Ný sóknarfæri opnast með störfum án staðsetningar Jón Björn Hákonarson skrifar 26. febrúar 2021 07:30 Þrátt fyrir að COVID-19 hafi reynt á okkur öll og samfélagið í heild þá hefur faraldurinn engu að síður opnað augu okkar fyrir tækifærum sem voru fjarlæg áður. Þannig hefur ný sýn nú opnast á að hægt sé að sinna mörgum störfum óháð staðsetningu. Ég verð þess áskynja að ungt fólk í dag horfir í auknum mæli til búsetu á landsbyggðinni. Það fylgja því nefnilega ýmis lífsgæði að búa í fámennari og dreifðari byggðarlögum víða um landið. Fjölmörg sveitarfélög bjóða upp á afburða þjónustu fyrir sína íbúa sem er á pari, og jafnvel betri en það sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Það er skylda okkar sem þjóðar að byggð sé blómleg sem víðast um landið og einn þáttur í því er að tryggja að fólk getið stundað vinnu við hæfi og notið sambærilegra grunnlífskjara óháð búsetu. Í þessu á hið opinbera að ganga fram með góðu fordæmi og hafa að leiðarljósi að auglýsa öll störf sem möguleg eru án staðsetningar. Í stefnumótandi byggðaáætlun sem samþykkt var á þingi árið 2018 er fjallað um þetta. Þar eru sett fram háleit markmið um að árið 2024 verði 10% allra starfa í ráðuneytum og stofnunum þeirra auglýst án staðsetningar. Ráðuneyti og stofnanir hafa þegar áætlað að mögulegt sé að auglýsa um 890 störf án staðsetningar, eða um 13% allra stöðugilda þeirra. Í áðurnefndri byggðaáætlun eru ráðuneyti einnig hvött til þess að þegar að ný starfsemi hefst á vegum þeirra verði henni valinn staður utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta eru göfug markmið en því miður hefur hægt gengið að sjá þeim framfylgt. Oft finnst manni meir að segja niðurskurðarhnífur hins opinbera bitna harðast á stofnunum sem nú þegar eru staðsettar á landsbyggðinni og ekki horft til samlegðar áhrif við aðra opinbera þjónustu sem þar er að finna. Nærtækast er að nefna lokun fangelsisins á Akureyri árið 2020 og stundum er hreinlega eins og landsbyggðin passi ekki inní Excel skjalið hjá opinberum stofnunum, eins og ég hef áður fjallað um. Þessu þarf að breyta svo áætlanir um störf án staðsetningar hjá hinu opinbera verði trúverðugar. En til að einfalda að flytja störf út um landið þarf fleira að koma til en góður vilji - innviðirnir þurfa að vera tilbúnir. Við þurfum að geta tryggt að um allt land sé aðgengi að húsnæði og aðstöðu til að hægt sé að koma upp starfsstöðvum. Í mínum heimahverfi í Fjarðabyggð, Neskaupstað, hefur, sem dæmi, nú verið reist Samvinnuhús (Klasasetur), sem hlotið hefur nafnið Múlinn. Húsið er reist fyrir tilstilli og mikinn myndarskap Samvinnufélags Útgerðarmanna í Neskaupstað og þar hefur starfsfólk hina ýmsu stofnanna og fyrirtækja hvaðanæfa að á landinu komið sér fyrir og myndað glæsilegan vinnustað. Svona lagað skiptir máli því að mikilvægt er að þeir sem kjósa að starfa án staðsetningar, jafnvel í einmenningsstörfum, eigi sér vinnustað. Það eru ekki allir svo heppnir að eiga Samvinnufélag eins og Norðfirðingar sem staðið getur fyrir byggingum á svona klösum. Við þurfum því með öllum tiltækum ráðum að tryggja það að þetta verði hægt sem víðast, í gegnum skattkerfið og jafnvel beinum styrkjum af hendi hins opinbera. Sveitarfélögin um landið þurfa einnig að koma að málum til að koma slíkri uppbyggingu áfram. Við þurfum einnig að tryggja að fjarskiptakerfið sé undir þetta búið. Í því samhengi þarf að gera átak í því að ljúka við ljósleiðaravæðingu byggðarlaga um allt land. Verkefnið Ísland ljóstengt hefur gengið vel og víða er dreifbýlið orðið vel tengt. Hins vegar vantar enn upp á að þéttbýliskjarnar séu tengdir ljósleiðara og í það verkefni þarf að ganga hið fyrsta, jafnvel stíga inn í það og tryggja þannig góðar tengingar um land allt. Næsta skref okkar á að vera verkefnið Ísland fulltengt! Landsbyggðin hefur upp á svo margt að bjóða, það er okkar hlutverk að tryggja það að henni verði haldið í blómlegri byggð. Það er mín trú að ef hið opinbera stígur fyrstu stóru skrefin í því mikla verkefni sem störf án staðsetningar eru, munu fyrirtæki á almennum markaði fylgja fast á eftir eins og þau eru reyndar þegar farin að gera. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ritari Framsóknarflokksins og býður sig fram í annað sætið á lista framsóknarmanna í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Norðausturkjördæmi Framsóknarflokkurinn Jón Björn Hákonarson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að COVID-19 hafi reynt á okkur öll og samfélagið í heild þá hefur faraldurinn engu að síður opnað augu okkar fyrir tækifærum sem voru fjarlæg áður. Þannig hefur ný sýn nú opnast á að hægt sé að sinna mörgum störfum óháð staðsetningu. Ég verð þess áskynja að ungt fólk í dag horfir í auknum mæli til búsetu á landsbyggðinni. Það fylgja því nefnilega ýmis lífsgæði að búa í fámennari og dreifðari byggðarlögum víða um landið. Fjölmörg sveitarfélög bjóða upp á afburða þjónustu fyrir sína íbúa sem er á pari, og jafnvel betri en það sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Það er skylda okkar sem þjóðar að byggð sé blómleg sem víðast um landið og einn þáttur í því er að tryggja að fólk getið stundað vinnu við hæfi og notið sambærilegra grunnlífskjara óháð búsetu. Í þessu á hið opinbera að ganga fram með góðu fordæmi og hafa að leiðarljósi að auglýsa öll störf sem möguleg eru án staðsetningar. Í stefnumótandi byggðaáætlun sem samþykkt var á þingi árið 2018 er fjallað um þetta. Þar eru sett fram háleit markmið um að árið 2024 verði 10% allra starfa í ráðuneytum og stofnunum þeirra auglýst án staðsetningar. Ráðuneyti og stofnanir hafa þegar áætlað að mögulegt sé að auglýsa um 890 störf án staðsetningar, eða um 13% allra stöðugilda þeirra. Í áðurnefndri byggðaáætlun eru ráðuneyti einnig hvött til þess að þegar að ný starfsemi hefst á vegum þeirra verði henni valinn staður utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta eru göfug markmið en því miður hefur hægt gengið að sjá þeim framfylgt. Oft finnst manni meir að segja niðurskurðarhnífur hins opinbera bitna harðast á stofnunum sem nú þegar eru staðsettar á landsbyggðinni og ekki horft til samlegðar áhrif við aðra opinbera þjónustu sem þar er að finna. Nærtækast er að nefna lokun fangelsisins á Akureyri árið 2020 og stundum er hreinlega eins og landsbyggðin passi ekki inní Excel skjalið hjá opinberum stofnunum, eins og ég hef áður fjallað um. Þessu þarf að breyta svo áætlanir um störf án staðsetningar hjá hinu opinbera verði trúverðugar. En til að einfalda að flytja störf út um landið þarf fleira að koma til en góður vilji - innviðirnir þurfa að vera tilbúnir. Við þurfum að geta tryggt að um allt land sé aðgengi að húsnæði og aðstöðu til að hægt sé að koma upp starfsstöðvum. Í mínum heimahverfi í Fjarðabyggð, Neskaupstað, hefur, sem dæmi, nú verið reist Samvinnuhús (Klasasetur), sem hlotið hefur nafnið Múlinn. Húsið er reist fyrir tilstilli og mikinn myndarskap Samvinnufélags Útgerðarmanna í Neskaupstað og þar hefur starfsfólk hina ýmsu stofnanna og fyrirtækja hvaðanæfa að á landinu komið sér fyrir og myndað glæsilegan vinnustað. Svona lagað skiptir máli því að mikilvægt er að þeir sem kjósa að starfa án staðsetningar, jafnvel í einmenningsstörfum, eigi sér vinnustað. Það eru ekki allir svo heppnir að eiga Samvinnufélag eins og Norðfirðingar sem staðið getur fyrir byggingum á svona klösum. Við þurfum því með öllum tiltækum ráðum að tryggja það að þetta verði hægt sem víðast, í gegnum skattkerfið og jafnvel beinum styrkjum af hendi hins opinbera. Sveitarfélögin um landið þurfa einnig að koma að málum til að koma slíkri uppbyggingu áfram. Við þurfum einnig að tryggja að fjarskiptakerfið sé undir þetta búið. Í því samhengi þarf að gera átak í því að ljúka við ljósleiðaravæðingu byggðarlaga um allt land. Verkefnið Ísland ljóstengt hefur gengið vel og víða er dreifbýlið orðið vel tengt. Hins vegar vantar enn upp á að þéttbýliskjarnar séu tengdir ljósleiðara og í það verkefni þarf að ganga hið fyrsta, jafnvel stíga inn í það og tryggja þannig góðar tengingar um land allt. Næsta skref okkar á að vera verkefnið Ísland fulltengt! Landsbyggðin hefur upp á svo margt að bjóða, það er okkar hlutverk að tryggja það að henni verði haldið í blómlegri byggð. Það er mín trú að ef hið opinbera stígur fyrstu stóru skrefin í því mikla verkefni sem störf án staðsetningar eru, munu fyrirtæki á almennum markaði fylgja fast á eftir eins og þau eru reyndar þegar farin að gera. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ritari Framsóknarflokksins og býður sig fram í annað sætið á lista framsóknarmanna í NA-kjördæmi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun