Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 67-71 | Keflavík rétt náði að halda sigurgöngunni á lofti Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. febrúar 2021 18:40 Breiðablik - Keflavík körfubolti Dómínós deild kvenna vetur 2020-2021 Foto: Hulda Margrét Ólafsdóttir/Hulda Margrét Ólafsdóttir Sigurganga Keflavíkur í Domino's deild kvenna hélt áfram í dag þegar þær mörðu sigur á heimakonum í Skallagrími í Borgarnesi, 67-71. Heimakonur í Skallagrím voru smá stund að ná taktinum, Keflavík skoraði fyrstu fimm stig leiksins, en eftir að þær gulu fundu taktinn þá var leikurinn nokkuð jafn í fyrsta leikhluta. Keflavík lenti svo í vandræðum í upphafi annars leikhluta og náðu Borgnesingar að byggja sér upp smá forskot. Það var einna helst að þakka frábærri framgöngu Sonju Orozovic í hraðaupphlaupum, hún var síendurtekið komin fyrst fram tilbúin að leggja boltann í körfu Keflvíkinga. Í þriðja leikhluta fóru Keflvíkingar aðeins að láta taka til sín aftur, Anna Ingunn Svansdóttir lét hvern þristinn á fætur öðrum ofan í körfuna en gular heimakonur náðu alltaf að svara til baka. Skallagrímur virtist ætla að verða fyrsta liðið til þess að leggja Keflavík að velli í vetur, en á síðustu fimm mínútum fjórða leikhluta féll leikur þeirra og Keflvíkingar gengu á lagið, náðu að koma sér í forystu og stálu að lokum sigrinum. Afhverju vann Keflavík? Í raun má segja að Skallagrímur hafi kastað sigrinum frá sér frekar en að Keflavík hafi tekið hann. Vissulega þurftu Keflvíkingar að setja sínar körfur og taka sénsinn þegar hann bauðst, en Skallarnir voru með leikinn nokkuð þægilega í höndum sér meirihluta leiksins. Hvað það var sem gerðist hjá Skallagrími, hvort einbeitingin hafi farið, stressið hafi gert út af við þær eða þreyta sest inn, þá geta Keflvíkingar þakkað þeim fyrir að þær séu enn taplausar. Hverjar stóðu upp úr? Ein af ástæðum þess að Keflavík var í stöðu til þess að geta stolið sigrinum voru þristarnir sem Anna Ingunn setti niður í seinni hálfleiknum. Hún endaði með 16 stig, 15 þeirra úr þristum, og var næst stigahæst og næst framlagshæst í Keflavíkurliðinu á eftir Danielu Morillo. Lið Skallagríms var að mestu leiti borið áfram af Sonju Orozovic og Keiru Robinson, í það minnsta sóknarleikurinn. Sanja var með 17 stig og Keira 21, Sanja var sérstaklega dugleg í að draga Skallana áfram í fyrri hálfleiknum. Hvað gekk illa? Liðin áttu á löngum köflum nokkuð erfitt með að hitta ofan í körfuna, sérstaklega var sóknarleikur Keflvíkinga klaufalegur á köflum og gerðu þær mistök sem topplið Domino's deildarinnar á ekki að gera endurtekið í leikjum, eins og að kasta boltanum beint í hendur andstæðinganna. Hvað gerist næst? Það er þétt spilað þessa dagana, næstu leikir fara fram á miðvikudaginn. Þá fá Skallagrímskonur Breiðablik í heimsókn í Fjósið í Borgarnesi. Keflavík heldur heim á leið þangað sem Haukar mæta í heimsókn. Báðir þessir leikir eru á dagskrá á Stöð 2 Sport. Guðrún: Hentum þessu frá okkur Þjálfari Skallagríms, Guðrún Ósk Ámundadóttir, var sammála því að það gerist varla súrara en að tapa svona á síðustu metrum leiksins.„Mér fannst við vera með þennan leik í okkar höndum, en við náum bara ekki að klára hann,“ sagði Guðrún að leik loknum. „Við spilum þrjá leikhluta mjög vel, og fimm mínútur af fjórða leikhluta, en svo er eins og við förum í eitthvað panikk og hlaupum út um kerfunum okkar. Erum smá óskynsamar og það fer með þetta í lokin.“ Þegar mesta svekkelsið eftir þessi úrslit er runnið af má samt ýmislegt gott taka úr þessum leik. „Við sýnum mikinn karakter, Keflavík eru taplausar og mér fannst við spila mjög vel á köflum.“ „Við hentum þessu svolítið frá okkur sjálfar.“ Skallagrímur var án lykilleikmanns, Nikitu Telesford, í leiknum en hún tekur út leikbann. Guðrún Ósk sagði þær vissulega hafa fundið fyrir fjarveru hennar. „Við söknum hennar, hún er góð inni í teignum og hefði getað passað vel á móti Keflavík, en aftur á móti þá eru bara fimm inni í á vellinum og við spiluðum bara vel.“ Jonni: Erum ekki endilega með bestu einstaklingana en erum með besta liðið „Þetta var frábært. Við spilum hrikalega illa fyrstu þrjá fjórðungana og hittum illa, sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo gengu þær á lagið í fjórða og þetta var bara frábært,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, kampakátur að leik loknum. Hann sagðist ekki hafa gert neinar áherslubreytingar í hálfleik sem hjálpuðu til við að skila sigrinum. „Við erum bara að vinna í okkar málum alla daga. Við höfum verið að spila glimrandi flottan liðsbolta í allan vetur og við vorum bara ekki við sjálfar í fyrri hálfleik.“ „Við vorum að reyna að finna það hjá þeim hvað væri, hvar þessi gamli hópur var sem hefur verið að spila. En þær fundu hann í seinni svo það þurfti ekki að skamma þær.“ „Þetta lið sem við erum með er stútfullt af karakter. Við erum ekkert endilega með bestu einstaklingana í öllum stöðum en við erum með besta liðið eins og staðan er núna. Við erum ótrúlega stoltir af því, við þjálfararnir, og ég veit að þær eru það líka.“ Það má segja að það hafi verið ákveðinn meistarabragur yfir þessum sigri, liðið spilar illa en nær sigri. „Jájá, það var talað um það, sérstaklega í fótbolta að spila illa en vinna 1-0. Við spiluðum illa í þrjá fjórðunga, það er bara þannig, en þú spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir.“ „Kannski voru Borgnesingar bara orðnar þreyttar, „I don't care,“ við unnum. Ég tek þetta allan daginn.“ Dominos-deild kvenna Skallagrímur Keflavík ÍF
Sigurganga Keflavíkur í Domino's deild kvenna hélt áfram í dag þegar þær mörðu sigur á heimakonum í Skallagrími í Borgarnesi, 67-71. Heimakonur í Skallagrím voru smá stund að ná taktinum, Keflavík skoraði fyrstu fimm stig leiksins, en eftir að þær gulu fundu taktinn þá var leikurinn nokkuð jafn í fyrsta leikhluta. Keflavík lenti svo í vandræðum í upphafi annars leikhluta og náðu Borgnesingar að byggja sér upp smá forskot. Það var einna helst að þakka frábærri framgöngu Sonju Orozovic í hraðaupphlaupum, hún var síendurtekið komin fyrst fram tilbúin að leggja boltann í körfu Keflvíkinga. Í þriðja leikhluta fóru Keflvíkingar aðeins að láta taka til sín aftur, Anna Ingunn Svansdóttir lét hvern þristinn á fætur öðrum ofan í körfuna en gular heimakonur náðu alltaf að svara til baka. Skallagrímur virtist ætla að verða fyrsta liðið til þess að leggja Keflavík að velli í vetur, en á síðustu fimm mínútum fjórða leikhluta féll leikur þeirra og Keflvíkingar gengu á lagið, náðu að koma sér í forystu og stálu að lokum sigrinum. Afhverju vann Keflavík? Í raun má segja að Skallagrímur hafi kastað sigrinum frá sér frekar en að Keflavík hafi tekið hann. Vissulega þurftu Keflvíkingar að setja sínar körfur og taka sénsinn þegar hann bauðst, en Skallarnir voru með leikinn nokkuð þægilega í höndum sér meirihluta leiksins. Hvað það var sem gerðist hjá Skallagrími, hvort einbeitingin hafi farið, stressið hafi gert út af við þær eða þreyta sest inn, þá geta Keflvíkingar þakkað þeim fyrir að þær séu enn taplausar. Hverjar stóðu upp úr? Ein af ástæðum þess að Keflavík var í stöðu til þess að geta stolið sigrinum voru þristarnir sem Anna Ingunn setti niður í seinni hálfleiknum. Hún endaði með 16 stig, 15 þeirra úr þristum, og var næst stigahæst og næst framlagshæst í Keflavíkurliðinu á eftir Danielu Morillo. Lið Skallagríms var að mestu leiti borið áfram af Sonju Orozovic og Keiru Robinson, í það minnsta sóknarleikurinn. Sanja var með 17 stig og Keira 21, Sanja var sérstaklega dugleg í að draga Skallana áfram í fyrri hálfleiknum. Hvað gekk illa? Liðin áttu á löngum köflum nokkuð erfitt með að hitta ofan í körfuna, sérstaklega var sóknarleikur Keflvíkinga klaufalegur á köflum og gerðu þær mistök sem topplið Domino's deildarinnar á ekki að gera endurtekið í leikjum, eins og að kasta boltanum beint í hendur andstæðinganna. Hvað gerist næst? Það er þétt spilað þessa dagana, næstu leikir fara fram á miðvikudaginn. Þá fá Skallagrímskonur Breiðablik í heimsókn í Fjósið í Borgarnesi. Keflavík heldur heim á leið þangað sem Haukar mæta í heimsókn. Báðir þessir leikir eru á dagskrá á Stöð 2 Sport. Guðrún: Hentum þessu frá okkur Þjálfari Skallagríms, Guðrún Ósk Ámundadóttir, var sammála því að það gerist varla súrara en að tapa svona á síðustu metrum leiksins.„Mér fannst við vera með þennan leik í okkar höndum, en við náum bara ekki að klára hann,“ sagði Guðrún að leik loknum. „Við spilum þrjá leikhluta mjög vel, og fimm mínútur af fjórða leikhluta, en svo er eins og við förum í eitthvað panikk og hlaupum út um kerfunum okkar. Erum smá óskynsamar og það fer með þetta í lokin.“ Þegar mesta svekkelsið eftir þessi úrslit er runnið af má samt ýmislegt gott taka úr þessum leik. „Við sýnum mikinn karakter, Keflavík eru taplausar og mér fannst við spila mjög vel á köflum.“ „Við hentum þessu svolítið frá okkur sjálfar.“ Skallagrímur var án lykilleikmanns, Nikitu Telesford, í leiknum en hún tekur út leikbann. Guðrún Ósk sagði þær vissulega hafa fundið fyrir fjarveru hennar. „Við söknum hennar, hún er góð inni í teignum og hefði getað passað vel á móti Keflavík, en aftur á móti þá eru bara fimm inni í á vellinum og við spiluðum bara vel.“ Jonni: Erum ekki endilega með bestu einstaklingana en erum með besta liðið „Þetta var frábært. Við spilum hrikalega illa fyrstu þrjá fjórðungana og hittum illa, sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo gengu þær á lagið í fjórða og þetta var bara frábært,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, kampakátur að leik loknum. Hann sagðist ekki hafa gert neinar áherslubreytingar í hálfleik sem hjálpuðu til við að skila sigrinum. „Við erum bara að vinna í okkar málum alla daga. Við höfum verið að spila glimrandi flottan liðsbolta í allan vetur og við vorum bara ekki við sjálfar í fyrri hálfleik.“ „Við vorum að reyna að finna það hjá þeim hvað væri, hvar þessi gamli hópur var sem hefur verið að spila. En þær fundu hann í seinni svo það þurfti ekki að skamma þær.“ „Þetta lið sem við erum með er stútfullt af karakter. Við erum ekkert endilega með bestu einstaklingana í öllum stöðum en við erum með besta liðið eins og staðan er núna. Við erum ótrúlega stoltir af því, við þjálfararnir, og ég veit að þær eru það líka.“ Það má segja að það hafi verið ákveðinn meistarabragur yfir þessum sigri, liðið spilar illa en nær sigri. „Jájá, það var talað um það, sérstaklega í fótbolta að spila illa en vinna 1-0. Við spiluðum illa í þrjá fjórðunga, það er bara þannig, en þú spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir.“ „Kannski voru Borgnesingar bara orðnar þreyttar, „I don't care,“ við unnum. Ég tek þetta allan daginn.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti