Sjálfsvíg eru raunveruleiki Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 28. febrúar 2021 11:00 Ár hvert falla að meðaltali 39 einstaklingar fyrir eigin hendi. Sjálfsvíg er ein algengasta dánarorsök ungs fólks á Íslandi á aldrinum 15 til 29 ára. Þá sérstaklega karlmenn þó kvenmenn reyni oftar sjálfsvíg. Algengara er að þær lifi sjálfsvígstilraunir af vegna aðferða sem þær kjósa en karlmenn eru líklegri til að láta lífið. Lífið eins og það blasir við þessum einstaklingum býður ekki upp á aðra kosti á því augnabliki. Það er sannleikur, sannleikur þeirra sem að sjá ekki leið út úr vonleysi og svartnætti. Geta ekki séð að morgundagurinn verði betri eða lífið hafi tilgang. Það að upplifa sig sem byrði á aðra, vera með brotna sjálfsmynd eða setja of miklar kröfur á sig er einungis brot af því sem að þessir einstaklingar geta verið að upplifa. Margir áhættuþættir eru tengdir sjálfsvígstilraunum sem dæmi eru það áföll, geðsjúkdómar, slæm félagsleg staða eða jafnvel fullkomnunarárátta. Er fullkomnunarárátta hættuleg? Stutta svarið er nei, ekki ein og sér. Margir vilja gera hlutina fullkomlega og líður vel. Rannsóknir hafa þó sýnt að þau persónueinkenni sem þeir sem fremja sjálfsvíg gætu átt sameiginlegt sé óttinn við niðurlægingu í tengslum við fullkomnunaráráttu. Önnur rannsókn sem að tekur saman niðurstöður margra rannsókna á tengslum fullkomnunaráráttu og sjálfsvíga sýndi fram á að fólk sem upplifir kröfur frá sjálfum sér og samfélaginu að vera fullkomin, þau eru líklegri en aðrir til sjálfsvígstilrauna. Sýnum, samþykkjum og hjálpum við að gera mistök Ef við kennum börnum snemma að gera mistök, kennum þeim að upplifa það í lagi og að allir geri mistök. Þá munum við uppskera einstaklinga sem finnst í lagi að gera ekki alltaf allt upp á tíu. Ef við stefnum að fullkomnun þá verðum við fyrir vonbrigðum því í flestu má gera betur. Sú hæfni að samþykkja eigin vankanta og annarra mun nýtast börnum okkar í framtíðinni. Menntakerfið hefur reynt að grípa þessi börn að einhverju leyti sem dæmi með því að banna strokleður og börn þurfa þá að sjá orð sem þau rita rangt en betur má ef duga skal. Það skal þó vera skýrt að það eru margar mismunandi ástæður fyrir sjálfsvígum og ekki algilt að þeir einstaklingar séu með fullkomnunaráráttu í grunninn. Það er einungis einn angi sem vert er að huga að. Menntakerfið og foreldrar Rannsóknir og greining skoðaði líðan unglinga í grunnskólum landsins árið 2020. Þar kom meðal annars í ljós að 39% nemenda hafa hugsað um að skaða sig einu sinni eða oftar. Þá hafa 22% skaðað sig einu sinni eða oftar. Það þarf fræðslu og verkfæri fyrir fólkið sem að sinnir börnum hvað mest. Það þarf geðfræðslu inn í námskrá skólanna. Þar sem að unnið er markvisst að því að efla sjálfsmynd barna, skilning á eigin hugsunum og tilfinningum. Kenna tilfinningastjórnun og tjáningu en til þess að það sé möguleiki þá þarf fjármagn og vilja hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, skólakerfinu, stjórnmálamönnum og almenning. Það þarf einnig foreldrafræðslu sem allir hafa aðgang að, það kemur því miður engin handbók með foreldrastarfinu. Ef við byggjum ekki grunninn rétt með snemmtækri íhlutun og forvörnum þá munum við súpa seyðið af því aðgerðarleysi seinna meir. Hlustum og framkvæmum Það er erfitt að vera viðkvæmt barn með hugmyndir um að verða öðrum vonbrigði eða hafður að háði og verða svo ungmenni með enga sjáanlega leið út úr vanlíðan nema eina. Unga fólkið kallar eftir því að við hlustum á þau. Í annarri spurningu hjá Rannsóknum og greiningu var spurt hversu mikið traust unglingar beri til Alþingis og 51% svaraði frekar lítið eða mjög lítið. Þau vilja umræðu, forvarnir og fræðslu. Við getum bjargað lífum ef við tökum geðsjúkdóma og geðfræðslu alvarlega. Það virðist hafa verið gerð aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi í apríl árið 2018. Eftir hverju erum við að bíða? Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Heilbrigðismál Geðheilbrigði Skoðun: Kosningar 2021 Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Ár hvert falla að meðaltali 39 einstaklingar fyrir eigin hendi. Sjálfsvíg er ein algengasta dánarorsök ungs fólks á Íslandi á aldrinum 15 til 29 ára. Þá sérstaklega karlmenn þó kvenmenn reyni oftar sjálfsvíg. Algengara er að þær lifi sjálfsvígstilraunir af vegna aðferða sem þær kjósa en karlmenn eru líklegri til að láta lífið. Lífið eins og það blasir við þessum einstaklingum býður ekki upp á aðra kosti á því augnabliki. Það er sannleikur, sannleikur þeirra sem að sjá ekki leið út úr vonleysi og svartnætti. Geta ekki séð að morgundagurinn verði betri eða lífið hafi tilgang. Það að upplifa sig sem byrði á aðra, vera með brotna sjálfsmynd eða setja of miklar kröfur á sig er einungis brot af því sem að þessir einstaklingar geta verið að upplifa. Margir áhættuþættir eru tengdir sjálfsvígstilraunum sem dæmi eru það áföll, geðsjúkdómar, slæm félagsleg staða eða jafnvel fullkomnunarárátta. Er fullkomnunarárátta hættuleg? Stutta svarið er nei, ekki ein og sér. Margir vilja gera hlutina fullkomlega og líður vel. Rannsóknir hafa þó sýnt að þau persónueinkenni sem þeir sem fremja sjálfsvíg gætu átt sameiginlegt sé óttinn við niðurlægingu í tengslum við fullkomnunaráráttu. Önnur rannsókn sem að tekur saman niðurstöður margra rannsókna á tengslum fullkomnunaráráttu og sjálfsvíga sýndi fram á að fólk sem upplifir kröfur frá sjálfum sér og samfélaginu að vera fullkomin, þau eru líklegri en aðrir til sjálfsvígstilrauna. Sýnum, samþykkjum og hjálpum við að gera mistök Ef við kennum börnum snemma að gera mistök, kennum þeim að upplifa það í lagi og að allir geri mistök. Þá munum við uppskera einstaklinga sem finnst í lagi að gera ekki alltaf allt upp á tíu. Ef við stefnum að fullkomnun þá verðum við fyrir vonbrigðum því í flestu má gera betur. Sú hæfni að samþykkja eigin vankanta og annarra mun nýtast börnum okkar í framtíðinni. Menntakerfið hefur reynt að grípa þessi börn að einhverju leyti sem dæmi með því að banna strokleður og börn þurfa þá að sjá orð sem þau rita rangt en betur má ef duga skal. Það skal þó vera skýrt að það eru margar mismunandi ástæður fyrir sjálfsvígum og ekki algilt að þeir einstaklingar séu með fullkomnunaráráttu í grunninn. Það er einungis einn angi sem vert er að huga að. Menntakerfið og foreldrar Rannsóknir og greining skoðaði líðan unglinga í grunnskólum landsins árið 2020. Þar kom meðal annars í ljós að 39% nemenda hafa hugsað um að skaða sig einu sinni eða oftar. Þá hafa 22% skaðað sig einu sinni eða oftar. Það þarf fræðslu og verkfæri fyrir fólkið sem að sinnir börnum hvað mest. Það þarf geðfræðslu inn í námskrá skólanna. Þar sem að unnið er markvisst að því að efla sjálfsmynd barna, skilning á eigin hugsunum og tilfinningum. Kenna tilfinningastjórnun og tjáningu en til þess að það sé möguleiki þá þarf fjármagn og vilja hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, skólakerfinu, stjórnmálamönnum og almenning. Það þarf einnig foreldrafræðslu sem allir hafa aðgang að, það kemur því miður engin handbók með foreldrastarfinu. Ef við byggjum ekki grunninn rétt með snemmtækri íhlutun og forvörnum þá munum við súpa seyðið af því aðgerðarleysi seinna meir. Hlustum og framkvæmum Það er erfitt að vera viðkvæmt barn með hugmyndir um að verða öðrum vonbrigði eða hafður að háði og verða svo ungmenni með enga sjáanlega leið út úr vanlíðan nema eina. Unga fólkið kallar eftir því að við hlustum á þau. Í annarri spurningu hjá Rannsóknum og greiningu var spurt hversu mikið traust unglingar beri til Alþingis og 51% svaraði frekar lítið eða mjög lítið. Þau vilja umræðu, forvarnir og fræðslu. Við getum bjargað lífum ef við tökum geðsjúkdóma og geðfræðslu alvarlega. Það virðist hafa verið gerð aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi í apríl árið 2018. Eftir hverju erum við að bíða? Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun