Yfirlæknar á Landspítalanum vilja óháða úttekt á flutningi krabbameinsskimunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. febrúar 2021 18:22 Samtök yfirlækna á Landspítala segja að yfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila þegar ákvörðun var tekin um að allar rannsóknir á leghálsskimunarsýnum verði fluttar frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. VISIR/VILHELM Samtök yfirlækna á Landspítala segja að yfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila þegar ákvörðun var tekin um að allar rannsóknir á leghálsskimunarsýnum verði fluttar frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. „Sú ákvörðun var tekin þvert á nýleg álit skimunarráðs, embættis landlæknis, meirihluta fagráðs um leghálsskimanir og verkefnastjórnar um framkvæmd breytinga á krabbameinsskimunum.“ Þetta kemur fram í ályktun Samtaka yfirlækna á Landspítala um breytingar á skipulagi skimana fyrir leghálskrabbameini. „Samtök yfirlækna á Landspítala (SYL) telja að það sé með ólíkindum að yfirvöld hafi hunsað álit áðurnefndra fagaðila og tekið þá ákvörðun að nýta ekki fullkominn nýjan búnað og faglega þekkingu á sýkla- og veirufræðideild Landspítala til HPV-greininga, sem og greiningarhæfi og faglega sérþekkingu meinafræðideildar til að sinna þessari mikilvægu heilbrigðisþjónustu,“ segir í tilkynningu til fjölmiðla. Landspítalanum vel treystandi „Greining á leghálsskimunarsýnum er algeng rannsókn og rannsóknadeildum Landspítalans er vel treystandi til að gera slíkar rannsóknir á sama hátt og aðrar flóknar rannsóknir. Gæði og öryggi slíkra rannsókna yrði að sjálfsögðu tryggt á sama hátt og fyrir aðrar rannsóknir sem framkvæmdar eru innan veggja Landspítalans.“ Samtökin fara fram á að óháðir aðilar geri úttekt á ferli málsins innan stjórnsýslunnar og segir í tilkynningunni að um vantraust stjórnvalda á íslenskum rannsóknarstofum sé að ræða. „Spurningar vakna um hvað liggi til grundvallar þessari ákvörðun svo sem um vantraust stjórnvalda á íslenskum rannsóknastofum, ákvarðanir innan stjórnsýslunnar, sem eru ekki í samræmi við faglega ráðgjöf eða hvort aðrir hagsmunir ráði för. Samtök yfirlækna á Landspítala fara fram á að óháðir aðilar geri úttekt á ferli alls málsins innan stjórnsýslunnar,“ segir í tilkynningunni. Fjöldi sýna stóðu óhreyfð í þessum pappakössum um tíma.EGILL AÐALSTEINSSON Töluvert hefur verið fjallað um ofangreinda ákvörðun stjórnvalda. Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu baðst nýlega afsökunar á töfum við greiningu leghálssýna. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar lagði fram svipaða beiðni í vikunni en hún fer fram á að heilbrigðisráðherra vinni skýrslu fyrir Alþingi um forsendur og áhrif breytinga á skimun fyrir krabbameinum í leghálsi. Skýrslan verði unnin af óháðum aðila. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Traustið er laskað“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir tímabært að skoða hvernig staðið hafi verið að breytingum á fyrirkomulagi leghálsskimunar. Rýna þurfi málið, forsendur og afleiðingar þess. 17. febrúar 2021 16:59 Konur sem áttu sýni í pappakössunum þurfa að koma aftur í sýnatöku Í Danmörku verður ekki hægt að fullrannsaka þau tvö þúsund leghálssýni sem lágu í nokkrar vikur í pappakössum. Hluti kvennanna verður því kallaður í sýnatöku á ný. Læknir segir óskiljanlegt að Krabbameinsfélagið hafi skilið við verkefnið með þessum hætti. 27. janúar 2021 19:01 Úttekt landlæknis: Nýttu ekki innra gæðaeftirlit til að fá betri yfirsýn Leitarmiðstöð Krabbameinsfélags Íslands (LKÍ) hefði getað nýtt ákveðna hluta innra gæðaeftirlits síns til að hafa betri yfirsýn á gæði frumugreininga í heild. Þetta er ein af niðurstöðum hlutaúttektar embættis landlæknis á LKÍ sem ákveðið var að ráðast í í kjölfar tilkynningar til embættisins um alvarlegt atvik í júlí 2020. 24. febrúar 2021 14:11 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Sú ákvörðun var tekin þvert á nýleg álit skimunarráðs, embættis landlæknis, meirihluta fagráðs um leghálsskimanir og verkefnastjórnar um framkvæmd breytinga á krabbameinsskimunum.