmarkað. Aukið samstarf stjórnvalda og LUF er því ákveðinn sigur í réttindabaráttu ungs fólks þar sem tekin hafa verið mikilvæg skref í átt að aukinni valdeflingu og lýðræðislegri nálgun við samráð. Frá því að undirrituð tóku við formennsku LUF í byrjun árs 2019 hefur Ísland meðal annars skipað fimm ungmennafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, lýðræðislega kjörna af öðru ungu fólki. Sama ár hófst jafnframt samstarfsverkefni LUF og félags- og barnamálaráðuneytisins þar sem samráð á vegum ráðuneytisins við ungt fólk fór fram á vettvangi Leiðtogaráðs LUF. Valdefling ungs fólks Síðustu ár hefur LUF farið fyrir, eða komið að fjölbreyttum verkefnum og viðburðum með það að markmiði að valdefla ungt fólk og styrkja sjálfstraust þess í hagsmunabaráttu. Leiðtogaskóli Íslands gegnir þar lykilhlutverki enda hefur hann hlotið viðurkenningu fyrir „bestu starfsvenjur“ (e. best practices) innan Evrópuráðsins og erlend ungmennasamtök óskað eftir leiðsögn LUF við skipulagningu sambærilegra viðburða. Þrátt fyrir þær áskoranir sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér hefur okkur tekist að láta deigan ekki síga. Í stjórnartíð okkar höfum við kappkostað að efna til samstarfs við fjölbreytta aðila og efla LUF sem vettvang fyrir fjölbreyttan hóp skipaðan fulltrúum ungs fólks. Fjöldi aðildarfélaga okkar hefur vaxið og um leið eflt skilning okkar á stöðu ungs fólks. Sem dæmi hefur Ungmennaráð Þroskahjálpar veitt okkur ómetanlega innsýn í þann veruleika ungmenna sem finnst ekki á sig hlustað og upplifa úrræðaleysi þegar kemur að tækifærum til áhrifa gagnvart kerfi sem mismunar þeim. Raunverulegt samráð við fjöldahreyfingu ungs fólks, öruggt aðgengi þess að ákvarðanatöku og vettvangur til tjáningar fyrir alla hópa samfélagsins er grundvallarforsenda fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi. Lítum fram á við Á morgun, laugardaginn 27. febrúar verður árlegt sambandsþing LUF haldið. Þá gefst tækifæri til að taka saman það sem staðið hefur upp úr í ungmennastarfi á Íslandi. Þegar litið er yfir farinn veg getum við ekki annað en fyllst stolti yfir því sem við höfum áorkað á síðastliðnum misserum þrátt fyrir fordæmalausan mótvind. Verkefnin eru þó næg fram undan. Ísland er enn þá eitt fárra ríkja sem ekki hafa sett sér stefnu í málefnum ungs fólks sem Sameinuðu þjóðirnar skoruðu á aðildarríki að huga að í ályktun árið 1996. Þannig erum við Íslendingar enn eftirbátar nágrannaríkja okkar í þeim efnum. Auk þess skortir jafnræði þegar kemur að fjárúthlutunum til ungmennasamtaka hérlendis en fráfarandi stjórn leggur til að áhersla verði lögð á þau baráttumál á komandi starfsári. Að okkar mati er baráttugleðin og trúin á eigin málsstað það sem mestu skiptir í sókn ungs fólks til sigurs, því þegar ungt fólk stendur saman og lætur í sér heyra má færa fjöll. En þrátt fyrir góða siglingu og eflingu hagsmunasamtaka ungs fólks er leiðangurinn rétt að byrja. Una er forseti LUF og Geir er varaforseti LUF.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun