ISIS-brúður fær ekki að snúa aftur til Bretlands Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2021 21:46 Shamima Begumvar fimmtán ára gömul þegar hún fór til Sýrlands með tveimur öðrum stúlkum. Hinar tvær eru taldar hafa dáið í Sýrlandi. Getty/Laura Lean Hæstiréttur Bretlands hefur komist að þeirri niðurstöður að Shamima Begum gekk til liðs við Íslamska ríkið þegar hún var fimmtán ára gömul, megi ekki snúa aftur til Bretlands til að berjast fyrir ríkisborgararétti sínum. Begum var svipt breskum ríkisborgara sínum árið 2019, eftir að hún endaði í sérstökum búðum fyrir ISIS-liða og fjölskyldur þeirra í norðurhluta Sýrlands. Það var eftir að Baghuz, síðasti bær kalífadæmis ISIS, féll fyrir sýrlenskum Kúrdum og Bandaríkjunum. Hún er nú 21 árs gömul og hefur hún höfðað mál vegna sviptingarinnar. Lögmenn hennar segja hana ekki geta verið í búðunum í Sýrlandi á meðan þá málaferli standa yfir. Lögmenn hennar segjast ekki fá aðgang að henni í búðunum og því þurfi að flytja hana til Bretlands vegna málaferlanna. Sú krafa hefur nú farið í gegnum öll dómstig Bretlands. Allir fimm dómarar Hæstaréttar voru sammála um hún hefði ekki rétt á því að koma til Bretlands og færa rök fyrir því af hverju ekki ætti að svipta hana ríkisborgararétti, samkvæmt frétt Sky News. Áður höfðu dómarar sagt að hún hefði rétt á því að koma til Bretlands og mótmæla sviptingunni: Stjórnvöld áfrýjuðu þeim úrskurði til Hæstaréttar, sem hefur nú komist að lokaniðurstöðu. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að heimkoma hennar gæti ógnað öryggi almennings og aukið hættu á hryðjuverkaárásum. Að réttur hennar til réttarhalda trompi ekki áhyggjur um öryggi almennings. Þar segir einnig, samkvæmt BBC, að réttast sé að fresta málinu um ríkisborgararétt hennar, þar til hún geti tekið þátt í því frá Sýrlandi, eins og aðrir hafa þegar gert. Begum og tvær vinkonur hennar ferðuðust til Sýrlands árið 2015. Þá fóru vígamenn hryðjuverkasamtakanna eins og stormsveipur um Írak og Sýrlands og lögðu undir sig stórt landsvæði. Samhliða því birtu samtökin áróður á netinu og einnig myndir og myndbönd af fjölmörgum ódæðum vígamanna, eins og fjöldamorð og grimmilegar aftökur. Þegar þær komu til Raqqa, sem var höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins, bjuggu þær í húsi með öðrum stúlkum og ungum konum sem gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin. Þar voru þær geymdar þar til eiginmaður fannst fyrir þær. Talið er að báðar vinkonur hennar sem fóru með hanni hafi fallið í átökum. Síðan hún var handsömuð hefur Begum verið í áðurnefndum búðum og hafa þrjú börn hennar dáið síðan í janúar 2019. Bretland Sýrland Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Begum var svipt breskum ríkisborgara sínum árið 2019, eftir að hún endaði í sérstökum búðum fyrir ISIS-liða og fjölskyldur þeirra í norðurhluta Sýrlands. Það var eftir að Baghuz, síðasti bær kalífadæmis ISIS, féll fyrir sýrlenskum Kúrdum og Bandaríkjunum. Hún er nú 21 árs gömul og hefur hún höfðað mál vegna sviptingarinnar. Lögmenn hennar segja hana ekki geta verið í búðunum í Sýrlandi á meðan þá málaferli standa yfir. Lögmenn hennar segjast ekki fá aðgang að henni í búðunum og því þurfi að flytja hana til Bretlands vegna málaferlanna. Sú krafa hefur nú farið í gegnum öll dómstig Bretlands. Allir fimm dómarar Hæstaréttar voru sammála um hún hefði ekki rétt á því að koma til Bretlands og færa rök fyrir því af hverju ekki ætti að svipta hana ríkisborgararétti, samkvæmt frétt Sky News. Áður höfðu dómarar sagt að hún hefði rétt á því að koma til Bretlands og mótmæla sviptingunni: Stjórnvöld áfrýjuðu þeim úrskurði til Hæstaréttar, sem hefur nú komist að lokaniðurstöðu. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að heimkoma hennar gæti ógnað öryggi almennings og aukið hættu á hryðjuverkaárásum. Að réttur hennar til réttarhalda trompi ekki áhyggjur um öryggi almennings. Þar segir einnig, samkvæmt BBC, að réttast sé að fresta málinu um ríkisborgararétt hennar, þar til hún geti tekið þátt í því frá Sýrlandi, eins og aðrir hafa þegar gert. Begum og tvær vinkonur hennar ferðuðust til Sýrlands árið 2015. Þá fóru vígamenn hryðjuverkasamtakanna eins og stormsveipur um Írak og Sýrlands og lögðu undir sig stórt landsvæði. Samhliða því birtu samtökin áróður á netinu og einnig myndir og myndbönd af fjölmörgum ódæðum vígamanna, eins og fjöldamorð og grimmilegar aftökur. Þegar þær komu til Raqqa, sem var höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins, bjuggu þær í húsi með öðrum stúlkum og ungum konum sem gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin. Þar voru þær geymdar þar til eiginmaður fannst fyrir þær. Talið er að báðar vinkonur hennar sem fóru með hanni hafi fallið í átökum. Síðan hún var handsömuð hefur Begum verið í áðurnefndum búðum og hafa þrjú börn hennar dáið síðan í janúar 2019.
Bretland Sýrland Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira