Hvar eru brýrnar á evruseðlunum? Björn Berg Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2021 09:01 Þegar peningaseðlarnir hverfa munu fá okkar væntanlega sakna þeirra vegna fagurfræðilegra sjónarmiða. Í þau örfáu skipti sem ég dreg fram brakandi Brynjólf Sveinsson gef ég mér sjaldan tíma til að virða seðilinn sérstaklega fyrir mér og hugsa um í hvað í ósköpunum maðurinn er klæddur. Á seðlum má þó oft finna áhugavert myndefni og fá jafnvel tilfinningu fyrir hvernig útgáfulöndin kjósa að birtast umheiminum. Það er því engin tilviljun að Jónas Hallgrímsson og lóan sjálf prýði nýjasta seðilinn okkar, 10.000 krónurnar frá árinu 2013. Hefði hann verið gefinn út þremur árum síðar mætti færa rök fyrir því að smella fúlskeggjuðum Aroni Einari Gunnarssyni með upprétta arma í miðju klappi á seðilinn. Það er svo sem ekki of seint ef Seðlabankinn hefur áhuga á að bæta við flóruna. Annað slagið eru seðlar endurhannaðir, hvort sem tilefnið er að auka varnir gegn peningafölsun eða laga myndefni að nútímanum og tíðarandanum. Nú stendur sem dæmi til að endurhanna 20 dollara seðil Bandaríkjanna og verður mynd af Andrew Jackson, sjöunda forseta landsins, skipt út fyrir mannréttindafrömuðinn Harriet Tubman. Við sjálfstæði Lýðveldisins Kongó á sínum tíma var andliti einræðisherrans Mobutu Sese Seko ekki skipt út fyrir sjálfstæðishetju eða heppilegra myndefni heldur bókstaflega fjarlægt. Andlit hans var klippt af seðlunum og sat eftir stórt og myndarlegt gat. Bakhlið tuttugu evru seðils.Getty Evran Þegar ný mynt er gefin út gefst þó færi til að hanna herlegheitin frá grunni. Árið 2002 voru fyrstu evruseðlarnir gefnir út og þá þurfti eðlilega að finna hentugt myndefni. Aftan á seðlana hafði austurríski listamaðurinn Robert Kalina teiknað fallegar brýr héðan og þaðan úr álfunni, til dæmis frá Ítalíu og Frakklandi. Það dugði þó aldeilis ekki til annars en að valda ósætti meðal þeirra sem ekki áttu fulltrúa á seðlunum sjö. Því voru nýjar brýr teiknaðar, ímyndaðar brýr úr kollinum á Kalina, sem endurspegla áttu hina ýmsu byggingarstíla. Til að slá í gegn í góðu samkvæmi má því draga fram evruseðil, benda á brúna á bakhliðinni og ljóstra því upp að viðkomandi brú sé ekki til. Svo teygar maður góðan sopa rétt á meðan veislugestir grípa andköf af hrifningu. En eru brýrnar í alvörunni ekki til? Meistari Robin Stam Mér er nokk sama hvaða listafólk þið nefnið og hversu virt það er. Fyrir mér er Hollendingurinn Robin Stam hinn eini og sanni meistari. Ég viðurkenni þó að hér nota ég orðið „meistari“ heldur í því samhengi sem knattspyrnuáhugafólk notar um gamlan skólafélaga í hálfleik. Árið 2011 plataði Stam þessi fulltrúa hollenska bæjarins Spijkenisse með sér í að reisa allar brýrnar sjö í bænum. Allar voru þær málaðar sömu litum og viðkomandi seðlar og geta áhugasamir ferðalangar nú virt fyrir sér brýrnar frægu, sem þeir héldu væntanlega áður að væru gamlar og merkilegar brýr víða um álfuna eða hugarburður Robert Kalina. Þetta kalla ég nýsköpun í ferðaþjónustu. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Íslenska krónan Evrópusambandið Myndlist Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar peningaseðlarnir hverfa munu fá okkar væntanlega sakna þeirra vegna fagurfræðilegra sjónarmiða. Í þau örfáu skipti sem ég dreg fram brakandi Brynjólf Sveinsson gef ég mér sjaldan tíma til að virða seðilinn sérstaklega fyrir mér og hugsa um í hvað í ósköpunum maðurinn er klæddur. Á seðlum má þó oft finna áhugavert myndefni og fá jafnvel tilfinningu fyrir hvernig útgáfulöndin kjósa að birtast umheiminum. Það er því engin tilviljun að Jónas Hallgrímsson og lóan sjálf prýði nýjasta seðilinn okkar, 10.000 krónurnar frá árinu 2013. Hefði hann verið gefinn út þremur árum síðar mætti færa rök fyrir því að smella fúlskeggjuðum Aroni Einari Gunnarssyni með upprétta arma í miðju klappi á seðilinn. Það er svo sem ekki of seint ef Seðlabankinn hefur áhuga á að bæta við flóruna. Annað slagið eru seðlar endurhannaðir, hvort sem tilefnið er að auka varnir gegn peningafölsun eða laga myndefni að nútímanum og tíðarandanum. Nú stendur sem dæmi til að endurhanna 20 dollara seðil Bandaríkjanna og verður mynd af Andrew Jackson, sjöunda forseta landsins, skipt út fyrir mannréttindafrömuðinn Harriet Tubman. Við sjálfstæði Lýðveldisins Kongó á sínum tíma var andliti einræðisherrans Mobutu Sese Seko ekki skipt út fyrir sjálfstæðishetju eða heppilegra myndefni heldur bókstaflega fjarlægt. Andlit hans var klippt af seðlunum og sat eftir stórt og myndarlegt gat. Bakhlið tuttugu evru seðils.Getty Evran Þegar ný mynt er gefin út gefst þó færi til að hanna herlegheitin frá grunni. Árið 2002 voru fyrstu evruseðlarnir gefnir út og þá þurfti eðlilega að finna hentugt myndefni. Aftan á seðlana hafði austurríski listamaðurinn Robert Kalina teiknað fallegar brýr héðan og þaðan úr álfunni, til dæmis frá Ítalíu og Frakklandi. Það dugði þó aldeilis ekki til annars en að valda ósætti meðal þeirra sem ekki áttu fulltrúa á seðlunum sjö. Því voru nýjar brýr teiknaðar, ímyndaðar brýr úr kollinum á Kalina, sem endurspegla áttu hina ýmsu byggingarstíla. Til að slá í gegn í góðu samkvæmi má því draga fram evruseðil, benda á brúna á bakhliðinni og ljóstra því upp að viðkomandi brú sé ekki til. Svo teygar maður góðan sopa rétt á meðan veislugestir grípa andköf af hrifningu. En eru brýrnar í alvörunni ekki til? Meistari Robin Stam Mér er nokk sama hvaða listafólk þið nefnið og hversu virt það er. Fyrir mér er Hollendingurinn Robin Stam hinn eini og sanni meistari. Ég viðurkenni þó að hér nota ég orðið „meistari“ heldur í því samhengi sem knattspyrnuáhugafólk notar um gamlan skólafélaga í hálfleik. Árið 2011 plataði Stam þessi fulltrúa hollenska bæjarins Spijkenisse með sér í að reisa allar brýrnar sjö í bænum. Allar voru þær málaðar sömu litum og viðkomandi seðlar og geta áhugasamir ferðalangar nú virt fyrir sér brýrnar frægu, sem þeir héldu væntanlega áður að væru gamlar og merkilegar brýr víða um álfuna eða hugarburður Robert Kalina. Þetta kalla ég nýsköpun í ferðaþjónustu. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun