Erlent

Banda­ríkja­her gerir loft­á­rás í austur­hluta Sýr­lands

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Um er að ræða fyrstu hernaðaraðgerðina sem Joe Biden fyrirskipar í forsetatíð sinni. Myndin er úr safni.
Um er að ræða fyrstu hernaðaraðgerðina sem Joe Biden fyrirskipar í forsetatíð sinni. Myndin er úr safni. Getty

Bandaríkjaher gerði í gærkvöldi loftárásir á mannvirki við landamærastöð í Sýrlandi sem notuð er af fjölda vígasamtaka sem nýtur stuðnings stjórnvalda í Íran. Enn sem komið er hafa engar fregnir borist um mannfall.

Joe Biden Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina en hún er svar við nýlegum flugskeytaárásum á bandarísk skotmörk í Írak að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá John Kirby, talsmanni bandaríska varnarmálaráðuneytisins.

Óbreyttur borgari lést í einni af flugskeytaárásunum sem ætlaðar voru bandarískum hermönnum fyrr í mánuðinum. Þeir særðust þó í árásunum ásamt fimm öðrum verktökum sem starfa fyrir fjölþjóðlegar hersveitir sem berjast gegn samtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki.

Kirby segir að Biden muni grípa til aðgerða til að vernda bandaríska hermenn og bandamenn. Loftárásin hafi verið hnitmiðuð aðgerð sem miði að því að draga úr spennu í Austur-Sýrlandi og í Írak.

Um er að ræða fyrstu hernaðaraðgerðina sem Biden fyrirskipar í forsetatíð sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×