Þetta sagði Sajid Sadpara, sem var með í leiðangri Jóns Snorra Sigurjónssonar á K2, á Twitter í dag. Faðir hans Ali Sadpara og Chile-maðurinn Juan Pablo Mohr voru einnig með í för. Sajid hélt niður vegna bilunar í súrefniskút en þrímenninarnir eru taldir hafa farist á tindinum.
„Fjöll eru sársaukafull; það á við um allt sem er fallegt. Með tímanum er ég að ná aftur styrk og rökhugsun. Og ég hef ákveðið að leiða björgunaraðgerðir til að finna Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr,“ segir hann en aðgerðir muni hefjast þegar aðstæður leyfa.
„Fjölskylda mín og ég munum ekki hvíla fyrr en við höfum heimt þá aftur og veitt þeim hvíld eftir trú hvers og eins. Þar sem flest slys á K2 orsakast af reipum hef ég einnig ákveðið að hefja Hreinsum K2-átakið frá C-4 til ABC og hirða öll gömul reipi og rusl hæst uppi.
Ég tel að með þessu getum við hjálpað móður náttúru og framtíðar fjallaklifrurum. Megi Allah vera með okkur.“
I have been through one of the most challenging and traumatic experiences of life for past few weeks. I don’t want to recall the time of despair and fear. I am healing myself and trying to heal the whole family as well. Mountains are painful, so is every beautiful thing. I am
— Sajid Ali Sadpara (@sajid_sadpara) February 26, 2021