“ Þetta kemur fram í ályktun Samtaka yfirlækna á Landspítala um breytingar á skipulagi skimana fyrir leghálskrabbameini. „Samtök yfirlækna á Landspítala (SYL) telja að það sé með ólíkindum að yfirvöld hafi hunsað álit áðurnefndra fagaðila og tekið þá ákvörðun að nýta ekki fullkominn nýjan búnað og faglega þekkingu á sýkla- og veirufræðideild Landspítala til HPV-greininga, sem og greiningarhæfi og faglega sérþekkingu meinafræðideildar til að sinna þessari mikilvægu heilbrigðisþjónustu,“ segir í tilkynningu til fjölmiðla. Landspítalanum vel treystandi „Greining á leghálsskimunarsýnum er algeng rannsókn og rannsóknadeildum Landspítalans er vel treystandi til að gera slíkar rannsóknir á sama hátt og aðrar flóknar rannsóknir. Gæði og öryggi slíkra rannsókna yrði að sjálfsögðu tryggt á sama hátt og fyrir aðrar rannsóknir sem framkvæmdar eru innan veggja Landspítalans.“ Samtökin fara fram á að óháðir aðilar geri úttekt á ferli málsins innan stjórnsýslunnar og segir í tilkynningunni að um vantraust stjórnvalda á íslenskum rannsóknarstofum sé að ræða. „Spurningar vakna um hvað liggi til grundvallar þessari ákvörðun svo sem um vantraust stjórnvalda á íslenskum rannsóknastofum, ákvarðanir innan stjórnsýslunnar, sem eru ekki í samræmi við faglega ráðgjöf eða hvort aðrir hagsmunir ráði för. Samtök yfirlækna á Landspítala fara fram á að óháðir aðilar geri úttekt á ferli alls málsins innan stjórnsýslunnar,“ segir í tilkynningunni. Fjöldi sýna stóðu óhreyfð í þessum pappakössum um tíma.EGILL AÐALSTEINSSON Töluvert hefur verið fjallað um ofangreinda ákvörðun stjórnvalda. Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu baðst nýlega afsökunar á töfum við greiningu leghálssýna. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar lagði fram svipaða beiðni í vikunni en hún fer fram á að heilbrigðisráðherra vinni skýrslu fyrir Alþingi um forsendur og áhrif breytinga á skimun fyrir krabbameinum í leghálsi. Skýrslan verði unnin af óháðum aðila.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Traustið er laskað“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir tímabært að skoða hvernig staðið hafi verið að breytingum á fyrirkomulagi leghálsskimunar. Rýna þurfi málið, forsendur og afleiðingar þess. 17. febrúar 2021 16:59 Konur sem áttu sýni í pappakössunum þurfa að koma aftur í sýnatöku Í Danmörku verður ekki hægt að fullrannsaka þau tvö þúsund leghálssýni sem lágu í nokkrar vikur í pappakössum. Hluti kvennanna verður því kallaður í sýnatöku á ný. Læknir segir óskiljanlegt að Krabbameinsfélagið hafi skilið við verkefnið með þessum hætti. 27. janúar 2021 19:01 Úttekt landlæknis: Nýttu ekki innra gæðaeftirlit til að fá betri yfirsýn Leitarmiðstöð Krabbameinsfélags Íslands (LKÍ) hefði getað nýtt ákveðna hluta innra gæðaeftirlits síns til að hafa betri yfirsýn á gæði frumugreininga í heild. Þetta er ein af niðurstöðum hlutaúttektar embættis landlæknis á LKÍ sem ákveðið var að ráðast í í kjölfar tilkynningar til embættisins um alvarlegt atvik í júlí 2020. 24. febrúar 2021 14:11 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Traustið er laskað“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir tímabært að skoða hvernig staðið hafi verið að breytingum á fyrirkomulagi leghálsskimunar. Rýna þurfi málið, forsendur og afleiðingar þess. 17. febrúar 2021 16:59
Konur sem áttu sýni í pappakössunum þurfa að koma aftur í sýnatöku Í Danmörku verður ekki hægt að fullrannsaka þau tvö þúsund leghálssýni sem lágu í nokkrar vikur í pappakössum. Hluti kvennanna verður því kallaður í sýnatöku á ný. Læknir segir óskiljanlegt að Krabbameinsfélagið hafi skilið við verkefnið með þessum hætti. 27. janúar 2021 19:01
Úttekt landlæknis: Nýttu ekki innra gæðaeftirlit til að fá betri yfirsýn Leitarmiðstöð Krabbameinsfélags Íslands (LKÍ) hefði getað nýtt ákveðna hluta innra gæðaeftirlits síns til að hafa betri yfirsýn á gæði frumugreininga í heild. Þetta er ein af niðurstöðum hlutaúttektar embættis landlæknis á LKÍ sem ákveðið var að ráðast í í kjölfar tilkynningar til embættisins um alvarlegt atvik í júlí 2020. 24. febrúar 2021 14:11